Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi talinn hafa áreitt samstarfskonur kynferðislega Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. maí 2019 18:30 Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er talinn hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Þetta er niðurstaða athugunar sérfræðinga. Sum brotanna eru talin mjög gróf og niðurlægjandi og telst framkoma mannsins gróf misnotkun á valdi yfirmanns. Embætti landlæknis hefur verið tilkynnt um málið. Í febrúar síðastliðnum var lögð fram kvörtun til forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um meinta áreitni yfirmanns sjúkraflutninga í garð starfsmanna eða fyrrum starfsmanna stofnunarinnar. Fjórar konur sem höfðu starfað undir manninum lögðu fram kvörtun. Forstjóri og mannauðsstjóri heilbrigðisstofnunarinnar fengu strax óháða sálfræðinga til að framkvæma athugun á málinu. Niðurstaðan liggur nú fyrir og hefur fréttastofa hana undir höndum sem og bréf forstjóra stofnunarinnar, Herdísar Gunnarsdóttur, til meintra þolenda í málinu. Þar segir að það sé ótvíræð niðurstaða athugunarinnar að brotið hafi verið á konunum fjórum sem lögðu fram kvörtunina. Brotin feli í sér bæði kynbundna og kynferðislega áreitni og að sum brotin hafi verið mjög gróf og niðurlægjandi. Þá er jafnframt tilgreint að framkoma mannsins teljist gróf misnotkun á valdi yfirmanns. Maðurinn sem um ræðir hætti formlega störfum þann 1. apríl eftir að skipunartíma hans lauk. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fór hann hins vegar í leyfi í febrúar á meðan málið var til rannsóknar. Í samtali við fréttastofu segir ein af meintum þolendum að konurnar ætli að kæra málið til lögreglu. Hún segir manninn hafa brotið á fleiri konum í starfi. Brotin séu mörg og sum mjög gróf. Hann hafi til dæmis fengið kvenkyns undirmenn sína á skrifstofuna til sín og sýnt kynferðislega tilburði. Hann hafi einnig nýtt sér stöðu sína þegar konur sem voru lausráðnar sóttu um fastráðningu og dæmi séu um að hann hafi hafnað konum um vinnu sem ekki hafi viljað stunda kynlíf með honum. Þá hafi hann sent gróf kynferðisleg skilaboð í gegnum samfélagsmiðla og sms. Konan segist vera mjög ánægð með viðbrögð heilbrigðisstofnunarinnar í málinu sem hafi verið til fyrirmyndar. Stofnunin hafi fylgt málinu vel eftir og konunum boðin sálræn þjónstuna. Í bréfinu segir að málið falli undir eftirlitshlutverk embættis landlæknis gagnvart heilbrigðisstarfsmönnum og hefur embættinu verið tilkynnt um málið. Fréttastofa hefur ekki náð tali af manninum í dag. Árborg Kynferðisofbeldi MeToo Sjúkraflutningar Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er talinn hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Þetta er niðurstaða athugunar sérfræðinga. Sum brotanna eru talin mjög gróf og niðurlægjandi og telst framkoma mannsins gróf misnotkun á valdi yfirmanns. Embætti landlæknis hefur verið tilkynnt um málið. Í febrúar síðastliðnum var lögð fram kvörtun til forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um meinta áreitni yfirmanns sjúkraflutninga í garð starfsmanna eða fyrrum starfsmanna stofnunarinnar. Fjórar konur sem höfðu starfað undir manninum lögðu fram kvörtun. Forstjóri og mannauðsstjóri heilbrigðisstofnunarinnar fengu strax óháða sálfræðinga til að framkvæma athugun á málinu. Niðurstaðan liggur nú fyrir og hefur fréttastofa hana undir höndum sem og bréf forstjóra stofnunarinnar, Herdísar Gunnarsdóttur, til meintra þolenda í málinu. Þar segir að það sé ótvíræð niðurstaða athugunarinnar að brotið hafi verið á konunum fjórum sem lögðu fram kvörtunina. Brotin feli í sér bæði kynbundna og kynferðislega áreitni og að sum brotin hafi verið mjög gróf og niðurlægjandi. Þá er jafnframt tilgreint að framkoma mannsins teljist gróf misnotkun á valdi yfirmanns. Maðurinn sem um ræðir hætti formlega störfum þann 1. apríl eftir að skipunartíma hans lauk. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fór hann hins vegar í leyfi í febrúar á meðan málið var til rannsóknar. Í samtali við fréttastofu segir ein af meintum þolendum að konurnar ætli að kæra málið til lögreglu. Hún segir manninn hafa brotið á fleiri konum í starfi. Brotin séu mörg og sum mjög gróf. Hann hafi til dæmis fengið kvenkyns undirmenn sína á skrifstofuna til sín og sýnt kynferðislega tilburði. Hann hafi einnig nýtt sér stöðu sína þegar konur sem voru lausráðnar sóttu um fastráðningu og dæmi séu um að hann hafi hafnað konum um vinnu sem ekki hafi viljað stunda kynlíf með honum. Þá hafi hann sent gróf kynferðisleg skilaboð í gegnum samfélagsmiðla og sms. Konan segist vera mjög ánægð með viðbrögð heilbrigðisstofnunarinnar í málinu sem hafi verið til fyrirmyndar. Stofnunin hafi fylgt málinu vel eftir og konunum boðin sálræn þjónstuna. Í bréfinu segir að málið falli undir eftirlitshlutverk embættis landlæknis gagnvart heilbrigðisstarfsmönnum og hefur embættinu verið tilkynnt um málið. Fréttastofa hefur ekki náð tali af manninum í dag.
Árborg Kynferðisofbeldi MeToo Sjúkraflutningar Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira