Fjórðungur dýra- og plöntutegunda í hættu vegna manna Kjartan Kjartansson skrifar 6. maí 2019 11:01 Borgarland hefur tvöfaldast að flatarmáli frá 1992. Frá Jakarta á Indónesíu þar sem einnig hefur verið gengið hratt á skóga til að rýma til fyrir pálmaolíuframleiðslu. Vísir/EPA Allt að milljón tegundir lífvera eru í útrýmingarhættu á næstu áratugum vegna ágangs manna á náttúruna. Í nýrri skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna kemur fram að aldauði lífvera sé margafalt meiri nú en meðaltal síðustu tíu milljón ára og að ein af hverjum fjórum tegundum séu í hættu. Álagið á náttúruna er rakið til eftirspurnar mannkynsins eftir sífellt meiri matvælum og orku í skýrslu milliríkjanefndar um líffræðilegan fjölbreytileika og þjónustu vistkerfa (IPBES). Þó að menn hafi alltaf verið frekir til fjörsins hafi áhrif þeirra á jörðina orðið djúpstæðari undanfarin fimmtíu ár. Skýrslan er um 1.800 blaðsíður að lengd og byggir á um 15.000 heimildum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í henni er rakið hvernig mannkynið hefur tvöfaldast að fjölda frá 1970. Á sama tíma hefur hagkerfi heimsins fjórfaldast og alþjóðleg viðskipti tífaldast. Verði ekkert að gert muni afleiðingarnar koma niður á mönnum. Hnignun náttúrunnar eigi eftir að hafa djúpstæð áhrif á matvælaframleiðslu, aðgang að vatni og orku með tilheyrandi hættu fyrir heilsu manna.Fordæmalaus hnignun Loftslagsbreytingar af völdum manna eru sagðar ágera áhrif ofveiði, eiturefnanotkunar og útþenslu mannabyggða. Um þriðjungur landsvæðis á jörðinni og um 75% af ferskvatni er nú notað undir ræktun á plöntum eða dýrum, að sögn Washington Post. Um hundrað milljón hektarar frumskógar í hitabeltisskógum hafa verið ruddir, fyrst og fremst til að rýma til fyrir nautgriparæktun í Suður-Ameríku og pálmaolíuframleiðslu í Suðaustur-Asíu. Aðeins um 13% af votlendi sem var til á jörðinni árið 1700 var enn til staðar árið 2000. Borgir hafa tvöfaldast að flatarmáli frá 1992. „Við höfum sýnt fram á virkilega fordæmalausa hnignun líffræðilegs fjölbreytileika og náttúru sem er algerlega ólík nokkru sem við höfum séð í sögu mannkynsins hvað varðar hraða hnignunarinnar og umfang ógnarinnar,“ segir Kate Brauman frá Minnesota-háskóla sem er einn höfunda skýrslunnar.Skógareyðing í Amasónfrumskóginum í Perú af völdum ólöglegrar námuvinnslu.Vísir/EPAPlastmengun tífaldast á fjórum áratugum Auk breyttrar landnýtingar sem gengur á búsvæði lífvera valda menn stórtækum spjöllum á náttúrunni. Í skýrslunni kemur fram að plastmengun hafi aukist tífalt frá 1980 og menn dæli 300-400 milljónum tonna af þungmálmum, leysiefnum, eitraðri eðju og öðru úrgangi út í vötn jarðar á ári hverju. Veiðar á um þriðjungi fiskistofna jarðarinnar voru ósjálfbærar árið 2015, kóralrif hafa minnkað um nærri því helming á 150 árum og jarðvegur stendur nú undir tæplega fjórðungi minni landbúnaðarframleiðslu en áður vegna eyðingar hans.Kóralrif jarðar eru í bráðri hættu, bæði vegna loftslagsbreytinga af völdum manna og mengunar.Vísir/EPAHverfi frá hagvexti og landsframleiðslu sem viðmiðum Til þess að stöðva hnignunina leggja skýrsluhöfundar til að jarðarbúar verði að hverfa af braut „þröngum viðmiðum efnahagslegs hagvaxtar“. Þannig ætti að hætta að meta auð ríkja út frá landsframleiðslu og horfa frekar til lífsgæða og langtímaáhrifa. Bætt lífsgæði hafi fram að þessu nær eingöngu byggst á aukinn neyslu og við það verði ekki búið áfram. Lagt er til að ríkisstjórnir heims hætti að niðurgreiða iðnað sem skaðar náttúruna eins og jarðefnaeldsneyti, fiskveiðar og landbúnað og að land- og hafsvæði verði vernduð í auknum mæli. Dýr Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Allt að milljón tegundir lífvera eru í útrýmingarhættu á næstu áratugum vegna ágangs manna á náttúruna. Í nýrri skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna kemur fram að aldauði lífvera sé margafalt meiri nú en meðaltal síðustu tíu milljón ára og að ein af hverjum fjórum tegundum séu í hættu. Álagið á náttúruna er rakið til eftirspurnar mannkynsins eftir sífellt meiri matvælum og orku í skýrslu milliríkjanefndar um líffræðilegan fjölbreytileika og þjónustu vistkerfa (IPBES). Þó að menn hafi alltaf verið frekir til fjörsins hafi áhrif þeirra á jörðina orðið djúpstæðari undanfarin fimmtíu ár. Skýrslan er um 1.800 blaðsíður að lengd og byggir á um 15.000 heimildum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í henni er rakið hvernig mannkynið hefur tvöfaldast að fjölda frá 1970. Á sama tíma hefur hagkerfi heimsins fjórfaldast og alþjóðleg viðskipti tífaldast. Verði ekkert að gert muni afleiðingarnar koma niður á mönnum. Hnignun náttúrunnar eigi eftir að hafa djúpstæð áhrif á matvælaframleiðslu, aðgang að vatni og orku með tilheyrandi hættu fyrir heilsu manna.Fordæmalaus hnignun Loftslagsbreytingar af völdum manna eru sagðar ágera áhrif ofveiði, eiturefnanotkunar og útþenslu mannabyggða. Um þriðjungur landsvæðis á jörðinni og um 75% af ferskvatni er nú notað undir ræktun á plöntum eða dýrum, að sögn Washington Post. Um hundrað milljón hektarar frumskógar í hitabeltisskógum hafa verið ruddir, fyrst og fremst til að rýma til fyrir nautgriparæktun í Suður-Ameríku og pálmaolíuframleiðslu í Suðaustur-Asíu. Aðeins um 13% af votlendi sem var til á jörðinni árið 1700 var enn til staðar árið 2000. Borgir hafa tvöfaldast að flatarmáli frá 1992. „Við höfum sýnt fram á virkilega fordæmalausa hnignun líffræðilegs fjölbreytileika og náttúru sem er algerlega ólík nokkru sem við höfum séð í sögu mannkynsins hvað varðar hraða hnignunarinnar og umfang ógnarinnar,“ segir Kate Brauman frá Minnesota-háskóla sem er einn höfunda skýrslunnar.Skógareyðing í Amasónfrumskóginum í Perú af völdum ólöglegrar námuvinnslu.Vísir/EPAPlastmengun tífaldast á fjórum áratugum Auk breyttrar landnýtingar sem gengur á búsvæði lífvera valda menn stórtækum spjöllum á náttúrunni. Í skýrslunni kemur fram að plastmengun hafi aukist tífalt frá 1980 og menn dæli 300-400 milljónum tonna af þungmálmum, leysiefnum, eitraðri eðju og öðru úrgangi út í vötn jarðar á ári hverju. Veiðar á um þriðjungi fiskistofna jarðarinnar voru ósjálfbærar árið 2015, kóralrif hafa minnkað um nærri því helming á 150 árum og jarðvegur stendur nú undir tæplega fjórðungi minni landbúnaðarframleiðslu en áður vegna eyðingar hans.Kóralrif jarðar eru í bráðri hættu, bæði vegna loftslagsbreytinga af völdum manna og mengunar.Vísir/EPAHverfi frá hagvexti og landsframleiðslu sem viðmiðum Til þess að stöðva hnignunina leggja skýrsluhöfundar til að jarðarbúar verði að hverfa af braut „þröngum viðmiðum efnahagslegs hagvaxtar“. Þannig ætti að hætta að meta auð ríkja út frá landsframleiðslu og horfa frekar til lífsgæða og langtímaáhrifa. Bætt lífsgæði hafi fram að þessu nær eingöngu byggst á aukinn neyslu og við það verði ekki búið áfram. Lagt er til að ríkisstjórnir heims hætti að niðurgreiða iðnað sem skaðar náttúruna eins og jarðefnaeldsneyti, fiskveiðar og landbúnað og að land- og hafsvæði verði vernduð í auknum mæli.
Dýr Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent