Maurizio Sarri: Fullkomlega eðlilegt að vera með Eden Hazard á bekknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2019 22:15 Eden Hazard. Vísir/Getty Eden Hazard var ekki í byrjunarliði Chelsea í gær í fyrri undanúrslitaleik liðsins í Evrópudeildinni en með sigri í keppninni getur Chelsea tryggt sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Knattspyrnustjórinn Maurizio Sarri var spurður út í þessa ákvörðun sína eftir leikinn í gærkvöldi en Chelsea gerði þá 1-1 jafntefli á móti þýska liðinu Eintracht Frankfurt. „Það er fullkomlega eðlilegt að leikmaður sem spilar 70 leiki á tímabili byrji stundum á bekknum,“ sagði Maurizio Sarri. Hann ákvað að hvíla sinn besta leikmann í leiknum í gær. „Við spilum aftur eftir aðeins 62 klukkutíma,“ sagði Maurizio Sarri en hann talaði líka um það að Eden Hazard hafi ekki fengið að vita það fyrirfram að hann myndi ekki byrja leikinn. Fjölmiðlar hafa skrifað mikið um það að Eden Hazard fari frá Chelsea í sumar en hann hefur verið stanslaust orðaður við spænska stórliðið Real Madrid.Maurizio Sarri said he left Eden Hazard out of Chelsea's starting XI against Frankfurt because he needed to rest.https://t.co/7eUaD3gWdupic.twitter.com/Qo3CACWZ0d — BBC Sport (@BBCSport) May 3, 2019„Hann tók þessu vel, var eins og hann er vanur og grínaðist í liðsfélögum sínum. Hann veit um hvað þessa snýst,“ sagði Maurizio Sarri um viðbrögð Eden Hazard við því að missa af þessum mikilvæga leik. Chelsea getur líka tryggt sér sæti í Meistaradeildinni í gegnum ensku úrvalsdeildina en þar er liðið í baráttunni um eitt af fjórum efstu sætunum. „Við erum að fara spila fimm leiki á tveimur vikum og þeir eru allir jafnmikilvægir. Við vitum ekki enn hvar leið okkar liggur. Við viljum bæði komast í Meistaradeildina og vinna Evrópudeildina,“ sagði Sarri. „Við viljum ekki aðeins komast í úrslitaleikinn því við viljum vinna hann líka. Fyrir þremur mánuðum þá vorum við í vandræðum. Nú erum við meðal fjögurra efstu liðanna í deildinni og komnir í undanúrslit Evrópudeildarinnar. Mér finnst við eiga skilið að vinna bikar,“ sagði Sarri.Real Madrid are confident they will sign Eden Hazard as soon as the season is over. Gossip: https://t.co/nIuWOb51BKpic.twitter.com/WGZGlCdz9s — BBC Sport (@BBCSport) May 3, 2019 Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira
Eden Hazard var ekki í byrjunarliði Chelsea í gær í fyrri undanúrslitaleik liðsins í Evrópudeildinni en með sigri í keppninni getur Chelsea tryggt sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Knattspyrnustjórinn Maurizio Sarri var spurður út í þessa ákvörðun sína eftir leikinn í gærkvöldi en Chelsea gerði þá 1-1 jafntefli á móti þýska liðinu Eintracht Frankfurt. „Það er fullkomlega eðlilegt að leikmaður sem spilar 70 leiki á tímabili byrji stundum á bekknum,“ sagði Maurizio Sarri. Hann ákvað að hvíla sinn besta leikmann í leiknum í gær. „Við spilum aftur eftir aðeins 62 klukkutíma,“ sagði Maurizio Sarri en hann talaði líka um það að Eden Hazard hafi ekki fengið að vita það fyrirfram að hann myndi ekki byrja leikinn. Fjölmiðlar hafa skrifað mikið um það að Eden Hazard fari frá Chelsea í sumar en hann hefur verið stanslaust orðaður við spænska stórliðið Real Madrid.Maurizio Sarri said he left Eden Hazard out of Chelsea's starting XI against Frankfurt because he needed to rest.https://t.co/7eUaD3gWdupic.twitter.com/Qo3CACWZ0d — BBC Sport (@BBCSport) May 3, 2019„Hann tók þessu vel, var eins og hann er vanur og grínaðist í liðsfélögum sínum. Hann veit um hvað þessa snýst,“ sagði Maurizio Sarri um viðbrögð Eden Hazard við því að missa af þessum mikilvæga leik. Chelsea getur líka tryggt sér sæti í Meistaradeildinni í gegnum ensku úrvalsdeildina en þar er liðið í baráttunni um eitt af fjórum efstu sætunum. „Við erum að fara spila fimm leiki á tveimur vikum og þeir eru allir jafnmikilvægir. Við vitum ekki enn hvar leið okkar liggur. Við viljum bæði komast í Meistaradeildina og vinna Evrópudeildina,“ sagði Sarri. „Við viljum ekki aðeins komast í úrslitaleikinn því við viljum vinna hann líka. Fyrir þremur mánuðum þá vorum við í vandræðum. Nú erum við meðal fjögurra efstu liðanna í deildinni og komnir í undanúrslit Evrópudeildarinnar. Mér finnst við eiga skilið að vinna bikar,“ sagði Sarri.Real Madrid are confident they will sign Eden Hazard as soon as the season is over. Gossip: https://t.co/nIuWOb51BKpic.twitter.com/WGZGlCdz9s — BBC Sport (@BBCSport) May 3, 2019
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira