Feigðarflan? Ólöf Skaftadóttir skrifar 1. maí 2019 07:45 Of langt hefur verið gengið nú þegar í markaðsvæðingu grunnstoða og feigðarflan að staðfesta markaðsvæðinguna og ganga lengra í þá átt.“ Þetta og fleira í þessum dúr kemur fram í dæmalausri umsögn frá forystu Alþýðusambandsins um heitasta umræðuefnið á kaffistofunum þessi dægrin, Þriðja orkupakkann. Popúlistar þvert á flokkslínur keppast við ábyrgðarlaus upphlaup og barátta andstæðinga orkupakkans virðist, ótrúlegt en satt, öðrum þræði snúast um það að Ísland dragi sig hreinlega út úr affarasælu alþjóðasamstarfi með öllu. Jafnvel með uppsögn EES-samningsins. Undir þetta hefur hreyfing launþega nú tekið og leggst þannig á sveif með öflum sem beita öllum brögðum til þess að grafa undan samningnum. Leitun er að þeim hópi sem hefur notið jafn góðs af alþjóðasamstarfi og launþegar, og tilvalið er að rifja það upp í dag á alþjóðlegum degi verkalýðsins. Efnahagslegar og félagslegar framfarir á borð við aukna vinnuvernd, gagnsæi, neytendavernd og nútímasamkeppnislöggjöf sem færir okkur fjölbreytni og oft lægra verð eru eingöngu nokkur dæmi um þær miklu umbætur sem samningurinn hefur fært launþegum í landinu og mun vonandi áfram gera. Sem betur fer áttum við á árum áður stjórnmálamenn sem sáu hvað innri markaðurinn og sameiginleg löggjöf færðu okkur. Langstærstur hluti þeirra lífsgæða sem við teljum sjálfsögð hér á landi í dag eru tilkomin einmitt vegna samningsins. Undir eru gríðarlegir hagsmunir sem Ísland hefur af frjálsum viðskiptum, alþjóðasamstarfi og síðast en ekki síst mannréttindum. Undir er líka að ungt fólk kæri sig yfirhöfuð um að búa hér á landi, en kjósi ekki einfaldlega með fótunum. Saga verkalýðsbaráttu á Íslandi er löng og margir sigrar unnust í árdaga. En síðasta aldarfjórðunginn eða svo hafa mestar framfarir orðið í alþjóðlegri samvinnu. Hér hafa verið gengnar kröfugöngur þann 1. maí allt frá árinu 1923 og krafan er í grunninn alltaf sú sama, aukin réttindi og betri kjör fyrir vinnandi fólk – krafist er réttlátara samfélags. Síðan 1923 hefur ótrúlega margt áunnist, ekki síst fyrir tilstilli samstöðu og þrotlausrar baráttu launafólks. Fyrir það er rétt að vera þakklátur. En það er vont þegar sjálft Alþýðusambandið missir sjónar á því sem raunverulega skiptir máli fyrir fólkið í landinu. Framtíð launþega á Íslandi er best borgið í samfloti með þeim löndum sem við eigum mest saman við að sælda, löndunum á Evrópska efnahagssvæðinu. Vonandi ber launþegahreyfingin gæfu til þess að leggjast á árarnar og hafna dæmalausum og óvönduðum málflutningi andstæðinga orkupakkans fremur en að taka undir skefjalaust bullið. Fyrir launþega í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Sjá meira
Of langt hefur verið gengið nú þegar í markaðsvæðingu grunnstoða og feigðarflan að staðfesta markaðsvæðinguna og ganga lengra í þá átt.“ Þetta og fleira í þessum dúr kemur fram í dæmalausri umsögn frá forystu Alþýðusambandsins um heitasta umræðuefnið á kaffistofunum þessi dægrin, Þriðja orkupakkann. Popúlistar þvert á flokkslínur keppast við ábyrgðarlaus upphlaup og barátta andstæðinga orkupakkans virðist, ótrúlegt en satt, öðrum þræði snúast um það að Ísland dragi sig hreinlega út úr affarasælu alþjóðasamstarfi með öllu. Jafnvel með uppsögn EES-samningsins. Undir þetta hefur hreyfing launþega nú tekið og leggst þannig á sveif með öflum sem beita öllum brögðum til þess að grafa undan samningnum. Leitun er að þeim hópi sem hefur notið jafn góðs af alþjóðasamstarfi og launþegar, og tilvalið er að rifja það upp í dag á alþjóðlegum degi verkalýðsins. Efnahagslegar og félagslegar framfarir á borð við aukna vinnuvernd, gagnsæi, neytendavernd og nútímasamkeppnislöggjöf sem færir okkur fjölbreytni og oft lægra verð eru eingöngu nokkur dæmi um þær miklu umbætur sem samningurinn hefur fært launþegum í landinu og mun vonandi áfram gera. Sem betur fer áttum við á árum áður stjórnmálamenn sem sáu hvað innri markaðurinn og sameiginleg löggjöf færðu okkur. Langstærstur hluti þeirra lífsgæða sem við teljum sjálfsögð hér á landi í dag eru tilkomin einmitt vegna samningsins. Undir eru gríðarlegir hagsmunir sem Ísland hefur af frjálsum viðskiptum, alþjóðasamstarfi og síðast en ekki síst mannréttindum. Undir er líka að ungt fólk kæri sig yfirhöfuð um að búa hér á landi, en kjósi ekki einfaldlega með fótunum. Saga verkalýðsbaráttu á Íslandi er löng og margir sigrar unnust í árdaga. En síðasta aldarfjórðunginn eða svo hafa mestar framfarir orðið í alþjóðlegri samvinnu. Hér hafa verið gengnar kröfugöngur þann 1. maí allt frá árinu 1923 og krafan er í grunninn alltaf sú sama, aukin réttindi og betri kjör fyrir vinnandi fólk – krafist er réttlátara samfélags. Síðan 1923 hefur ótrúlega margt áunnist, ekki síst fyrir tilstilli samstöðu og þrotlausrar baráttu launafólks. Fyrir það er rétt að vera þakklátur. En það er vont þegar sjálft Alþýðusambandið missir sjónar á því sem raunverulega skiptir máli fyrir fólkið í landinu. Framtíð launþega á Íslandi er best borgið í samfloti með þeim löndum sem við eigum mest saman við að sælda, löndunum á Evrópska efnahagssvæðinu. Vonandi ber launþegahreyfingin gæfu til þess að leggjast á árarnar og hafna dæmalausum og óvönduðum málflutningi andstæðinga orkupakkans fremur en að taka undir skefjalaust bullið. Fyrir launþega í landinu.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun