Nýtt skeið er runnið upp Sigurður Hannesson skrifar 1. maí 2019 08:45 Áratugur endurreisnar efnahagslífsins er að baki og skiluðu skýr sýn og markvissar aðgerðir sterkri stöðu til að takast á við áskoranir fram undan. Tvennt stendur upp úr við endurreisn efnahagslífsins eftir fall bankanna 2008. Annars vegar er það endurskipulagning skulda þar sem heildstæð áætlun um losun fjármagnshafta vó þyngst. Hins vegar er það kröftugt viðbragð atvinnulífsins þar sem ferðaþjónusta blómstraði og varð að undirstöðugrein í útflutningi ásamt iðnaði og sjávarútvegi. Niðurstaðan af þessari markvissu uppbyggingu er sú að hagkerfið er gjörbreytt og stendur miklu sterkar nú en áður. Í sama anda á að efla samkeppnishæfnina þannig að öflugt atvinnulíf geti tryggt verðmætasköpun með tilheyrandi lífsgæðum fyrir landsmenn alla. Það þarf að gera – og verður gert – með mótun atvinnustefnu sem tengir saman stefnumótun í ólíkum málaflokkum.Sterk efnahagsleg staða Endurskipulagning skulda var þríþætt og olli algerum viðsnúningi. Með losun fjármagnshafta fékk ríkissjóður „hvalreka“ sem nam um 20% af vergri landsframleiðslu auk þess sem erlendar eignir þjóðarbúsins eru nú meiri en erlendar skuldir, í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins. Þessi staða, til viðbótar við öflugan gjaldeyrisforða, er mikilvæg festa fyrir hagkerfið. Í öðru lagi voru skuldir heimila endurskipulagðar og munaði þar mest um Leiðréttinguna. Skuldir heimilanna eru nú um 76% af vergri landsframleiðslu og hafa ekki verið lægri á þessari öld en námu 122% þegar mest var árið 2009. Í þriðja lagi voru skuldir fyrirtækja endurskipulagðar í gegnum bankakerfið og eru nú um 40% af því sem var þegar mest lét.Stöðugleiki Lífskjarasamningurinn er samsett lausn sem miðar að hærri launum, auknum sveigjanleika og lægri sköttum. Með hliðsjón af sterkari efnahagslegri stöðu eins og að framan greinir, kólnun hagkerfisins og fyrirhuguðum umbótum á húsnæðismarkaði skapast skilyrði til lækkunar vaxta líkt og seðlabankastjóri nefndi í grein sinni í Morgunblaðinu í gær. Þannig skapast skilyrði fyrir stöðugleika á næstu árum. Lífskjarasamningurinn og yfirlýsing ríkisstjórnarinnar samhliða gerð hans marka kaflaskil enda eru þeir viðbragð við breyttum aðstæðum. Hagkerfið er að kólna eftir gjöfult hagvaxtarskeið þar sem kaupmáttur hefur vaxið mikið og viðskiptakjör hafa farið versnandi. Erlend samkeppni í skjóli lægri launa, lægri vaxta og lægri skatta knýr á um hagræðingu fyrir íslenskan iðnað. Nauðsynlegt er að bregðast við svo Ísland dragist ekki aftur úr öðrum ríkjum og það verður aðeins gert með aukinni samkeppnishæfni.Eflum samkeppnishæfni Samkeppnishæfni er heimsmeistaramót þjóða í lífsgæðum enda er aukin samkeppnishæfni ávísun á aukin verðmæti. Fjórar mikilvægustu stoðir samkeppnishæfni eru menntun og mannauður, efnislegir innviðir, nýsköpun og starfsumhverfi fyrirtækja. Umbætur á þessum fjórum sviðum gagnast því öllum fyrirtækjum enda lyftast öll skip á flóði.Atvinnustefna varðar veginn Atvinnustefna er samhæfing aðgerða til þess að skapa aukin verðmæti, auka framleiðni og efla samkeppnishæfni. Um þessar mundir vinna stjórnvöld að mótun stefnu í ýmsum lykilmálaflokkum. Það er vel en við munum ekki ná árangri nema hugsa stórt og á heildstæðan hátt, líkt og við endurreisn efnahagslífsins undanfarinn áratug, þannig að stefnumótun í ólíkum málaflokkum vinni að sameiginlegu markmiði. Tengja þarf saman stefnumótun á sviði menntamála, nýsköpunar, innviðauppbyggingar og bætts starfsumhverfis fyrirtækja með það að markmiði að auka verðmætasköpun á Íslandi. Einnig þarf að horfa til orku- og loftslagsmála. Með því að læra af reynslu síðasta áratugar og hugsa heildstætt getum við bætt stöðu Íslands svo um munar. Þetta er ekki val heldur nauðsyn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Hannesson Mest lesið Halldór 30.08.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Sjá meira
Áratugur endurreisnar efnahagslífsins er að baki og skiluðu skýr sýn og markvissar aðgerðir sterkri stöðu til að takast á við áskoranir fram undan. Tvennt stendur upp úr við endurreisn efnahagslífsins eftir fall bankanna 2008. Annars vegar er það endurskipulagning skulda þar sem heildstæð áætlun um losun fjármagnshafta vó þyngst. Hins vegar er það kröftugt viðbragð atvinnulífsins þar sem ferðaþjónusta blómstraði og varð að undirstöðugrein í útflutningi ásamt iðnaði og sjávarútvegi. Niðurstaðan af þessari markvissu uppbyggingu er sú að hagkerfið er gjörbreytt og stendur miklu sterkar nú en áður. Í sama anda á að efla samkeppnishæfnina þannig að öflugt atvinnulíf geti tryggt verðmætasköpun með tilheyrandi lífsgæðum fyrir landsmenn alla. Það þarf að gera – og verður gert – með mótun atvinnustefnu sem tengir saman stefnumótun í ólíkum málaflokkum.Sterk efnahagsleg staða Endurskipulagning skulda var þríþætt og olli algerum viðsnúningi. Með losun fjármagnshafta fékk ríkissjóður „hvalreka“ sem nam um 20% af vergri landsframleiðslu auk þess sem erlendar eignir þjóðarbúsins eru nú meiri en erlendar skuldir, í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins. Þessi staða, til viðbótar við öflugan gjaldeyrisforða, er mikilvæg festa fyrir hagkerfið. Í öðru lagi voru skuldir heimila endurskipulagðar og munaði þar mest um Leiðréttinguna. Skuldir heimilanna eru nú um 76% af vergri landsframleiðslu og hafa ekki verið lægri á þessari öld en námu 122% þegar mest var árið 2009. Í þriðja lagi voru skuldir fyrirtækja endurskipulagðar í gegnum bankakerfið og eru nú um 40% af því sem var þegar mest lét.Stöðugleiki Lífskjarasamningurinn er samsett lausn sem miðar að hærri launum, auknum sveigjanleika og lægri sköttum. Með hliðsjón af sterkari efnahagslegri stöðu eins og að framan greinir, kólnun hagkerfisins og fyrirhuguðum umbótum á húsnæðismarkaði skapast skilyrði til lækkunar vaxta líkt og seðlabankastjóri nefndi í grein sinni í Morgunblaðinu í gær. Þannig skapast skilyrði fyrir stöðugleika á næstu árum. Lífskjarasamningurinn og yfirlýsing ríkisstjórnarinnar samhliða gerð hans marka kaflaskil enda eru þeir viðbragð við breyttum aðstæðum. Hagkerfið er að kólna eftir gjöfult hagvaxtarskeið þar sem kaupmáttur hefur vaxið mikið og viðskiptakjör hafa farið versnandi. Erlend samkeppni í skjóli lægri launa, lægri vaxta og lægri skatta knýr á um hagræðingu fyrir íslenskan iðnað. Nauðsynlegt er að bregðast við svo Ísland dragist ekki aftur úr öðrum ríkjum og það verður aðeins gert með aukinni samkeppnishæfni.Eflum samkeppnishæfni Samkeppnishæfni er heimsmeistaramót þjóða í lífsgæðum enda er aukin samkeppnishæfni ávísun á aukin verðmæti. Fjórar mikilvægustu stoðir samkeppnishæfni eru menntun og mannauður, efnislegir innviðir, nýsköpun og starfsumhverfi fyrirtækja. Umbætur á þessum fjórum sviðum gagnast því öllum fyrirtækjum enda lyftast öll skip á flóði.Atvinnustefna varðar veginn Atvinnustefna er samhæfing aðgerða til þess að skapa aukin verðmæti, auka framleiðni og efla samkeppnishæfni. Um þessar mundir vinna stjórnvöld að mótun stefnu í ýmsum lykilmálaflokkum. Það er vel en við munum ekki ná árangri nema hugsa stórt og á heildstæðan hátt, líkt og við endurreisn efnahagslífsins undanfarinn áratug, þannig að stefnumótun í ólíkum málaflokkum vinni að sameiginlegu markmiði. Tengja þarf saman stefnumótun á sviði menntamála, nýsköpunar, innviðauppbyggingar og bætts starfsumhverfis fyrirtækja með það að markmiði að auka verðmætasköpun á Íslandi. Einnig þarf að horfa til orku- og loftslagsmála. Með því að læra af reynslu síðasta áratugar og hugsa heildstætt getum við bætt stöðu Íslands svo um munar. Þetta er ekki val heldur nauðsyn.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun