Handbolti

Kári í þriggja leikja bann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV, var í dag úrskurðaður í þriggja leikja bann af aganefnd HSÍ vegna brotsins á Haukamanninum Heimi Óla Heimissyni í leik liðanna á fimmtudaginn.

Kári fékk rautt spjald og var upphaflega dæmdur í eins leiks bann. Refsing hans hefur nú verið þyngd. Myndbandsupptökur af brotinu sem bárust til aganefndar voru ekki til þess fallnar að hnekkja mati dómara á því.

Aganefnd bætti einnig einum leik við bann Haukamannsins Darra Aronssonar sem fékk rautt spjald í leiknum í Eyjum á fimmtudaginn.

Fjórir leikmenn taka því út leikbann í þriðja leik Hauka og ÍBV á morgun; Kári Kristján, Darri, Adam Haukur Baumruk og Róbert Sigurðarson.

Selfyssingurinn Árni Steinn Steinþórsson, sem fékk rautt spjald gegn Valsmönnum í gær, sleppur við leikbann og verður því með í þriðja leik liðanna á mánudaginn.


Tengdar fréttir

Heimir um lýsingar Kára: „Gjörsamlega út í Hróa“

Heimir Óli Heimisson mátti ekki æfa með Haukum í dag eftir að hafa fengið olbogaskot frá Kára Kristjáni Kristjánssyni í höfuðið undir lok leiks ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla. Hann sagði að sér hefði brugðið við að lesa lýsingar Kára Kristjáns af atvikinu.

Kári lét Loga heyra það: „Þvílík andskotans firra“

Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV í Olísdeild karla, lét Loga Geirsson, einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, heyra það á samfélagsmiðlum í dag eftir að Logi sagði brot Kára á Heimi Óla Heimissyni verðskulda margra leikja bann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×