Kæra áform um gistiskýli Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. maí 2019 06:45 Reykjavíkurborg hyggst opna gistiskýli úti á Granda. Fréttablaðið/Stefán Nokkrir eigendur fasteigna á Grandanum freista þess nú að koma í veg fyrir starfrækslu gistiskýlis fyrir heimilislausa á svæðinu með kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Í nóvember samþykkti borgarráð kaup á húsnæði við Grandagarð undir gistiskýli fyrir unga heimilislausa karlmenn í verulegum vímuefnavanda. Gistiskýlið mun rúma 15 einstaklinga í einu og verða opið frá 17 síðdegis til tíu á morgnana. Krafist er ógildingar á leyfisveitingu til innréttingar gistiskýlisins með vísan til þess að starfsemin samræmist hvorki skipulagsáætlunum né lóðarleigusamningi. Borgin telur hins vegar að um þjónustustarfsemi sé að ræða og því í fullu samræmi við skipulag svæðisins. Kærendur telja starfrækslu gistiskýlis ekki samræmast þeirri starfsemi sem fyrir er á svæðinu en í kærunni er svæðinu lýst sem einu mest spennandi svæði borgarinnar undir veitinga- og verslunarstarfsemi og raunar undir allar tegundir atvinnustarfsemi, hönnunarvinnu og nýsköpunar. Fjöldi fyrirtækja á Grandanum aukist hratt, mikill áhugi sé á vannýttu húsnæði og lóðum og fjöldi gesta á svæðinu fari hratt vaxandi. Verulegum áhyggjum er lýst af því að gistiskýli falli illa að starfseminni á svæðinu og muni verða til þess að hamla frekari þróun og uppbyggingu þar. Vísað er til þess að gistiskýlið verði sérstaklega ætlað sprautufíklum og um þá segir í kærunni: „Ljóst er að slíkum hópi manna munu fylgja ýmiss konar félagsleg vandamál sem munu koma harkalega niður á þeirri starfsemi sem nú blómstrar á svæðinu.“ Ekki er þó skýrt nánar í kærunni hvernig umrædd félagsleg vandamál muni bitna á hinni blómlegu starfsemi. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Reykjavík Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Nokkrir eigendur fasteigna á Grandanum freista þess nú að koma í veg fyrir starfrækslu gistiskýlis fyrir heimilislausa á svæðinu með kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Í nóvember samþykkti borgarráð kaup á húsnæði við Grandagarð undir gistiskýli fyrir unga heimilislausa karlmenn í verulegum vímuefnavanda. Gistiskýlið mun rúma 15 einstaklinga í einu og verða opið frá 17 síðdegis til tíu á morgnana. Krafist er ógildingar á leyfisveitingu til innréttingar gistiskýlisins með vísan til þess að starfsemin samræmist hvorki skipulagsáætlunum né lóðarleigusamningi. Borgin telur hins vegar að um þjónustustarfsemi sé að ræða og því í fullu samræmi við skipulag svæðisins. Kærendur telja starfrækslu gistiskýlis ekki samræmast þeirri starfsemi sem fyrir er á svæðinu en í kærunni er svæðinu lýst sem einu mest spennandi svæði borgarinnar undir veitinga- og verslunarstarfsemi og raunar undir allar tegundir atvinnustarfsemi, hönnunarvinnu og nýsköpunar. Fjöldi fyrirtækja á Grandanum aukist hratt, mikill áhugi sé á vannýttu húsnæði og lóðum og fjöldi gesta á svæðinu fari hratt vaxandi. Verulegum áhyggjum er lýst af því að gistiskýli falli illa að starfseminni á svæðinu og muni verða til þess að hamla frekari þróun og uppbyggingu þar. Vísað er til þess að gistiskýlið verði sérstaklega ætlað sprautufíklum og um þá segir í kærunni: „Ljóst er að slíkum hópi manna munu fylgja ýmiss konar félagsleg vandamál sem munu koma harkalega niður á þeirri starfsemi sem nú blómstrar á svæðinu.“ Ekki er þó skýrt nánar í kærunni hvernig umrædd félagsleg vandamál muni bitna á hinni blómlegu starfsemi.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Reykjavík Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira