Hlutur ferðamanna í áfengissölu óviss Ari Brynjólfsson skrifar 18. maí 2019 09:00 Áfengi er selt í verslun ríkisins á Keflavíkurflugvelli ásamt sælgæti, leikföngum og raftækjum. Fréttablaðið/Andri Heildarneysla á áfengi hér á landi hefur aukist töluvert á síðustu árum. Hefur það farið úr 6,7 lítrum af áfengi á íbúa 15 ára og eldri árið 2010 upp í 7,7 lítra í fyrra. Embætti landlæknis fullyrðir að áfengisneysla Íslendinga sé að aukast sem verði til þess að Ísland nái ekki markmiðum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar fyrir árið 2025 og beita þurfi verðstýringu ásamt því að takmarka aðgengi. Athygli vekur að í þessum tölum er ekki gert ráð fyrir þeim 2,2 milljónum ferðamanna sem koma til landsins.Arnar Sigurðsson, vínkaupmaður.Arnar Sigurðsson vínkaupmaður hefur farið yfir tölfræðina ásamt því að hafa lesið rannsóknir um áhrif aukins aðgengis að áfengi. Hann hafnar alfarið að þarna sé beint orsakasamhengi. „Ef við berum þetta saman við aðgengi að mat þá sjáum við að verslanir sem eru opnar allan sólarhringinn eru ekki valdur að offitu. Hvorki hjá börnum né fullorðnum,“ segir Arnar. „Það er alveg sama með áfengi. Í dag er aðgengið nánast algjört. Bæði með margföldun vínveitingastaða og Vínbúðum.“ Hann segir að þegar tekið sé mið af fjölgun ferðamanna komi í ljós að áfengisneysla fari minnkandi meðal Íslendinga þrátt fyrir aukið aðgengi. „Það stenst ekki skoðun að þær milljónir ferðamanna sem hingað koma séu allar góðtemplarar.“ Sveinbjörn Kristjánsson, verkefnastjóri hjá Landlækni, viðurkennir að ekki sé tekið mið af fjölgun ferðamanna í tölum embættisins, en á móti sé heldur ekki talið áfengi sem fólk kaupir í Fríhöfninni. „Við höfum litið á það þannig að fjölgun ferðamanna hafi ekki haft svo mikil áhrif. Þegar kemur á móti hvað Íslendingar fara mikið til útlanda, eins og nýlegar tölur sýna, þá jafnast þetta út,“ segir Sveinbjörn. „Bandarískir ferðamenn tíma ekki að kaupa sér bjór á Íslandi, nýta sér Fríhöfnina. Fólk veit þetta.“ Arnar segir tvískinnungs gæta hjá hinu opinbera. Boðaðar séu takmarkanir en á sama tíma aðgengi aukið með fjölgun Vínbúða ásamt viðamikilli starfsemi á Keflavíkurflugvelli. „Ef ríkinu er alvara með þessum málflutningi þá væri það ekki að selja áfengi á sama stað og sælgæti, raftæki og leikföng.“Sveinbjörn Kristinsson, verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu.Sveinbjörn segir bætta þjónustu Vínbúða, bæði hér á landi og á hinum Norðurlöndunum, vera viðbragð við þrýstingi áfengisiðnaðarins. „Það er varnarbarátta, til að draga úr rökum hinna að ekki sé hægt að kaupa áfengi, og eðlileg þróun.“ Það hefur margsinnis komið fram í umsögnum Landlæknisembættisins við lagafrumvörp sem snúa að áfengi, að aukið aðgengi þýði aukinn skaða af völdum áfengis. Hefur embættið ávallt lagst gegn því að bann við heimabruggun sé afnumið sem og afnám einkaleyfis ríkisins á áfengissölu. „Menn mega alveg hafa þá lífsskoðun að vilja ríkisrekstur á öllum sviðum. Þá eiga menn að segja það, ekki dulbúa það sem vísindi,“ segir Arnar. „Ég hef lesið ótal rannsóknir á þessu sviði og hvergi hef ég rekist á beint orsakasamhengi um að aukið aðgengi þýði aukna neyslu. Allt tal í bergmálshellum um að það sé margsannað er einfaldlega rangt.“ Engin dæmi séu til staðar um beint afnám einokunarverslunar á áfengi á síðustu árum. Bendir Arnar á að áhyggjur hafi verið á lofti um aukið aðgengi þegar opnunartími vínveitingastaða var gefinn frjáls í Bretlandi og á Íslandi. „Það er komin tíu ára reynsla á þetta í Bretlandi. Það var varað við auknu ofbeldi, ofdrykkju og alkóhólisma. Ekkert af þessu rættist. Það nákvæmlega sama var sagt um bjórinn á Íslandi á sínum tíma.“ Sveinbjörn segir einfaldast að bera saman Danmörku og Ísland. „Danmörk, þar sem aðgengið er mjög gott, sker sig alveg úr þegar kemur að áfengisneyslu. Það er alltaf að koma betur í ljós hvað áfengi er skaðlegt, nýjustu rannsóknir benda til að jafnvel hófleg drykkja sé skaðleg.“ Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Heildarneysla á áfengi hér á landi hefur aukist töluvert á síðustu árum. Hefur það farið úr 6,7 lítrum af áfengi á íbúa 15 ára og eldri árið 2010 upp í 7,7 lítra í fyrra. Embætti landlæknis fullyrðir að áfengisneysla Íslendinga sé að aukast sem verði til þess að Ísland nái ekki markmiðum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar fyrir árið 2025 og beita þurfi verðstýringu ásamt því að takmarka aðgengi. Athygli vekur að í þessum tölum er ekki gert ráð fyrir þeim 2,2 milljónum ferðamanna sem koma til landsins.Arnar Sigurðsson, vínkaupmaður.Arnar Sigurðsson vínkaupmaður hefur farið yfir tölfræðina ásamt því að hafa lesið rannsóknir um áhrif aukins aðgengis að áfengi. Hann hafnar alfarið að þarna sé beint orsakasamhengi. „Ef við berum þetta saman við aðgengi að mat þá sjáum við að verslanir sem eru opnar allan sólarhringinn eru ekki valdur að offitu. Hvorki hjá börnum né fullorðnum,“ segir Arnar. „Það er alveg sama með áfengi. Í dag er aðgengið nánast algjört. Bæði með margföldun vínveitingastaða og Vínbúðum.“ Hann segir að þegar tekið sé mið af fjölgun ferðamanna komi í ljós að áfengisneysla fari minnkandi meðal Íslendinga þrátt fyrir aukið aðgengi. „Það stenst ekki skoðun að þær milljónir ferðamanna sem hingað koma séu allar góðtemplarar.“ Sveinbjörn Kristjánsson, verkefnastjóri hjá Landlækni, viðurkennir að ekki sé tekið mið af fjölgun ferðamanna í tölum embættisins, en á móti sé heldur ekki talið áfengi sem fólk kaupir í Fríhöfninni. „Við höfum litið á það þannig að fjölgun ferðamanna hafi ekki haft svo mikil áhrif. Þegar kemur á móti hvað Íslendingar fara mikið til útlanda, eins og nýlegar tölur sýna, þá jafnast þetta út,“ segir Sveinbjörn. „Bandarískir ferðamenn tíma ekki að kaupa sér bjór á Íslandi, nýta sér Fríhöfnina. Fólk veit þetta.“ Arnar segir tvískinnungs gæta hjá hinu opinbera. Boðaðar séu takmarkanir en á sama tíma aðgengi aukið með fjölgun Vínbúða ásamt viðamikilli starfsemi á Keflavíkurflugvelli. „Ef ríkinu er alvara með þessum málflutningi þá væri það ekki að selja áfengi á sama stað og sælgæti, raftæki og leikföng.“Sveinbjörn Kristinsson, verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu.Sveinbjörn segir bætta þjónustu Vínbúða, bæði hér á landi og á hinum Norðurlöndunum, vera viðbragð við þrýstingi áfengisiðnaðarins. „Það er varnarbarátta, til að draga úr rökum hinna að ekki sé hægt að kaupa áfengi, og eðlileg þróun.“ Það hefur margsinnis komið fram í umsögnum Landlæknisembættisins við lagafrumvörp sem snúa að áfengi, að aukið aðgengi þýði aukinn skaða af völdum áfengis. Hefur embættið ávallt lagst gegn því að bann við heimabruggun sé afnumið sem og afnám einkaleyfis ríkisins á áfengissölu. „Menn mega alveg hafa þá lífsskoðun að vilja ríkisrekstur á öllum sviðum. Þá eiga menn að segja það, ekki dulbúa það sem vísindi,“ segir Arnar. „Ég hef lesið ótal rannsóknir á þessu sviði og hvergi hef ég rekist á beint orsakasamhengi um að aukið aðgengi þýði aukna neyslu. Allt tal í bergmálshellum um að það sé margsannað er einfaldlega rangt.“ Engin dæmi séu til staðar um beint afnám einokunarverslunar á áfengi á síðustu árum. Bendir Arnar á að áhyggjur hafi verið á lofti um aukið aðgengi þegar opnunartími vínveitingastaða var gefinn frjáls í Bretlandi og á Íslandi. „Það er komin tíu ára reynsla á þetta í Bretlandi. Það var varað við auknu ofbeldi, ofdrykkju og alkóhólisma. Ekkert af þessu rættist. Það nákvæmlega sama var sagt um bjórinn á Íslandi á sínum tíma.“ Sveinbjörn segir einfaldast að bera saman Danmörku og Ísland. „Danmörk, þar sem aðgengið er mjög gott, sker sig alveg úr þegar kemur að áfengisneyslu. Það er alltaf að koma betur í ljós hvað áfengi er skaðlegt, nýjustu rannsóknir benda til að jafnvel hófleg drykkja sé skaðleg.“
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira