Hafnar ásökunum um tvískinnung vegna innflutnings á kjöti Ari Brynjólfsson skrifar 15. maí 2019 07:15 Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands. Fréttablaðið/Valli Forstjóri Sláturfélags Suðurlands hafnar alfarið málflutningi Félags atvinnurekenda um að það felist tvískinnungur í að flytja inn kjöt og vara við innflutningi. Líkt og greint var frá í gær gagnrýndi Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda, málflutning „Hóps um örugg matvæli“. Benti hann á þá staðreynd að nokkrir af aðstandendum auglýsingaherferðarinnar væru einnig stórtækir kjötinnflytjendur. „Tvískinnungur af þessu tagi er alls ekki trúverðugur,“ sagði Ólafur. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir Ólaf draga ranga ályktun. „Fullyrða má að það sé hagur afurðastöðva og innlends landbúnaðar að Ísland sé sjálfu sér nægt og ekki sé flutt inn kjöt. En svona er staðan ekki. Ísland hefur gert tollasamninga við Evrópusambandið sem leyfir verulegan innflutning á kjöti. Þetta kjöt verður flutt inn hvort sem mönnum líkar betur eða verr,“ segir Steinþór. „Innflutt kjöt er ekki allt eins. Það er mikill munur á lyfjanotkun og aðstæðum til kjötframleiðslu innan Evrópusambandsins en tollasamningur Íslands við ESB gerir engan greinarmun á því hvaðan kjötið kemur.“ Hann segir þær afurðastöðvar sem hann þekki til stunda ábyrgan innflutning og velja að flytja inn kjöt frá löndum þar sem lyfjanotkun er í lágmarki og því heilnæmara kjöt en hægt væri að kaupa annars staðar innan ESB á lægra verði. Mikilvægt sé að innlend stjórnvöld móti stefnu og geri kröfur um hámark lyfjanotkunar gagnvart erlendum aðilum sem hingað vilja flytja kjöt í ljósi þess að sýklalyfjaónæmar bakteríur séu ein helsta heilsufarsógn mannkyns. „Eftir því sem fólk neytir meira af kjöti eða annarri matvöru sem inniheldur sýklalyfjaónæmar bakteríur, þeim mun líklegra er að viðkomandi þrói með sér slíkt ónæmi. Það er því ástæða til að hafa áhyggjur af auknum innflutningi kjöts.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira
Forstjóri Sláturfélags Suðurlands hafnar alfarið málflutningi Félags atvinnurekenda um að það felist tvískinnungur í að flytja inn kjöt og vara við innflutningi. Líkt og greint var frá í gær gagnrýndi Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda, málflutning „Hóps um örugg matvæli“. Benti hann á þá staðreynd að nokkrir af aðstandendum auglýsingaherferðarinnar væru einnig stórtækir kjötinnflytjendur. „Tvískinnungur af þessu tagi er alls ekki trúverðugur,“ sagði Ólafur. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir Ólaf draga ranga ályktun. „Fullyrða má að það sé hagur afurðastöðva og innlends landbúnaðar að Ísland sé sjálfu sér nægt og ekki sé flutt inn kjöt. En svona er staðan ekki. Ísland hefur gert tollasamninga við Evrópusambandið sem leyfir verulegan innflutning á kjöti. Þetta kjöt verður flutt inn hvort sem mönnum líkar betur eða verr,“ segir Steinþór. „Innflutt kjöt er ekki allt eins. Það er mikill munur á lyfjanotkun og aðstæðum til kjötframleiðslu innan Evrópusambandsins en tollasamningur Íslands við ESB gerir engan greinarmun á því hvaðan kjötið kemur.“ Hann segir þær afurðastöðvar sem hann þekki til stunda ábyrgan innflutning og velja að flytja inn kjöt frá löndum þar sem lyfjanotkun er í lágmarki og því heilnæmara kjöt en hægt væri að kaupa annars staðar innan ESB á lægra verði. Mikilvægt sé að innlend stjórnvöld móti stefnu og geri kröfur um hámark lyfjanotkunar gagnvart erlendum aðilum sem hingað vilja flytja kjöt í ljósi þess að sýklalyfjaónæmar bakteríur séu ein helsta heilsufarsógn mannkyns. „Eftir því sem fólk neytir meira af kjöti eða annarri matvöru sem inniheldur sýklalyfjaónæmar bakteríur, þeim mun líklegra er að viðkomandi þrói með sér slíkt ónæmi. Það er því ástæða til að hafa áhyggjur af auknum innflutningi kjöts.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira