Brunaútsala á áður rándýrum leikmönnum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. maí 2019 06:00 Gareth Bale kostaði Real Madrid fúlgur fjár en fer líklega frítt frá félaginu vísir/getty Nú þegar deildarkeppnir eru búnar eða að klárast í flestum löndum Evrópu þá fer fótboltinn úti í heimi að snúast um félagsskiptamarkaðinn. Eins og vanalega eru nokkur stór nöfn sem eru í boði fyrir þá sem eiga nóg af seðlum í veskinu. Manchester United vill ólmt losna við Alexis Sanchez og er félagið sagt hringja um allan heim og bjóða hann. Frétt The Times segir forráðamenn United meira að segja tilbúna til þess að borga hluta af launum Sanchez hjá öðru félagi, eins og þeir gerðu fyrir Everton þegar Wayne Rooney fór þangað fyrir tveimur árum. Walesverjinn Gareth Bale er ekki inni í myndinni hjá Zinedine Zidane og Real Madrid er sagt bjóða hann frítt. Bale er hins vegar með launakröfur sem ekki allir ráða við. Það sama má segja um Sanchez. Real vill leysa sín vandamál með því að taka inn stórstjörnurnar Eden Hazard, Kylian Mbappe og Neymar. Florentino Perez vill hins vegar losna við það að borga Bale laun fyrir að sitja á bekknum. Þá eru menn í Barcelona ekki fullkomlega ánægðir, þrátt fyrir Spánarmeistaratitil og möguleika á bikartitli, því liðið féll út úr Meistaradeildinni í undanúrslitunum. Sá sem á að taka sökina á sig, ef svo má komast að orði, og menn ætla að losa sig við er Philippe Coutinho. Brasilíumaðurinn kostaði Börsunga 120 milljónir evra fyrir átján mánuðum síðan. Það er nokkuð ljóst að hann er falur fyrir mun minni upphæð miðað við sögusagnir frá Spáni. Þá er nýkrýndur Englandsmeistari Leroy Sane til sölu ef hann skrifar ekki undir framlengingu hjá Manchester City. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira
Nú þegar deildarkeppnir eru búnar eða að klárast í flestum löndum Evrópu þá fer fótboltinn úti í heimi að snúast um félagsskiptamarkaðinn. Eins og vanalega eru nokkur stór nöfn sem eru í boði fyrir þá sem eiga nóg af seðlum í veskinu. Manchester United vill ólmt losna við Alexis Sanchez og er félagið sagt hringja um allan heim og bjóða hann. Frétt The Times segir forráðamenn United meira að segja tilbúna til þess að borga hluta af launum Sanchez hjá öðru félagi, eins og þeir gerðu fyrir Everton þegar Wayne Rooney fór þangað fyrir tveimur árum. Walesverjinn Gareth Bale er ekki inni í myndinni hjá Zinedine Zidane og Real Madrid er sagt bjóða hann frítt. Bale er hins vegar með launakröfur sem ekki allir ráða við. Það sama má segja um Sanchez. Real vill leysa sín vandamál með því að taka inn stórstjörnurnar Eden Hazard, Kylian Mbappe og Neymar. Florentino Perez vill hins vegar losna við það að borga Bale laun fyrir að sitja á bekknum. Þá eru menn í Barcelona ekki fullkomlega ánægðir, þrátt fyrir Spánarmeistaratitil og möguleika á bikartitli, því liðið féll út úr Meistaradeildinni í undanúrslitunum. Sá sem á að taka sökina á sig, ef svo má komast að orði, og menn ætla að losa sig við er Philippe Coutinho. Brasilíumaðurinn kostaði Börsunga 120 milljónir evra fyrir átján mánuðum síðan. Það er nokkuð ljóst að hann er falur fyrir mun minni upphæð miðað við sögusagnir frá Spáni. Þá er nýkrýndur Englandsmeistari Leroy Sane til sölu ef hann skrifar ekki undir framlengingu hjá Manchester City.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira