Dróninn á Egilsstöðum þegar sannað gildi sitt Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. maí 2019 22:00 Mannlaust loftfar, sem notað verður næstu mánuði til leitar, björgunar- og eftirlitsstarfa hér við land hefur þegar sannað gildi sitt að mati forstjóra Landhelgisgæslunnar og segir tæknina vera framtíðina í þessum efnum. Upphaf þess að dróni er hingað kominn til lands er samvinnuverkefni EMSA, Siglingaöryggisstofnunar Evrópu, og Landhelgisgæslunnar. Loftfarið verður hér á landi næstu mánuði og því fylgir mikill mannskapur bæði til þess að fljúga vélinni og vinna úr gögnum. Áætlað er að dróninn verði hér í þrjá mánuði og verður hann notaður við löggæslu, leit- og björgun og mengunareftirlit á hafinu umhverfis Ísland.„Við erum búin að vera með þennan búnað frá 17. apríl og það hefur náðst að fara ein sjö flug og það sem af er þá lofar þetta mjög góðu,“ segir Georg Kristinn Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sem skoðaði loftfarið á Egilsstaðaflugvelli í dag.Hverju hefur hún skilað?„Hún hefur skilað mjög góðum myndum af umferð hér af norðaustur- og austurlandi, inni á Skjálfandaflóa og víðar. Þessar myndir eru mjög vel greinilegar og sjást í rauntíma í stjórnstöð okkar,“ segir Georg. Loftfarið er mannlaust, stýrt í gegnum gervihnött og kemst á hundrað og tuttugu kílómetra hraða og dægni er um átta hundruð kílómetrar.„Við hófum þetta ferli fyrir rúmu ári og óskuðum eftir að fá þessa þjónustu frá Siglingaöryggisstofnun Evrópusambandsins til þess að vera í betur stakk búin til þess að sinna okkar skyldum á þessu gríðar stóra hafsvæði sem að við berum ábyrgð á. Leitar- og björgunarsvæði uppá 1,9 milljón ferkílómetra og efnahagslögsögu upp á sjö hundruð og sextíu þúsund ferkílómetra. Það er alveg ljós að með vaxandi umferð að þá þurfum við að bæta í eftirlit og yfirsýn og það er það sem við erum að reyna að gera og það er það sem við væntum að þetta tæki muni geta hjálpað okkur með,“ segir Georg.Þá er loftfarið búin myndavélum, ratsjá og í honum er einnig sérstakur búnaður sem greinir neyðarboð og sendir þau áfram á stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Loftfarið verður gert út frá Egilsstaðaflugvelli. „Það er nú fyrst og fremst vegna umferðar á Suðvesturhorninu og Egilsstaðir þóttu heppilegastir,“ segir Georg. Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Mannlaust loftfar, sem notað verður næstu mánuði til leitar, björgunar- og eftirlitsstarfa hér við land hefur þegar sannað gildi sitt að mati forstjóra Landhelgisgæslunnar og segir tæknina vera framtíðina í þessum efnum. Upphaf þess að dróni er hingað kominn til lands er samvinnuverkefni EMSA, Siglingaöryggisstofnunar Evrópu, og Landhelgisgæslunnar. Loftfarið verður hér á landi næstu mánuði og því fylgir mikill mannskapur bæði til þess að fljúga vélinni og vinna úr gögnum. Áætlað er að dróninn verði hér í þrjá mánuði og verður hann notaður við löggæslu, leit- og björgun og mengunareftirlit á hafinu umhverfis Ísland.„Við erum búin að vera með þennan búnað frá 17. apríl og það hefur náðst að fara ein sjö flug og það sem af er þá lofar þetta mjög góðu,“ segir Georg Kristinn Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sem skoðaði loftfarið á Egilsstaðaflugvelli í dag.Hverju hefur hún skilað?„Hún hefur skilað mjög góðum myndum af umferð hér af norðaustur- og austurlandi, inni á Skjálfandaflóa og víðar. Þessar myndir eru mjög vel greinilegar og sjást í rauntíma í stjórnstöð okkar,“ segir Georg. Loftfarið er mannlaust, stýrt í gegnum gervihnött og kemst á hundrað og tuttugu kílómetra hraða og dægni er um átta hundruð kílómetrar.„Við hófum þetta ferli fyrir rúmu ári og óskuðum eftir að fá þessa þjónustu frá Siglingaöryggisstofnun Evrópusambandsins til þess að vera í betur stakk búin til þess að sinna okkar skyldum á þessu gríðar stóra hafsvæði sem að við berum ábyrgð á. Leitar- og björgunarsvæði uppá 1,9 milljón ferkílómetra og efnahagslögsögu upp á sjö hundruð og sextíu þúsund ferkílómetra. Það er alveg ljós að með vaxandi umferð að þá þurfum við að bæta í eftirlit og yfirsýn og það er það sem við erum að reyna að gera og það er það sem við væntum að þetta tæki muni geta hjálpað okkur með,“ segir Georg.Þá er loftfarið búin myndavélum, ratsjá og í honum er einnig sérstakur búnaður sem greinir neyðarboð og sendir þau áfram á stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Loftfarið verður gert út frá Egilsstaðaflugvelli. „Það er nú fyrst og fremst vegna umferðar á Suðvesturhorninu og Egilsstaðir þóttu heppilegastir,“ segir Georg.
Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira