Sport

Kúrekinn kallaði á Conor: „Komdu að dansa“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kúrekinn vill mæta Íranum.
Kúrekinn vill mæta Íranum. vísir/getty
Donald „Cowboy“ Cerrone kallaði eftir því að berjast við írska Íslandsvininn Conor McGregor eftir að hann lagði Al Iaquinta í léttvigtarbardaga þeirra í UFC um helgina.

Cerrone segist tilbúinn að berjast við fyrrverandi tvöfalda heimsmeistarann en eina sem kæmi í veg fyrir það væri ef Kúrekinn fær möguleika á því að berjast um heimsmeistarabeltið.

„Komdu að dansa!“ sagði Cerrone kokhraustur í viðtali við TSN eftir sigurinn á Iaquinta aðspurður um möguleikann á því að berjast við Conor.

„Ef hann vill koma aftur í júlí er ég klár. Það væri gaman að berjast við hann um þjóðhátíðarhelgina fjórða júlí. Ég elska þá helgi. Bardagi milli mín og Conor væri fullkominn á það kort,“ sagði Cerrone.

Eini gallinn við þetta allt saman er að Conor hefur auðvitað sagst vera hættur en hann gaf það út í mars. Aftur á móti virtist hann vera að gæla við annan bardaga við Khabib Nurmagomedov í apríl þegar að hann fór af stað á Twitter en öllum tístunum hefur verið eytt.

Khabib Nurmagomedov berst um beltið við Dustin Poirer 7. september og vill Cerrone komast þar að ef annar hvor getur ekki keppt.

„Það er eins gott að ég fái tækifærið ef eitthvað kemur fyrir annan hvorn þeirra. Ég hef gert svo mikið fyrir þessa íþrótt að það væri fáránlegt ef ég væri ekki næstur inn,“ sagði Donald Cerrone.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×