1600 krónur fyrir klukkutímann á myndlistar- og reiðnámskeiðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. maí 2019 12:02 Til samanburðar kostar klukkustundin í sumarfrístund 262 kr. hjá Reykjavíkurborg. Vísir/vilhelm Verðlagseftirlit ASÍ hefur tekið saman kostnað við hin ýmsu sumarnámskeið fyrir börn sem standa foreldrum til boða. Almennt eru tækni-, list-, og reiðnámskeið dýrust en sumarfrístund (á vegum sveitarfélaga), skátar og ýmis námskeið hjá íþróttafélögunum ódýrari.Klukkutíminn dýr Kostnaður við að hafa barn á námskeiði yfir sumartímann er afar misjafn og fer eftir því hvort börn þurfa að vera allan eða hálfan daginn og hvers konar námskeið foreldrar vilja senda og/eða geta sent börn á. Námskeið í tækni/tölvum, listgreinum og reiðnámskeið eru meðal dýrustu námskeiðanna sem verðlagseftirlit ASÍ tók saman. Þannig kostar klukkutíminn á forritunarnámskeiðum hjá Skema t.d. 1.300 kr., um 1.600 kr. hjá Myndlistarskólanum í Reykjavík, 1.400 kr. í Kramhúsinu og frá 1.000 kr. upp í 1.600 krónur hjá hinum ýmsu reiðskólum. Þá kosta sumarbúðir talsverðar upphæðir þrátt fyrir að tímagjaldið sé ekki endilega svo hátt. Fimm dagar í Vatnaskógi kosta 48.900 kr. og heil vika í Ölveri 56.800. Hundraðkallar annars staðar Til samanburðar kostar klukkustundin í sumarfrístund 262 kr. hjá Reykjavíkurborg, 200 kr. hjá Seltjarnarnesbæ og 254 kr. í Hafnarfirði. Þá eru ýmis íþróttanámskeið í ódýrari kantinum og má þar nefna að klukkutíminn kostar 278 kr. á skautanámskeiði hjá Birninum/Fjölni, um 370 kr. í sumarskóla TBR (Badminton o. fl.), 288 kr. í Knattspyrnuskóla hjá Víkingi og 343 kr. í leikjanámskeiði hjá Val. Skátanámskeið eru einnig á frekar hagstæðu verði miðað við önnur námskeið en klukkutíminn á slíku námskeiði kostar um 400 kr. Ekki eru öll sveitarfélög með sumarnámskeiðum á sínum vegum. Sum sveitarfélög styrkja frístundastarf á vegum íþróttafélaga eða annarra samtaka og fyrirtækja. Úrval af sumarnámskeiðum er afar misjafnt milli sveitarfélaga og verðið einnig en það getur skipt foreldra miklu máli að sumarnámskeið séu í boði á viðráðanlegu verði.Hér má sjá allan verðsamanburð í töflu. Skoðuð voru verð á námskeiðum íþróttafélaga, á vegum íþrótta- og tómstundarráða, sveitarfélaga, skátafélaga og frjálsra félagasamtaka. Námskeiðunum í könnuninni er skipt eftir fjölda námskeiðsdaga og klukkustunda á dag. Það gjald sem gefið er upp í könnuninni er ávallt miðað við eitt stakt námskeið þannig að ekki er tekið tillit til afsláttarverðs t.d. iðkendaafsláttar eða systkinaafsláttar. „Auk þess ber að athuga að hér er aðeins um verðsamanburð að ræða og sú þjónusta eða dagskrá sem í boði er á námskeiðunum er ekki metin. Úrvalið af sumarnámskeiðum fyrir börn og unglinga er mjög mikið og þessi könnun nær aðeins yfir hluta þeirra,“ segir í tilkynningu ASÍ.Skoðuð voru verð á námskeiðum íþróttafélaga, á vegum íþrótta- og tómstundarráða, sveitarfélaga, skátafélaga og frjálsra félagasamtaka. Námskeiðunum í könnuninni er skipt eftir fjölda námskeiðsdaga og klukkustunda á dag. Það gjald sem gefið er upp í könnuninni er ávallt miðað við eitt stakt námskeið þannig að ekki er tekið tillit til afsláttarverðs t.d. iðkendaafsláttar eða systkinaafsláttar. „Auk þess ber að athuga að hér er aðeins um verðsamanburð að ræða og sú þjónusta eða dagskrá sem í boði er á námskeiðunum er ekki metin. Úrvalið af sumarnámskeiðum fyrir börn og unglinga er mjög mikið og þessi könnun nær aðeins yfir hluta þeirra,“ segir í tilkynningu ASÍ. Börn og uppeldi Neytendur Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Verðlagseftirlit ASÍ hefur tekið saman kostnað við hin ýmsu sumarnámskeið fyrir börn sem standa foreldrum til boða. Almennt eru tækni-, list-, og reiðnámskeið dýrust en sumarfrístund (á vegum sveitarfélaga), skátar og ýmis námskeið hjá íþróttafélögunum ódýrari.Klukkutíminn dýr Kostnaður við að hafa barn á námskeiði yfir sumartímann er afar misjafn og fer eftir því hvort börn þurfa að vera allan eða hálfan daginn og hvers konar námskeið foreldrar vilja senda og/eða geta sent börn á. Námskeið í tækni/tölvum, listgreinum og reiðnámskeið eru meðal dýrustu námskeiðanna sem verðlagseftirlit ASÍ tók saman. Þannig kostar klukkutíminn á forritunarnámskeiðum hjá Skema t.d. 1.300 kr., um 1.600 kr. hjá Myndlistarskólanum í Reykjavík, 1.400 kr. í Kramhúsinu og frá 1.000 kr. upp í 1.600 krónur hjá hinum ýmsu reiðskólum. Þá kosta sumarbúðir talsverðar upphæðir þrátt fyrir að tímagjaldið sé ekki endilega svo hátt. Fimm dagar í Vatnaskógi kosta 48.900 kr. og heil vika í Ölveri 56.800. Hundraðkallar annars staðar Til samanburðar kostar klukkustundin í sumarfrístund 262 kr. hjá Reykjavíkurborg, 200 kr. hjá Seltjarnarnesbæ og 254 kr. í Hafnarfirði. Þá eru ýmis íþróttanámskeið í ódýrari kantinum og má þar nefna að klukkutíminn kostar 278 kr. á skautanámskeiði hjá Birninum/Fjölni, um 370 kr. í sumarskóla TBR (Badminton o. fl.), 288 kr. í Knattspyrnuskóla hjá Víkingi og 343 kr. í leikjanámskeiði hjá Val. Skátanámskeið eru einnig á frekar hagstæðu verði miðað við önnur námskeið en klukkutíminn á slíku námskeiði kostar um 400 kr. Ekki eru öll sveitarfélög með sumarnámskeiðum á sínum vegum. Sum sveitarfélög styrkja frístundastarf á vegum íþróttafélaga eða annarra samtaka og fyrirtækja. Úrval af sumarnámskeiðum er afar misjafnt milli sveitarfélaga og verðið einnig en það getur skipt foreldra miklu máli að sumarnámskeið séu í boði á viðráðanlegu verði.Hér má sjá allan verðsamanburð í töflu. Skoðuð voru verð á námskeiðum íþróttafélaga, á vegum íþrótta- og tómstundarráða, sveitarfélaga, skátafélaga og frjálsra félagasamtaka. Námskeiðunum í könnuninni er skipt eftir fjölda námskeiðsdaga og klukkustunda á dag. Það gjald sem gefið er upp í könnuninni er ávallt miðað við eitt stakt námskeið þannig að ekki er tekið tillit til afsláttarverðs t.d. iðkendaafsláttar eða systkinaafsláttar. „Auk þess ber að athuga að hér er aðeins um verðsamanburð að ræða og sú þjónusta eða dagskrá sem í boði er á námskeiðunum er ekki metin. Úrvalið af sumarnámskeiðum fyrir börn og unglinga er mjög mikið og þessi könnun nær aðeins yfir hluta þeirra,“ segir í tilkynningu ASÍ.Skoðuð voru verð á námskeiðum íþróttafélaga, á vegum íþrótta- og tómstundarráða, sveitarfélaga, skátafélaga og frjálsra félagasamtaka. Námskeiðunum í könnuninni er skipt eftir fjölda námskeiðsdaga og klukkustunda á dag. Það gjald sem gefið er upp í könnuninni er ávallt miðað við eitt stakt námskeið þannig að ekki er tekið tillit til afsláttarverðs t.d. iðkendaafsláttar eða systkinaafsláttar. „Auk þess ber að athuga að hér er aðeins um verðsamanburð að ræða og sú þjónusta eða dagskrá sem í boði er á námskeiðunum er ekki metin. Úrvalið af sumarnámskeiðum fyrir börn og unglinga er mjög mikið og þessi könnun nær aðeins yfir hluta þeirra,“ segir í tilkynningu ASÍ.
Börn og uppeldi Neytendur Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun