Þykir ógeðfellt að verslanir auglýsi sérstök tilboð sem gilda aðeins á verkalýðsdaginn Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 1. maí 2019 12:30 Ragnar Þór sést hér í pontu þegar verkfall VR og Eflingar stóð sem hæst í mars síðastliðnum. fréttablaðið/sigtryggur ari Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að sér þyki það ógeðfellt að sjá verslanir auglýsa sérstakan tilboðsdag í dag, á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, 1. maí. Bæði Húsgagnahöllin og Rúmfatalagerinn auglýstu tilboð sem gilda aðeins í dag í Fréttablaðinu í morgun. „Ég hef hvatt fólk til þess að sniðganga verslun á þessum degi. Mér finnst mjög ógeðfellt að sjá auglýsingar jafnvel á forsíðum stóru blaðanna að þetta sé orðinn sérstakur tilboðsdagur þessi alþjóðlegi baráttudagur verkalýðshreyfingarinnar. Mér finnst þetta reglulega ógeðfellt og ég hvet í rauninni félagsmenn og almenning að sniðganga þessi fyrirtæki í dag og jafnvel geng svo langt að sniðganga þau sjálfur almennt út af þessu uppátæki hjá sumum fyrirtækjum,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Hann segir þennan dag tilefni til þess að rífa sig upp og taka þátt í kröfugöngum og hátíðahöldum. „Þetta er dagur sem að við þurfum að taka mjög alvarlega. Við þurfum að standa saman. Þetta er dagur sem við þurfum að nota sem áminningu fyrir það sem hefur áunnist í verkalýðsbaráttunni undanfarin ár og áratugi. Sömuleiðis líka að þétta raðirnar og auka bæði stéttavitund og finna fyrir samtakamættinum,“ segir Ragnar. Margt er um að vera um land allt. Hátíðahöld fara fram í meira en 30 sveitarfélögum á landinu og stóru stéttarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru öll með kaffisamsæti eftir kröfufund á Ingólfstorgi. Í flestum sveitarfélögum landsins er eitthvað um að vera í dag og inni á vef Alþýðsambandsins má sjá yfirlit yfir hátíðarhöld og kröfugöngur. Á Akureyri mun fólk safnast saman við Alþýðuhúsið og fer kröfugangan af stað þaðan klukkan tvö. Á sama tíma fer gangan frá Alþýðuhúsinu á Ísafirði af stað og endar með dagskrá í Edinborgarhúsinu. Á Egilstöðum hófst hátíðardagskráin hálf ellefu í morgun. Í Reykjavík hefst dagskráin klukkan hálf tvö með kröfugöngu frá Hlemmi og niður Laugaveg sem endar svo á Ingólfstorgi þar sem verða ræðuhöld og skemmtun. Klukkan 12:30 hefst akstur Bifhjólasamtaka lýðveldisins. Aksturinn hefst á Laugavegi og endar hjá Bauhaus. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur ökumenn til að sýna þolinmæði, tafir gætu orðið á umferð og mælast þeir til á Facebook-síðu sinni að fólk hækki bara í útvarpinu og syngi með. Kjaramál Verkalýðsdagurinn Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Næsti fundur hjá iðnaðarmönnum og SA boðaður á fimmtudag Fundi iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins lauk í húsakynnum sáttasemjara núna á tólfta tímanum. Næsti fundur hefur verið boðaður á fimmtudagsmorgun klukkan 10 samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara. 30. apríl 2019 23:51 Fjölbreytt hátíðahöld Hátíðahöld í tilefni 1. maí verða í meira en 30 sveitarfélögum samkvæmt tilkynningu frá ASÍ. Í Reykjavík verður gengið frá Hlemmi niður á Ingólfstorg þar sem útifundur verður. Fer gangan af stað klukkan 13.30. 1. maí 2019 07:45 „Þýðir lítið að bíða með hendur í skauti eftir að einhver komi færandi hendi með krónur til launafólks“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir nýgerða samninga allt í senn málamiðlun, vopnahlé og viðunandi niðurstöðu miðað við aðstæður. Vinnunni sé langt því frá lokið og nú hefjist í raun hin eiginlega vinna við að fylgja eftir þeim málum sem samið var um fyrir tæpum mánuði síðan. 1. maí 2019 09:54 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Kröfu foreldranna vísað frá Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Vonskuveður framundan Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Taka ákvörðun í mars um hvort flokksþingi verði flýtt Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að sér þyki það ógeðfellt að sjá verslanir auglýsa sérstakan tilboðsdag í dag, á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, 1. maí. Bæði Húsgagnahöllin og Rúmfatalagerinn auglýstu tilboð sem gilda aðeins í dag í Fréttablaðinu í morgun. „Ég hef hvatt fólk til þess að sniðganga verslun á þessum degi. Mér finnst mjög ógeðfellt að sjá auglýsingar jafnvel á forsíðum stóru blaðanna að þetta sé orðinn sérstakur tilboðsdagur þessi alþjóðlegi baráttudagur verkalýðshreyfingarinnar. Mér finnst þetta reglulega ógeðfellt og ég hvet í rauninni félagsmenn og almenning að sniðganga þessi fyrirtæki í dag og jafnvel geng svo langt að sniðganga þau sjálfur almennt út af þessu uppátæki hjá sumum fyrirtækjum,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Hann segir þennan dag tilefni til þess að rífa sig upp og taka þátt í kröfugöngum og hátíðahöldum. „Þetta er dagur sem að við þurfum að taka mjög alvarlega. Við þurfum að standa saman. Þetta er dagur sem við þurfum að nota sem áminningu fyrir það sem hefur áunnist í verkalýðsbaráttunni undanfarin ár og áratugi. Sömuleiðis líka að þétta raðirnar og auka bæði stéttavitund og finna fyrir samtakamættinum,“ segir Ragnar. Margt er um að vera um land allt. Hátíðahöld fara fram í meira en 30 sveitarfélögum á landinu og stóru stéttarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru öll með kaffisamsæti eftir kröfufund á Ingólfstorgi. Í flestum sveitarfélögum landsins er eitthvað um að vera í dag og inni á vef Alþýðsambandsins má sjá yfirlit yfir hátíðarhöld og kröfugöngur. Á Akureyri mun fólk safnast saman við Alþýðuhúsið og fer kröfugangan af stað þaðan klukkan tvö. Á sama tíma fer gangan frá Alþýðuhúsinu á Ísafirði af stað og endar með dagskrá í Edinborgarhúsinu. Á Egilstöðum hófst hátíðardagskráin hálf ellefu í morgun. Í Reykjavík hefst dagskráin klukkan hálf tvö með kröfugöngu frá Hlemmi og niður Laugaveg sem endar svo á Ingólfstorgi þar sem verða ræðuhöld og skemmtun. Klukkan 12:30 hefst akstur Bifhjólasamtaka lýðveldisins. Aksturinn hefst á Laugavegi og endar hjá Bauhaus. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur ökumenn til að sýna þolinmæði, tafir gætu orðið á umferð og mælast þeir til á Facebook-síðu sinni að fólk hækki bara í útvarpinu og syngi með.
Kjaramál Verkalýðsdagurinn Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Næsti fundur hjá iðnaðarmönnum og SA boðaður á fimmtudag Fundi iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins lauk í húsakynnum sáttasemjara núna á tólfta tímanum. Næsti fundur hefur verið boðaður á fimmtudagsmorgun klukkan 10 samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara. 30. apríl 2019 23:51 Fjölbreytt hátíðahöld Hátíðahöld í tilefni 1. maí verða í meira en 30 sveitarfélögum samkvæmt tilkynningu frá ASÍ. Í Reykjavík verður gengið frá Hlemmi niður á Ingólfstorg þar sem útifundur verður. Fer gangan af stað klukkan 13.30. 1. maí 2019 07:45 „Þýðir lítið að bíða með hendur í skauti eftir að einhver komi færandi hendi með krónur til launafólks“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir nýgerða samninga allt í senn málamiðlun, vopnahlé og viðunandi niðurstöðu miðað við aðstæður. Vinnunni sé langt því frá lokið og nú hefjist í raun hin eiginlega vinna við að fylgja eftir þeim málum sem samið var um fyrir tæpum mánuði síðan. 1. maí 2019 09:54 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Kröfu foreldranna vísað frá Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Vonskuveður framundan Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Taka ákvörðun í mars um hvort flokksþingi verði flýtt Sjá meira
Næsti fundur hjá iðnaðarmönnum og SA boðaður á fimmtudag Fundi iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins lauk í húsakynnum sáttasemjara núna á tólfta tímanum. Næsti fundur hefur verið boðaður á fimmtudagsmorgun klukkan 10 samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara. 30. apríl 2019 23:51
Fjölbreytt hátíðahöld Hátíðahöld í tilefni 1. maí verða í meira en 30 sveitarfélögum samkvæmt tilkynningu frá ASÍ. Í Reykjavík verður gengið frá Hlemmi niður á Ingólfstorg þar sem útifundur verður. Fer gangan af stað klukkan 13.30. 1. maí 2019 07:45
„Þýðir lítið að bíða með hendur í skauti eftir að einhver komi færandi hendi með krónur til launafólks“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir nýgerða samninga allt í senn málamiðlun, vopnahlé og viðunandi niðurstöðu miðað við aðstæður. Vinnunni sé langt því frá lokið og nú hefjist í raun hin eiginlega vinna við að fylgja eftir þeim málum sem samið var um fyrir tæpum mánuði síðan. 1. maí 2019 09:54