Segja Netflix sýna íslenskri kvikmynd mikinn áhuga Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2019 13:36 Aðalhluverkin í Eden eru í höndum Telmu Huldar Jóhannesdóttur og Hansel Eagle. Streymisveitan Netflix hefur sýnt nýrri íslenskri mynd mikinn áhuga. Þetta kom fram í spjalli Heimis Karlssonar og Gunnlaugs Helgasonar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem þeir ræddu við aðstandendur myndarinnar Eden. Myndin var frumsýnd í síðustu viku en hún segir frá parinu Lóu og Ólíver sem á sér stóra drauma en neyðist til að selja eiturlyf á götunni til að framfleyta sér. Um er að ræða klassíska sögu um elskendur á flótta, í ætt við Bonnie og Clyde og True Romance, en handritshöfundur og leikstjóri hennar, Snævar Sölvi Sölvason, sagðist hafa snúið hlutverkunum á hvolf. Hægt er að hlusta á spjall við þá Snævar Sölva og Hansel Eagle, annan af aðalleikurum myndarinnar, í Bítinu hér fyrir neðan.Í hinni hefðbundnu sögu um elskendur á flótta er það oftast karlinn sem er smákrimmi og konan hoppar á vagninn með honum, en í þessari mynd er það konan sem fer fyrir framgangi þeirra í undirheimunum. Er um að ræða spennumynd með afar gamansömu ívafi. Þeir sögðu viðtökurnar hér á landi með ágætum en þeirra maður í Los Angeles hefði þó tjáð þeim að myndin hefði vakið áhuga streymisveiturisans Netflix. Þá hafa aðrar streymisveitur einnig sýnt myndinni mikinn áhuga, sem gæti þýtt að myndin muni ná inn á Bandaríkja- og Kínamarkað. Hægt er að sjá stiklu úr myndinni hér fyrir neðan: Netflix Tengdar fréttir Á flótta með 60 milljónir Parið Lóa og Óliver ákveður að taka málin í sínar hendur þegar þau lenda upp á kant við undirheimaöflin. 27. febrúar 2019 09:00 Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Streymisveitan Netflix hefur sýnt nýrri íslenskri mynd mikinn áhuga. Þetta kom fram í spjalli Heimis Karlssonar og Gunnlaugs Helgasonar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem þeir ræddu við aðstandendur myndarinnar Eden. Myndin var frumsýnd í síðustu viku en hún segir frá parinu Lóu og Ólíver sem á sér stóra drauma en neyðist til að selja eiturlyf á götunni til að framfleyta sér. Um er að ræða klassíska sögu um elskendur á flótta, í ætt við Bonnie og Clyde og True Romance, en handritshöfundur og leikstjóri hennar, Snævar Sölvi Sölvason, sagðist hafa snúið hlutverkunum á hvolf. Hægt er að hlusta á spjall við þá Snævar Sölva og Hansel Eagle, annan af aðalleikurum myndarinnar, í Bítinu hér fyrir neðan.Í hinni hefðbundnu sögu um elskendur á flótta er það oftast karlinn sem er smákrimmi og konan hoppar á vagninn með honum, en í þessari mynd er það konan sem fer fyrir framgangi þeirra í undirheimunum. Er um að ræða spennumynd með afar gamansömu ívafi. Þeir sögðu viðtökurnar hér á landi með ágætum en þeirra maður í Los Angeles hefði þó tjáð þeim að myndin hefði vakið áhuga streymisveiturisans Netflix. Þá hafa aðrar streymisveitur einnig sýnt myndinni mikinn áhuga, sem gæti þýtt að myndin muni ná inn á Bandaríkja- og Kínamarkað. Hægt er að sjá stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:
Netflix Tengdar fréttir Á flótta með 60 milljónir Parið Lóa og Óliver ákveður að taka málin í sínar hendur þegar þau lenda upp á kant við undirheimaöflin. 27. febrúar 2019 09:00 Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Á flótta með 60 milljónir Parið Lóa og Óliver ákveður að taka málin í sínar hendur þegar þau lenda upp á kant við undirheimaöflin. 27. febrúar 2019 09:00