Fjöldi nýskráninga á vanskilaskrá fer vaxandi Helgi Vífill Júlíusson skrifar 1. maí 2019 08:00 Mesta aukningin í nýskráningum vanskila er hjá fyrirtækjum í bygginga- og mannvirkjagerð. Fréttablaðið/Anton Fjöldi nýrra skráninga á vanskilaskrá hjá fyrirtækjum fer vaxandi. Hlutfallið hefur ekki verið hærra á sex mánaða tímabili undanfarin tvö ár og er nú rúmlega þrjú prósent. Þetta segir Laufey Jónsdóttir, lögfræðingur Creditinfo, og vitnar í nýja greiningu fyrirtækisins. Mesta aukningin er hjá fyrirtækjum í bygginga- og mannvirkjagerð og heild- og smásöluverslun. Hún segir að um sé að ræða vísbendingar um að farið sé að hægja á hagkerfinu og nefnir að hlutfall nýrra skráninga á vanskilaskrá hjá einstaklingum hafi einnig farið vaxandi. „Fjöldi nýskráninga á vanskilaskrá lýsir ástandinu betur en heildarfjöldi fyrirtækja á skrá,“ segir Laufey. „Sögulega hefur verið fylgni á milli nýskráninga á vanskilaskrá og efnahagsástandsins hverju sinni,“ bætir hún við. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir að aukin vanskil endurspegli breytta stöðu í efnahagslífinu. „Þetta er enn ein vísbendingin um að farið sé að hægja verulega á hagkerfinu og krefjandi tímar fram undan í rekstri margra fyrirtækja. Efnahagshorfur hafa versnað mjög hratt og ljóst að samdráttur í ferðaþjónustunni hefur víðtæk áhrif á allt efnahagslífið. Þá er líklegt að vanskil muni aukast á næstu mánuðum samfara því sem efnahagsslakinn verður meiri líkt og spár gera ráð fyrir. Rekstrarumhverfið um þessar mundir er mjög erfitt fyrir mörg fyrirtæki. Þó krónan hafi gefið lítillega eftir er hún enn mjög sterk í sögulegu samhengi sem kemur niður á samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja sem eru í erlendri samkeppni. Þá hefur launakostnaður hækkað mikið síðustu ár og langt umfram undirliggjandi framleiðni en ytri skilyrði hafa verið hagstæð og mikill hagvöxtur hefur skapað rými til að mæta slíkum launahækkunum. Nú hafa þær forsendur breyst. Hár launakostnaður samfara minnkandi hagvexti mun reynast mörgum fyrirtækjum þungbær sem þurfa þá að grípa til hagræðingar. Þá eru skattar á Íslandi enn háir og lítið svigrúm hefur verið skapað til að draga úr skattheimtu og öðrum opinberum gjöldum,“ segir hún. Að því sögðu bendir Ásdís á að viðnámsþróttur hagkerfisins sé sterkari en oft áður við upphaf niðursveiflu. „Skuldastaða einstaklinga, fyrirtækja og hins opinbera er sögulega lág. Síðustu ár hafa skuldir verið greiddar niður og hagkerfið því betur í stakk búið til að takast á við áföll. Þá skiptir ekki síður máli að svigrúm er hjá bæði hinu opinbera og Seðlabankanum til að styðja við þá aðlögun sem er fram undan. Seðlabankinn hefur nú þegar gefið mjög sterklega til kynna að stýrivextir muni lækka á næstunni auk þess sem stjórnvöld geta hæglega skapað rými í ríkisrekstri til að lækka skatta og önnur gjöld. Slíkar aðgerðir eru nauðsynlegar, einkum nú þegar efnahagsforsendur hafa nánast tekið u-beygju á mjög skömmum tíma.“ Aukin vanskil eru í nær öllum atvinnugreinum að undanskildum fyrirtækjum í fjármála- og vátryggingastarfsemi. Eins og fram hefur komið er mesta aukning á nýskráningum fyrirtækja á vanskilaskrá hjá fyrirtækjum í byggingarstarfsemi- og mannvirkjagerð eða 4,6 prósent og í heild- og smásöluverslun en þar er hlutfallið 3,6 prósent. „Mikil fjárfesting hefur verið í byggingarstarfsemi síðustu ár og skuldsetning aukist samhliða. Byggingariðnaðurinn er því kannski viðkvæmari fyrir breyttum rekstrarskilyrðum. Í raun má segja að byggingariðnaðurinn sé að auka verulega framboð fasteigna sem hefur eðlilega þau áhrif að það tekur lengri tíma að selja eignir nú en áður. Á sama tíma eru efnahagsforsendur að breytast hraðar en kannski gert hafði verið ráð fyrir, þannig að heimili og fyrirtæki halda að sér höndum. Framboð er því fyrst nú að aukast en á sama tíma er eftirspurnin minni,“ segir Ásdís. Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Fjöldi nýrra skráninga á vanskilaskrá hjá fyrirtækjum fer vaxandi. Hlutfallið hefur ekki verið hærra á sex mánaða tímabili undanfarin tvö ár og er nú rúmlega þrjú prósent. Þetta segir Laufey Jónsdóttir, lögfræðingur Creditinfo, og vitnar í nýja greiningu fyrirtækisins. Mesta aukningin er hjá fyrirtækjum í bygginga- og mannvirkjagerð og heild- og smásöluverslun. Hún segir að um sé að ræða vísbendingar um að farið sé að hægja á hagkerfinu og nefnir að hlutfall nýrra skráninga á vanskilaskrá hjá einstaklingum hafi einnig farið vaxandi. „Fjöldi nýskráninga á vanskilaskrá lýsir ástandinu betur en heildarfjöldi fyrirtækja á skrá,“ segir Laufey. „Sögulega hefur verið fylgni á milli nýskráninga á vanskilaskrá og efnahagsástandsins hverju sinni,“ bætir hún við. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir að aukin vanskil endurspegli breytta stöðu í efnahagslífinu. „Þetta er enn ein vísbendingin um að farið sé að hægja verulega á hagkerfinu og krefjandi tímar fram undan í rekstri margra fyrirtækja. Efnahagshorfur hafa versnað mjög hratt og ljóst að samdráttur í ferðaþjónustunni hefur víðtæk áhrif á allt efnahagslífið. Þá er líklegt að vanskil muni aukast á næstu mánuðum samfara því sem efnahagsslakinn verður meiri líkt og spár gera ráð fyrir. Rekstrarumhverfið um þessar mundir er mjög erfitt fyrir mörg fyrirtæki. Þó krónan hafi gefið lítillega eftir er hún enn mjög sterk í sögulegu samhengi sem kemur niður á samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja sem eru í erlendri samkeppni. Þá hefur launakostnaður hækkað mikið síðustu ár og langt umfram undirliggjandi framleiðni en ytri skilyrði hafa verið hagstæð og mikill hagvöxtur hefur skapað rými til að mæta slíkum launahækkunum. Nú hafa þær forsendur breyst. Hár launakostnaður samfara minnkandi hagvexti mun reynast mörgum fyrirtækjum þungbær sem þurfa þá að grípa til hagræðingar. Þá eru skattar á Íslandi enn háir og lítið svigrúm hefur verið skapað til að draga úr skattheimtu og öðrum opinberum gjöldum,“ segir hún. Að því sögðu bendir Ásdís á að viðnámsþróttur hagkerfisins sé sterkari en oft áður við upphaf niðursveiflu. „Skuldastaða einstaklinga, fyrirtækja og hins opinbera er sögulega lág. Síðustu ár hafa skuldir verið greiddar niður og hagkerfið því betur í stakk búið til að takast á við áföll. Þá skiptir ekki síður máli að svigrúm er hjá bæði hinu opinbera og Seðlabankanum til að styðja við þá aðlögun sem er fram undan. Seðlabankinn hefur nú þegar gefið mjög sterklega til kynna að stýrivextir muni lækka á næstunni auk þess sem stjórnvöld geta hæglega skapað rými í ríkisrekstri til að lækka skatta og önnur gjöld. Slíkar aðgerðir eru nauðsynlegar, einkum nú þegar efnahagsforsendur hafa nánast tekið u-beygju á mjög skömmum tíma.“ Aukin vanskil eru í nær öllum atvinnugreinum að undanskildum fyrirtækjum í fjármála- og vátryggingastarfsemi. Eins og fram hefur komið er mesta aukning á nýskráningum fyrirtækja á vanskilaskrá hjá fyrirtækjum í byggingarstarfsemi- og mannvirkjagerð eða 4,6 prósent og í heild- og smásöluverslun en þar er hlutfallið 3,6 prósent. „Mikil fjárfesting hefur verið í byggingarstarfsemi síðustu ár og skuldsetning aukist samhliða. Byggingariðnaðurinn er því kannski viðkvæmari fyrir breyttum rekstrarskilyrðum. Í raun má segja að byggingariðnaðurinn sé að auka verulega framboð fasteigna sem hefur eðlilega þau áhrif að það tekur lengri tíma að selja eignir nú en áður. Á sama tíma eru efnahagsforsendur að breytast hraðar en kannski gert hafði verið ráð fyrir, þannig að heimili og fyrirtæki halda að sér höndum. Framboð er því fyrst nú að aukast en á sama tíma er eftirspurnin minni,“ segir Ásdís.
Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira