Hótar öllu illu verði vélinni ekki skilað Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 1. maí 2019 07:15 Steven Udvar-Hazy, stjórnarformaður Air Lease Corporation. NordicPhotos/Getty Dulbúnum hótunum um búsifjar íslenskra flugfélaga og annarra íslenskra fyrirtækja sem selja ferðir til og frá Bandaríkjunum eru meðal þeirra meðala sem beitt er í deilum bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation (ALC) og Isavia. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Eru erindrekar félagsins einnig sagðir gefa stjórnendum Isavia til kynna að spjótum kunni að verða beint að þeim persónulega vegna málsins. Málið varðar flugvél í eigu ALC sem WOW air hafði á leigu en Isavia hefur kyrrsett vegna vangoldinna lendingar- og annarra flugvallagjalda flugfélagsins. Pólitísk tengsl milljarðamæringsins Steven F. Udvar-Házy, stjórnarformanns og stofnanda ALC, eru sterk í Bandaríkjunum og ná allt til ráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump. Udvar-Házy hefur ekki farið leynt með bræði sína vegna kyrrsetningar Isavia á vél ALC. Í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum fyrr í vikunni segir hann að allra leiða verði leitað til að fá kyrrsetningunni hnekkt og það muni valda miklum álitshnekki fyrir íslensk stjórnvöld. Segir hann meðal annars að leitað verði liðsinnis bandarískra stjórnvalda og stofnana Evrópusambandsins vegna málsins. Heimildir blaðsins herma að sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi hafi átt fundi hérlendis vegna málsins. Málið hefur þó ekki komið inn á borð utanríkisráðuneytisins samkvæmt svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. ALC hefur lagt fram aðfararbeiðni gegn Isavia og krefst afhendingar flugvélarinnar á þeim grunni meðal annars að engin lagaheimild sé fyrir kyrrsetningunni enda um eign þriðja aðila að ræða. Þá er því meðal annars haldið fram að engin lagaheimild sé fyrir kyrrsetningu vélarinnar þar sem flugfélagið hafi ekki haft umráð yfir vélinni þegar félagið var úrskurðað gjaldþrota. Einnig er gagnrýnt að Isavia hafi ekki gripið fyrr í taumana vegna vanefnda á greiðslu gjaldanna. Með athafnaleysinu hafi Isavia farið í bága við eigin reglur. Hin vangoldnu gjöld sem kyrrsetning hinnar umdeildu vélar grundvallast á nema um það bil tveimur milljörðum króna, en þau varða ekki nema að litlu leyti þá tilteknu vél sem kyrrsett hefur verið heldur fjölda annarra flugvéla sem WOW air hafði á leigu. Eftir framlagningu aðfararbeiðninnar sendi ALC Isavia tilboð um sátt í málinu þess efnis að ALC greiddi þau gjöld sem rekja megi beint til notkunar þeirrar tilteknu vélar sem kyrrsett er, með þeim fyrirvara þó að félagið telji enga greiðsluskyldu hvíla á félaginu. Isavia hafnaði tilboðinu skömmu eftir fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Málið verður flutt munnlega í fyrramálið og úrskurðar um kröfu ALC er að vænta síðdegis á morgun. Birtist í Fréttablaðinu Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Dulbúnum hótunum um búsifjar íslenskra flugfélaga og annarra íslenskra fyrirtækja sem selja ferðir til og frá Bandaríkjunum eru meðal þeirra meðala sem beitt er í deilum bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation (ALC) og Isavia. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Eru erindrekar félagsins einnig sagðir gefa stjórnendum Isavia til kynna að spjótum kunni að verða beint að þeim persónulega vegna málsins. Málið varðar flugvél í eigu ALC sem WOW air hafði á leigu en Isavia hefur kyrrsett vegna vangoldinna lendingar- og annarra flugvallagjalda flugfélagsins. Pólitísk tengsl milljarðamæringsins Steven F. Udvar-Házy, stjórnarformanns og stofnanda ALC, eru sterk í Bandaríkjunum og ná allt til ráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump. Udvar-Házy hefur ekki farið leynt með bræði sína vegna kyrrsetningar Isavia á vél ALC. Í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum fyrr í vikunni segir hann að allra leiða verði leitað til að fá kyrrsetningunni hnekkt og það muni valda miklum álitshnekki fyrir íslensk stjórnvöld. Segir hann meðal annars að leitað verði liðsinnis bandarískra stjórnvalda og stofnana Evrópusambandsins vegna málsins. Heimildir blaðsins herma að sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi hafi átt fundi hérlendis vegna málsins. Málið hefur þó ekki komið inn á borð utanríkisráðuneytisins samkvæmt svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. ALC hefur lagt fram aðfararbeiðni gegn Isavia og krefst afhendingar flugvélarinnar á þeim grunni meðal annars að engin lagaheimild sé fyrir kyrrsetningunni enda um eign þriðja aðila að ræða. Þá er því meðal annars haldið fram að engin lagaheimild sé fyrir kyrrsetningu vélarinnar þar sem flugfélagið hafi ekki haft umráð yfir vélinni þegar félagið var úrskurðað gjaldþrota. Einnig er gagnrýnt að Isavia hafi ekki gripið fyrr í taumana vegna vanefnda á greiðslu gjaldanna. Með athafnaleysinu hafi Isavia farið í bága við eigin reglur. Hin vangoldnu gjöld sem kyrrsetning hinnar umdeildu vélar grundvallast á nema um það bil tveimur milljörðum króna, en þau varða ekki nema að litlu leyti þá tilteknu vél sem kyrrsett hefur verið heldur fjölda annarra flugvéla sem WOW air hafði á leigu. Eftir framlagningu aðfararbeiðninnar sendi ALC Isavia tilboð um sátt í málinu þess efnis að ALC greiddi þau gjöld sem rekja megi beint til notkunar þeirrar tilteknu vélar sem kyrrsett er, með þeim fyrirvara þó að félagið telji enga greiðsluskyldu hvíla á félaginu. Isavia hafnaði tilboðinu skömmu eftir fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Málið verður flutt munnlega í fyrramálið og úrskurðar um kröfu ALC er að vænta síðdegis á morgun.
Birtist í Fréttablaðinu Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira