Telja sig hafa náð að skima fyrir síþreytu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. maí 2019 13:15 Ron Davis, prófessor í lífefnafræði og erfðafræði, átti hugmyndina að aðferðinni og tók þátt í að þróa hana, segir að það sé allt of algengt að læknar afskrifi síþreytu sem hugarburð fólks. Vísir/getty Rannsakendur við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum telja sig hafa náð að þróa greiningaraðferð fyrir síþreytu (e. Chronic fatigue Syndrome). Fram að þessu hefur ekki verið hægt að sýna fram á líffræðilegar vísbendingar um sjúkdominn. Sjúkdómsgreiningin hefur þannig eingöngu byggst á upplifunum fólks sem telur sig þjást af honum og einkennum þeirra. Nú binda rannsakendurnir vonir við að hafa fundið leið til að skima fyrir síþreytu með blóðrannsókn. Ron Davis, prófessor í lífefnafræði og erfðafræði, sem átti hugmyndina að aðferðinni og tók þátt í að þróa hana, segir að það sé allt of algengt að læknar afskrifi síþreytu sem hugarburð fólks. Davis og Rahim Esfandyarpour, prófessor við Stanford, og samstarfsfólk settu á fót rannsókn til að sannreyna nýtt greiningarkerfi fyrir síþreytu með blóðrannsókn. Rannsóknarteymið framkvæmdi rannsókn á fjörutíu þátttakendum. Helmingur þátttakenda sagðist þjást af síþreytu en hinn ekki. Ritgerð sem gerir grein fyrir aðferðum og niðurstöðum rannsóknarinnar var á dögunum birt í vísindatímaritinu The Proceedings of the National Academy of Sciences. Blóðsýni var tekið úr öllum þátttakendum en greiningarkerfið byggist í grunninn á því hvernig ónæmisfrumur bregðast við streitu. Hið nýja greiningargerfi leiddi til nákvæmrar niðurstöðu og náði að greina í sundur þá sem sögðust fyrir rannsóknina þjást af síþreytu frá hinum heilbrigðu sem kenndu sér einskis meins. Góðu fréttirnar eru þær að talið er að greiningarkerfið, sem þó er enn á frumstigi, gæti orðið til þess að finna lyf sem hugsanlega gætu meðhöndlað síþreytu og þannig bætt lífsgæði fólks sem þjáist af hinum hvimleiða sjúkdómi. Hingað til hafa læknar gefið sjúkdómsgreininguna þegar allir aðrir sjúkdómar hafa verið útilokaðir. Greiningin hefur þá byggt á einkennum sem sjúklingar hafa lýst á borð við örmögnun, ljósnæmni og óútskýrðan sársauka.Fann vísbendingu í blóðsýni sonar síns Davis lagði upp í „rannsóknarleiðangurinn“ af persónulegum ástæðum og í örvæntingarfullri leit að svörum því sonur hans hefur þjáðst af ME eða síþreytu í rúman áratug. Hann vildi ólmur finna líffræðilegar sannanir fyrir sjúkdómnum því þær gætu orðið forsenda þess að finna viðeigandi meðferð. Davis kom auga á mögulega vísbendingu um sönnun fyrir sjúkdómnum þegar hann rannsakaði blóðsýni sonar síns. Uppgötvunin varð til þess að hann leitaði til Esfandyarpour sem hjálpaði honum að þróa greiningaraðferðina. „Við sjáum mjög greinilegan mun á því hvernig ónæmisfrumur í annars vegar fólki sem þjáist af síþreytu og hins vegar heilbrigðu fólki bregðast við streitu.“ „Við vitum ekki nákvæmlega hvers vegna frumurnar og blóðvökvinn haga sér með þessum hætti og raunar ekki heldur hvað þær eru yfir höfuð að gera,“ segir Davis og bætir við: „Þetta er vísindaleg sönnun þess að sjúkdómurinn er ekki bara ímyndun sjúklinganna“. Á heimasíðu ME-samtakanna segir að sjúkdómnum fylgi fjölmörg einkenni sem lýsi sér aðallega í skertri virkni heila, meltingarfærum, æðakerfi, ónæmiskerfi og orkuvirkni frumna. ME hefur verið flokkaður sem taugafræðilegur sjúkdómur hjá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni WHO síðan árið 1969. Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Rannsakendur við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum telja sig hafa náð að þróa greiningaraðferð fyrir síþreytu (e. Chronic fatigue Syndrome). Fram að þessu hefur ekki verið hægt að sýna fram á líffræðilegar vísbendingar um sjúkdominn. Sjúkdómsgreiningin hefur þannig eingöngu byggst á upplifunum fólks sem telur sig þjást af honum og einkennum þeirra. Nú binda rannsakendurnir vonir við að hafa fundið leið til að skima fyrir síþreytu með blóðrannsókn. Ron Davis, prófessor í lífefnafræði og erfðafræði, sem átti hugmyndina að aðferðinni og tók þátt í að þróa hana, segir að það sé allt of algengt að læknar afskrifi síþreytu sem hugarburð fólks. Davis og Rahim Esfandyarpour, prófessor við Stanford, og samstarfsfólk settu á fót rannsókn til að sannreyna nýtt greiningarkerfi fyrir síþreytu með blóðrannsókn. Rannsóknarteymið framkvæmdi rannsókn á fjörutíu þátttakendum. Helmingur þátttakenda sagðist þjást af síþreytu en hinn ekki. Ritgerð sem gerir grein fyrir aðferðum og niðurstöðum rannsóknarinnar var á dögunum birt í vísindatímaritinu The Proceedings of the National Academy of Sciences. Blóðsýni var tekið úr öllum þátttakendum en greiningarkerfið byggist í grunninn á því hvernig ónæmisfrumur bregðast við streitu. Hið nýja greiningargerfi leiddi til nákvæmrar niðurstöðu og náði að greina í sundur þá sem sögðust fyrir rannsóknina þjást af síþreytu frá hinum heilbrigðu sem kenndu sér einskis meins. Góðu fréttirnar eru þær að talið er að greiningarkerfið, sem þó er enn á frumstigi, gæti orðið til þess að finna lyf sem hugsanlega gætu meðhöndlað síþreytu og þannig bætt lífsgæði fólks sem þjáist af hinum hvimleiða sjúkdómi. Hingað til hafa læknar gefið sjúkdómsgreininguna þegar allir aðrir sjúkdómar hafa verið útilokaðir. Greiningin hefur þá byggt á einkennum sem sjúklingar hafa lýst á borð við örmögnun, ljósnæmni og óútskýrðan sársauka.Fann vísbendingu í blóðsýni sonar síns Davis lagði upp í „rannsóknarleiðangurinn“ af persónulegum ástæðum og í örvæntingarfullri leit að svörum því sonur hans hefur þjáðst af ME eða síþreytu í rúman áratug. Hann vildi ólmur finna líffræðilegar sannanir fyrir sjúkdómnum því þær gætu orðið forsenda þess að finna viðeigandi meðferð. Davis kom auga á mögulega vísbendingu um sönnun fyrir sjúkdómnum þegar hann rannsakaði blóðsýni sonar síns. Uppgötvunin varð til þess að hann leitaði til Esfandyarpour sem hjálpaði honum að þróa greiningaraðferðina. „Við sjáum mjög greinilegan mun á því hvernig ónæmisfrumur í annars vegar fólki sem þjáist af síþreytu og hins vegar heilbrigðu fólki bregðast við streitu.“ „Við vitum ekki nákvæmlega hvers vegna frumurnar og blóðvökvinn haga sér með þessum hætti og raunar ekki heldur hvað þær eru yfir höfuð að gera,“ segir Davis og bætir við: „Þetta er vísindaleg sönnun þess að sjúkdómurinn er ekki bara ímyndun sjúklinganna“. Á heimasíðu ME-samtakanna segir að sjúkdómnum fylgi fjölmörg einkenni sem lýsi sér aðallega í skertri virkni heila, meltingarfærum, æðakerfi, ónæmiskerfi og orkuvirkni frumna. ME hefur verið flokkaður sem taugafræðilegur sjúkdómur hjá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni WHO síðan árið 1969.
Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira