Koepka jafnaði mótsmetið og leiðir eftir fyrsta dag Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. maí 2019 23:15 Brooks Koepka leiðir PGA meistaramótið, annað risamóts ársins í karlagolfinu, eftir fyrsta hring. Koepka jafnaði besta hring í sögu mótsins. Koepka kom í hús á 63 höggum á Bethpage Black vellinum í New York fylki og steig hann vart feilspor. Bandaríkjamaðurinn byrjaði af krafti og fékk fugl á fyrstu holu en hann fékk samtals sjö fugla í dag. Ekki einn skolli leit dagsins ljós og endaði hann á sjö höggum undir pari. Hann var þrátt fyrir það ósáttur með að hafa ekki náð fleiri fuglum og náð að bæta mótsmetið. „Ég hef aldrei verið með svona mikið sjálfstraust. Ég er enn að læra, læra á leikinn minn, og ég er spenntur fyrir því sem kemur á næstu árum,“ sagði Koepka sem er ríkjandi meistari á þessu móti.Effortless.@BKoepka is the first player to record 63 in back-to-back PGA Championships.#LiveUnderParpic.twitter.com/iv0DJoMbXm — PGA TOUR (@PGATOUR) May 16, 2019 Þrátt fyrir frábæran hring hjá Koepka er hann aðeins með eins höggs forskot. Nýsjálendingurinn Danny Lee fékk fleiri fugla en Koepka, hann náði átta fuglum, en hann fékk tvo skolla og er á sex höggum undir pari. Tommy Fleetwood er í þriðja sæti á þremur höggum undir pari og svo koma fimm kylfingar jafnir í fjórða sæti. Tiger Woods byrjar mótið ekki sérstaklega vel en hann lauk leik á 72 höggum eða tveimur yfir pari. Hringurinn hjá Tiger var skrautlegur en hann fékk örn á fjórðu holu og fylgdi honum eftir með þremur skollum á næstu fjórum holum. Hann fékk tvo tvöfalda skolla á hringnum. Tiger er jafn í 53. sæti eftir fyrsta keppnisdag. Par@TigerWoods just flipped the switch.pic.twitter.com/wCNCvPHnhZ — PGA TOUR (@PGATOUR) May 16, 2019 Efsti maður stigalistans á PGA mótaröðinni, Bandaríkjamaðurinn Matt Kuchar, lauk leik á pari mótsins og er jafn í 18. sæti ásamt Jon Rahm, Tony Finau, Xander Schauffele og fleirum. Útsending frá öðrum degi mótsins hefst á Stöð 2 Golf á morgun, 17. maí, klukkan 17:00. Golf Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Brooks Koepka leiðir PGA meistaramótið, annað risamóts ársins í karlagolfinu, eftir fyrsta hring. Koepka jafnaði besta hring í sögu mótsins. Koepka kom í hús á 63 höggum á Bethpage Black vellinum í New York fylki og steig hann vart feilspor. Bandaríkjamaðurinn byrjaði af krafti og fékk fugl á fyrstu holu en hann fékk samtals sjö fugla í dag. Ekki einn skolli leit dagsins ljós og endaði hann á sjö höggum undir pari. Hann var þrátt fyrir það ósáttur með að hafa ekki náð fleiri fuglum og náð að bæta mótsmetið. „Ég hef aldrei verið með svona mikið sjálfstraust. Ég er enn að læra, læra á leikinn minn, og ég er spenntur fyrir því sem kemur á næstu árum,“ sagði Koepka sem er ríkjandi meistari á þessu móti.Effortless.@BKoepka is the first player to record 63 in back-to-back PGA Championships.#LiveUnderParpic.twitter.com/iv0DJoMbXm — PGA TOUR (@PGATOUR) May 16, 2019 Þrátt fyrir frábæran hring hjá Koepka er hann aðeins með eins höggs forskot. Nýsjálendingurinn Danny Lee fékk fleiri fugla en Koepka, hann náði átta fuglum, en hann fékk tvo skolla og er á sex höggum undir pari. Tommy Fleetwood er í þriðja sæti á þremur höggum undir pari og svo koma fimm kylfingar jafnir í fjórða sæti. Tiger Woods byrjar mótið ekki sérstaklega vel en hann lauk leik á 72 höggum eða tveimur yfir pari. Hringurinn hjá Tiger var skrautlegur en hann fékk örn á fjórðu holu og fylgdi honum eftir með þremur skollum á næstu fjórum holum. Hann fékk tvo tvöfalda skolla á hringnum. Tiger er jafn í 53. sæti eftir fyrsta keppnisdag. Par@TigerWoods just flipped the switch.pic.twitter.com/wCNCvPHnhZ — PGA TOUR (@PGATOUR) May 16, 2019 Efsti maður stigalistans á PGA mótaröðinni, Bandaríkjamaðurinn Matt Kuchar, lauk leik á pari mótsins og er jafn í 18. sæti ásamt Jon Rahm, Tony Finau, Xander Schauffele og fleirum. Útsending frá öðrum degi mótsins hefst á Stöð 2 Golf á morgun, 17. maí, klukkan 17:00.
Golf Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira