Innlent

Sektir biðu hundrað bílstjóra eftir leik ÍR og KR

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Úr leik liðanna í Seljaskóla í gær.
Úr leik liðanna í Seljaskóla í gær. Vísir/vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sektaði um hundrað bílstjóra við Seljaskóla í Breiðholti í gærkvöldi þar sem ÍR og KR áttust við í fjórða úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Dominosdeild karla í körfuknattleik.

Í dagbók lögreglu segir að borist hafi kvartanir vegna þess hvernig bifreiðum var lagt við skólann í gær og var því gripið til þess að leggja stöðubrotsgjald á bifreiðarnar, sem nemur tíu þúsund krónum. Mikill mannfjöldi var samankominn á leiknum sem lyktaði með sigri KR en oddaleikur verður spilaður í DHL-höllinni í Vesturbænum á laugardag. 

Þá var tilkynnt um tvö umferðaróhöpp í gærkvöldi en engin slys urðu á fólki. Um klukkan tvö í nótt var bifreið stöðvuð á Reykjanesbraut í hverfi 108 en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis, að því er segir í dagbók lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×