41 árs og á leiðinni á sitt sjöunda heimsmeistaramót í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2019 23:00 Formiga hefur tekið þátt í sex heimsmeistaramótum og keppt á sex Ólympíuleikum. Getty/Mark Kolbe Brasilíska knattspyrnukonan Formiga mun seta nýtt met í sumar þegar hún tekur þátt í sínu sjöunda heimsmeistaramóti í fótbolta á HM í Frakklandi. Formiga er í brasilíska HM-hópnum og bætir þar með met sitt og hinnar japönsku Homare Sawa en þær voru báðar með í sjötta sinn á HM í Kanada 2015. Enginn karl eða kona hefur tekið þátt í sjö heimsmeistaramótum í stærstu íþróttagrein heims. Þrír karlar deila metinu en þeir Rafael Marquez, Antonio Carbajal og Lothar Matthaeus tóku allir þátt í fimm heimsmeistaramótumn. Formiga er leikmaður franska liðsins Paris Saint-Germain og hefur verið það frá árinu 2017 en hún hefur leikið í Bandaríkjunum og Svíþjóð auk heimalandsins.41-year-old Formiga is headed to her record 7th World Cup pic.twitter.com/XqAYgQXwLT — B/R Football (@brfootball) May 16, 2019Formiga var fyrst með á HM 1995 í Svíþjóð þá aðeins sautján ára gömul. Hún var einnig með Brasilíu á HM 1999, HM 2003, HM 2007, HM 2011 og HM 2015. Alls hefur hún spilað 24 leiki í úrslitakeppni HM. Formiga hefur einnig tekið þátt í sex Ólympíuleikum eða allt frá ÓL í Atalanta 1996 til ÓL í Ríó 2016. Formiga hætti í landsliðinu árið 2016 en tók landsliðsskóna af hilluna fyrir Suðurameríkukeppnina í fyrra. Um leið og Formiga tekur þátt í leik í sumar verður hún sú elsta til að spila á heimsmeistaramóti. Hún fæddist 3. mars 1978. Formiga er ekki eini reynsluboltinn í brasilíska HM-hópnum því Marta er á leiðinni á sitt fimmta heimsmeistaramót. Marta hefur skoraði fimmtán mörk í úrslitakeppni HM eða fleiri en nokkur önnur kona. Fyrsti leikur Brasilíu á HM 2019 verður á móti Jamaíka 9. júní en svo taka við leikir á móti Ástralíu og Ítalíu. Brasilíska kvennalandsliðið hefur aldrei náð að vinna heimsmeistaramótið en komst næst því á HM 2007 í Þýskalandi þegar liðið varð í öðru sæti. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Brasilíska knattspyrnukonan Formiga mun seta nýtt met í sumar þegar hún tekur þátt í sínu sjöunda heimsmeistaramóti í fótbolta á HM í Frakklandi. Formiga er í brasilíska HM-hópnum og bætir þar með met sitt og hinnar japönsku Homare Sawa en þær voru báðar með í sjötta sinn á HM í Kanada 2015. Enginn karl eða kona hefur tekið þátt í sjö heimsmeistaramótum í stærstu íþróttagrein heims. Þrír karlar deila metinu en þeir Rafael Marquez, Antonio Carbajal og Lothar Matthaeus tóku allir þátt í fimm heimsmeistaramótumn. Formiga er leikmaður franska liðsins Paris Saint-Germain og hefur verið það frá árinu 2017 en hún hefur leikið í Bandaríkjunum og Svíþjóð auk heimalandsins.41-year-old Formiga is headed to her record 7th World Cup pic.twitter.com/XqAYgQXwLT — B/R Football (@brfootball) May 16, 2019Formiga var fyrst með á HM 1995 í Svíþjóð þá aðeins sautján ára gömul. Hún var einnig með Brasilíu á HM 1999, HM 2003, HM 2007, HM 2011 og HM 2015. Alls hefur hún spilað 24 leiki í úrslitakeppni HM. Formiga hefur einnig tekið þátt í sex Ólympíuleikum eða allt frá ÓL í Atalanta 1996 til ÓL í Ríó 2016. Formiga hætti í landsliðinu árið 2016 en tók landsliðsskóna af hilluna fyrir Suðurameríkukeppnina í fyrra. Um leið og Formiga tekur þátt í leik í sumar verður hún sú elsta til að spila á heimsmeistaramóti. Hún fæddist 3. mars 1978. Formiga er ekki eini reynsluboltinn í brasilíska HM-hópnum því Marta er á leiðinni á sitt fimmta heimsmeistaramót. Marta hefur skoraði fimmtán mörk í úrslitakeppni HM eða fleiri en nokkur önnur kona. Fyrsti leikur Brasilíu á HM 2019 verður á móti Jamaíka 9. júní en svo taka við leikir á móti Ástralíu og Ítalíu. Brasilíska kvennalandsliðið hefur aldrei náð að vinna heimsmeistaramótið en komst næst því á HM 2007 í Þýskalandi þegar liðið varð í öðru sæti.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira