Einn látinn og tugir særðir eftir átök í Venesúela Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2019 14:59 Mikill meirihluti hermanna hefur staðið við bakið á Maduro, þó þúsundir íbúa hafi mótmælt forsetanum. AP/Rodrigo Abd Minnst einn hefur verið skotinn til bana í Venesúela og tugir eru særðir eftir átök á milli öryggissveita og stuðningsmanna Nicolas Maduro annars vegar og mótmælenda og stuðningsmanna Juan Guaidó. Báðir menn gera tilkall til forsetaembættisins en Maduro situr hins vegar í því.Samkvæmt BBC var 27 ára gömul kona skotin til bana í Caracas, höfuðborg Venesúela, í gær. Guaidó hefur kallað eftir því að sá sem varð henni að bana verði dreginn til ábyrgðar.Guaidó hefur varið síðustu dögum í að kalla eftir því að herinn snúi bakinu við Maduro og hafa einhverjir svarað kallinu. Mikill meirihluti hermanna hefur staðið við bakið á Maduro, þó þúsundir íbúa hafi mótmælt forsetanum. Yfirmaður leyniþjónustu landsins sleit þó tengslum sínum við Maduro. AP fréttaveitan segir útlit fyrir að nýjasta útspil Guaidó hafi misheppnast og sérfræðingar segja það vera byr undir báða vængi Maduro, sem Bandaríkin segja að hafi ætlað að flýja land á þriðjudaginn þegar útlitið var sem verst. Rússneskir ráðgjafar hans eru þó sagðir hafa fengið hann af því. Rússar þvertaka fyrir þær fegnir.Aðstæður íbúa landsins hafa verið erfiðar til langs tíma en þær hafa þó versnað verulega undanfarið. Óðaverðbólga hefur gert gjaldmiðil landsins nánast ónothæfan og mikill skortur er á nauðsynjum eins og mat og lyfjum. Minnst þrjár milljónir manna hafa flúið til nágrannalanda Venesúela á undanförnum árum.Vísir/GraphicNewsEkki náð miklum árangri með herinn Maduro sór embættiseið fyrr á þessu ári en Það gerði hann eftir umdeildar forsetakosningar sem fram fóru í maí í fyrra. Eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á þingi árið 2015 skipaði Maduro nýtt þing árið 2017, stjórnlagaþing, og færði flest völd gamla þingsins yfir á það. Þar að auki skipaði hann fjölmarga bandamenn sína í Hæstarétt Venesúela. Stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki kosningarnar í fyrr og eftirlitsaðilar segja þær ekki hafa farið rétt fram, meðal annars vegna þess að mörgum andstæðingum Maduro var meinað að taka þátt í þeim. Í kjölfar þess lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela. Guaidó segir að samkvæmt stjórnarskrá Venesúela megi þingið skipa forseta þess sem forseta sé forsetinn ólögmætur. Markmið hans er að mynda starfsstjórn og boða til nýrra kosninga. Eftir að þingið tilnefndi hann sem forseta ferðaðist hann um Suður-Ameríku og aflaði stuðnings nágrannaríkja Venesúela. Síðan þá hefur hann líka reynt að fá stuðning hersins en án mikils árangurs. Venesúela Tengdar fréttir Átök brutust út á milli stjórnar og andstöðunnar í Venesúela Lögregla og þjóðvarðlið vörpuðu táragasi á stuðningsmenn stjórnarandstöðuleiðtogans og starfandi forsetans Juan Guaidó í höfuðborg Venesúela eftir að hann birti myndband af sér með hermönnum og hvatti fólk til þess að grípa til aðgerða. 1. maí 2019 07:30 Venesúela: Brynvörðum bílum ekið inn í hóp fólks Yfirvöld í Venesúela segjast hafa komið í veg fyrir tilraun til valdaráns á meðan Juan Guaidó segist vera á lokametrunum við að binda endi á valdatíð forsetans Nicolás Maduro. 30. apríl 2019 18:37 Kveðst hafa brotið valdaránstilraun Guaidó á bak aftur Um hundrað særðust í átökum sem brutust út í Venesúela í gær. 1. maí 2019 09:41 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Minnst einn hefur verið skotinn til bana í Venesúela og tugir eru særðir eftir átök á milli öryggissveita og stuðningsmanna Nicolas Maduro annars vegar og mótmælenda og stuðningsmanna Juan Guaidó. Báðir menn gera tilkall til forsetaembættisins en Maduro situr hins vegar í því.Samkvæmt BBC var 27 ára gömul kona skotin til bana í Caracas, höfuðborg Venesúela, í gær. Guaidó hefur kallað eftir því að sá sem varð henni að bana verði dreginn til ábyrgðar.Guaidó hefur varið síðustu dögum í að kalla eftir því að herinn snúi bakinu við Maduro og hafa einhverjir svarað kallinu. Mikill meirihluti hermanna hefur staðið við bakið á Maduro, þó þúsundir íbúa hafi mótmælt forsetanum. Yfirmaður leyniþjónustu landsins sleit þó tengslum sínum við Maduro. AP fréttaveitan segir útlit fyrir að nýjasta útspil Guaidó hafi misheppnast og sérfræðingar segja það vera byr undir báða vængi Maduro, sem Bandaríkin segja að hafi ætlað að flýja land á þriðjudaginn þegar útlitið var sem verst. Rússneskir ráðgjafar hans eru þó sagðir hafa fengið hann af því. Rússar þvertaka fyrir þær fegnir.Aðstæður íbúa landsins hafa verið erfiðar til langs tíma en þær hafa þó versnað verulega undanfarið. Óðaverðbólga hefur gert gjaldmiðil landsins nánast ónothæfan og mikill skortur er á nauðsynjum eins og mat og lyfjum. Minnst þrjár milljónir manna hafa flúið til nágrannalanda Venesúela á undanförnum árum.Vísir/GraphicNewsEkki náð miklum árangri með herinn Maduro sór embættiseið fyrr á þessu ári en Það gerði hann eftir umdeildar forsetakosningar sem fram fóru í maí í fyrra. Eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á þingi árið 2015 skipaði Maduro nýtt þing árið 2017, stjórnlagaþing, og færði flest völd gamla þingsins yfir á það. Þar að auki skipaði hann fjölmarga bandamenn sína í Hæstarétt Venesúela. Stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki kosningarnar í fyrr og eftirlitsaðilar segja þær ekki hafa farið rétt fram, meðal annars vegna þess að mörgum andstæðingum Maduro var meinað að taka þátt í þeim. Í kjölfar þess lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela. Guaidó segir að samkvæmt stjórnarskrá Venesúela megi þingið skipa forseta þess sem forseta sé forsetinn ólögmætur. Markmið hans er að mynda starfsstjórn og boða til nýrra kosninga. Eftir að þingið tilnefndi hann sem forseta ferðaðist hann um Suður-Ameríku og aflaði stuðnings nágrannaríkja Venesúela. Síðan þá hefur hann líka reynt að fá stuðning hersins en án mikils árangurs.
Venesúela Tengdar fréttir Átök brutust út á milli stjórnar og andstöðunnar í Venesúela Lögregla og þjóðvarðlið vörpuðu táragasi á stuðningsmenn stjórnarandstöðuleiðtogans og starfandi forsetans Juan Guaidó í höfuðborg Venesúela eftir að hann birti myndband af sér með hermönnum og hvatti fólk til þess að grípa til aðgerða. 1. maí 2019 07:30 Venesúela: Brynvörðum bílum ekið inn í hóp fólks Yfirvöld í Venesúela segjast hafa komið í veg fyrir tilraun til valdaráns á meðan Juan Guaidó segist vera á lokametrunum við að binda endi á valdatíð forsetans Nicolás Maduro. 30. apríl 2019 18:37 Kveðst hafa brotið valdaránstilraun Guaidó á bak aftur Um hundrað særðust í átökum sem brutust út í Venesúela í gær. 1. maí 2019 09:41 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Átök brutust út á milli stjórnar og andstöðunnar í Venesúela Lögregla og þjóðvarðlið vörpuðu táragasi á stuðningsmenn stjórnarandstöðuleiðtogans og starfandi forsetans Juan Guaidó í höfuðborg Venesúela eftir að hann birti myndband af sér með hermönnum og hvatti fólk til þess að grípa til aðgerða. 1. maí 2019 07:30
Venesúela: Brynvörðum bílum ekið inn í hóp fólks Yfirvöld í Venesúela segjast hafa komið í veg fyrir tilraun til valdaráns á meðan Juan Guaidó segist vera á lokametrunum við að binda endi á valdatíð forsetans Nicolás Maduro. 30. apríl 2019 18:37
Kveðst hafa brotið valdaránstilraun Guaidó á bak aftur Um hundrað særðust í átökum sem brutust út í Venesúela í gær. 1. maí 2019 09:41