Koepka með afgerandi forystu fyrir lokahringinn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. maí 2019 23:12 Brooks Koepka vísir/getty Brooks Koepka hélt í sjö högga forystu sína á PGA meistaramótinu í golfi og þarf að misstíga sig all verulega á lokahringnum til þess að vinna mótið ekki annað árið í röð. Hringur Koepka í dag var sá lang slakasti í mótinu til þessa en hann fór á 70 höggum, eða pari vallarins. Hann er samtals á 12 höggum undir pari í mótinu. Þrátt fyrir það hélt forskot hans það sama því þeir Adam Scott og Jordan Spieth áttu verri dag heldur en Koepka og fóru á tveimur höggum yfir parið og féllu þar með niður í áttunda sæti.Perfect speed. Perfect read. Perfect putt.@BKoepka just keeps on rolling. pic.twitter.com/MtBSLkh30X — PGA TOUR (@PGATOUR) May 18, 2019 Jafnir í öðru til fimmta sæti eru Harold Varner, Jazz Janewattananond, Luke List og Dustin Johnson á fimm höggum undir pari. Skorið í dag var almennt ekki það gott, þeir Varner og Janewattananond áttu bestu hringi dagsins á þremur höggum undir pari. Norður-Írinn Rory McIlroy var á meðal hástökkvara dagsins en hann fór upp um 31 sæti þrátt fyrir að hafa farið daginn á tveimur höggum yfir pari. Hann er nú jafn í 26. sæti. Úrslit mótsins ráðast á morgun en útsending frá lokadeginum hefst á Stöð 2 Golf klukkan 18:00.How did that not go in? @TommyFleetwood1 nearly holes out from the fairway. pic.twitter.com/FYCbgnxCs7 — PGA TOUR (@PGATOUR) May 18, 2019 Golf Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Brooks Koepka hélt í sjö högga forystu sína á PGA meistaramótinu í golfi og þarf að misstíga sig all verulega á lokahringnum til þess að vinna mótið ekki annað árið í röð. Hringur Koepka í dag var sá lang slakasti í mótinu til þessa en hann fór á 70 höggum, eða pari vallarins. Hann er samtals á 12 höggum undir pari í mótinu. Þrátt fyrir það hélt forskot hans það sama því þeir Adam Scott og Jordan Spieth áttu verri dag heldur en Koepka og fóru á tveimur höggum yfir parið og féllu þar með niður í áttunda sæti.Perfect speed. Perfect read. Perfect putt.@BKoepka just keeps on rolling. pic.twitter.com/MtBSLkh30X — PGA TOUR (@PGATOUR) May 18, 2019 Jafnir í öðru til fimmta sæti eru Harold Varner, Jazz Janewattananond, Luke List og Dustin Johnson á fimm höggum undir pari. Skorið í dag var almennt ekki það gott, þeir Varner og Janewattananond áttu bestu hringi dagsins á þremur höggum undir pari. Norður-Írinn Rory McIlroy var á meðal hástökkvara dagsins en hann fór upp um 31 sæti þrátt fyrir að hafa farið daginn á tveimur höggum yfir pari. Hann er nú jafn í 26. sæti. Úrslit mótsins ráðast á morgun en útsending frá lokadeginum hefst á Stöð 2 Golf klukkan 18:00.How did that not go in? @TommyFleetwood1 nearly holes out from the fairway. pic.twitter.com/FYCbgnxCs7 — PGA TOUR (@PGATOUR) May 18, 2019
Golf Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira