Sextán ára drengur lést í umsjá landamærayfirvalda í Bandaríkjunum Sylvía Hall skrifar 1. maí 2019 21:52 Tjaldbúðir fyrir innflytjendabörn sem aðskilin eru frá foreldrum sínum í Tornillo í Texas-fylki. Vísir/Getty Þann 30. apríl síðastliðinn lést sextán ára drengur í umsjá yfirvalda í Bandaríkjunum og er málið nú til rannsóknar hjá yfirvöldum vestanhafs. Drengurinn er frá Gvatemala og hafði verið í umsjá landamærayfirvalda í Texas í miðstöð fyrir innflytjendur frá 20. apríl. Starfsmenn miðstöðvarinnar segja engin heilsufarsvandamál hafa verið til staðar þegar drengurinn kom þangað og hann hafði ekki kennt sér meins. Daginn eftir komuna í miðstöðina varð drengurinn „bersýnilega veikur“ að sögn starfsmanna og kvartaði undan hausverk og skjálfta. Færðu starfsmenn hann á spítala til aðhlynningar þar sem hann var útskrifaður sama dag og færður aftur í miðstöðina. Að sögn starfsmanns landamæragæslunnar batnaði heilsa drengsins ekki við komuna til baka og var hann fluttur að nýju á sjúkrahús og síðar færður á barnaspítala í fylkinu. Var honum haldið á gjörgæslu næstu daga þar sem hann svo lést þann 30. apríl. Ekki er vitað um dánarorsök drengsins en bróðir drengsins heimsótti hann á spítalann og hefur fjölskylda drengsins verið látin vita af dauðsfalli hans. Er þetta þriðja barnið sem deyr í umsjá yfirvalda í Bandaríkjunum síðan í desember á síðasta ári en þá lést sjö ára stúlka vegna ofþornunar og aðeins nokkrum vikum seinna lést átta ára drengur á jólanótt Bandaríkin Gvatemala Tengdar fréttir Framkvæma læknisskoðanir eftir dauða tveggja barna 26. desember 2018 19:12 Annað barn lætur lífið í umsjá landamærayfirvalda Fyrr í mánuðinum lést hin sjö ára gamla Jakelin Caal Maquin vegna ofþornunar í umsjá landamærayfirvalda. 26. desember 2018 14:39 Segir dauðsföll barna við landamærin vera Demókrötum að kenna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld. 29. desember 2018 21:51 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Þann 30. apríl síðastliðinn lést sextán ára drengur í umsjá yfirvalda í Bandaríkjunum og er málið nú til rannsóknar hjá yfirvöldum vestanhafs. Drengurinn er frá Gvatemala og hafði verið í umsjá landamærayfirvalda í Texas í miðstöð fyrir innflytjendur frá 20. apríl. Starfsmenn miðstöðvarinnar segja engin heilsufarsvandamál hafa verið til staðar þegar drengurinn kom þangað og hann hafði ekki kennt sér meins. Daginn eftir komuna í miðstöðina varð drengurinn „bersýnilega veikur“ að sögn starfsmanna og kvartaði undan hausverk og skjálfta. Færðu starfsmenn hann á spítala til aðhlynningar þar sem hann var útskrifaður sama dag og færður aftur í miðstöðina. Að sögn starfsmanns landamæragæslunnar batnaði heilsa drengsins ekki við komuna til baka og var hann fluttur að nýju á sjúkrahús og síðar færður á barnaspítala í fylkinu. Var honum haldið á gjörgæslu næstu daga þar sem hann svo lést þann 30. apríl. Ekki er vitað um dánarorsök drengsins en bróðir drengsins heimsótti hann á spítalann og hefur fjölskylda drengsins verið látin vita af dauðsfalli hans. Er þetta þriðja barnið sem deyr í umsjá yfirvalda í Bandaríkjunum síðan í desember á síðasta ári en þá lést sjö ára stúlka vegna ofþornunar og aðeins nokkrum vikum seinna lést átta ára drengur á jólanótt
Bandaríkin Gvatemala Tengdar fréttir Framkvæma læknisskoðanir eftir dauða tveggja barna 26. desember 2018 19:12 Annað barn lætur lífið í umsjá landamærayfirvalda Fyrr í mánuðinum lést hin sjö ára gamla Jakelin Caal Maquin vegna ofþornunar í umsjá landamærayfirvalda. 26. desember 2018 14:39 Segir dauðsföll barna við landamærin vera Demókrötum að kenna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld. 29. desember 2018 21:51 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Annað barn lætur lífið í umsjá landamærayfirvalda Fyrr í mánuðinum lést hin sjö ára gamla Jakelin Caal Maquin vegna ofþornunar í umsjá landamærayfirvalda. 26. desember 2018 14:39
Segir dauðsföll barna við landamærin vera Demókrötum að kenna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld. 29. desember 2018 21:51
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila