Tiger mætir úthvíldur á PGA-meistaramótið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. maí 2019 10:30 Tiger á síðasta æfingahringnum fyrir mótið. vísir/getty PGA-meistaramótið hefst í dag og Tiger Woods náði aðeins að spila níu æfingaholur fyrir mótið. Hann kaus að hvíla í gær á meðan aðrir æfðu. Umboðsmaður Tigers sagði að Tiger væri hvorki meiddur né tæpur. Hann hefði verið búinn að undirbúa sig vel og ekki þurft að spila í gær. Þetta er annað risamót ársins en eins og flestir muna gerði Tiger sér lítið fyrir og vann Masters-mótið á dögunum. Það sem fær fólk til þess að efast um hvort Tiger sé alveg líkamlega heill er sú staðreynd að hann ætlaði að spila níu holur í gær og kylfusveinninn hans beið eftir honum á vellinum. Aldrei lét þó Tiger sjá sig. Þetta kemur allt saman í ljós á eftir en mótið er í beinni á Stöð 2 Golf og hefst útsending frá mótinu klukkan 17.00. Golf Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
PGA-meistaramótið hefst í dag og Tiger Woods náði aðeins að spila níu æfingaholur fyrir mótið. Hann kaus að hvíla í gær á meðan aðrir æfðu. Umboðsmaður Tigers sagði að Tiger væri hvorki meiddur né tæpur. Hann hefði verið búinn að undirbúa sig vel og ekki þurft að spila í gær. Þetta er annað risamót ársins en eins og flestir muna gerði Tiger sér lítið fyrir og vann Masters-mótið á dögunum. Það sem fær fólk til þess að efast um hvort Tiger sé alveg líkamlega heill er sú staðreynd að hann ætlaði að spila níu holur í gær og kylfusveinninn hans beið eftir honum á vellinum. Aldrei lét þó Tiger sjá sig. Þetta kemur allt saman í ljós á eftir en mótið er í beinni á Stöð 2 Golf og hefst útsending frá mótinu klukkan 17.00.
Golf Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira