Auk þess að vera hluti af rappsveitunum Reykjavíkurdætrum og CYBER er Jóhanna myndlistarkona, sem skín reyndar í gegn í tónlistarverkefnum hennar, og þá mest í sólóverkefninu Stepmom. Í því eru skilin milli gjörnings og tónlistarverkefnis afar óljós.
Jóhanna útskrifaðist einmitt úr myndlistardeild LHÍ á dögunum og sýndi gjörninginn Ungir og efnilegir fjárfestar del Nord á útskriftarsýningu á Kjarvalsstöðum.
Listann segir Jóhanna vera settan saman af lögum „til að keyra við og ekki hata sjálfan sig.“ Það sé að koma sumar og allt muni reddast.
Jóhanna hvetur fólk til að „halda áfram að reyna að hata sjálft sig minna,“ og skilar að lokum ástarkveðjum til lesenda.