Séra Ólafur hunsar óskir biskups og snýr aftur til starfa Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. maí 2019 17:31 Sr. Ólafur var leystur úr embætti tímabundið í byrjun desember. Sú brottvísun var metin ólögmæt en þó er ljóst að Ólafur gerðist sekur um siðabrot gagnvart tveimur konum. Fréttablaðið/Eyþór Séra Ólafur Jóhannsson sóknarprestur í Grensáskirkju hyggst ekki verða við ósk biskups Íslands um að snúa ekki til starfa út mánuðinn, eða þangað til embætti hans verður lagt niður með sameiningu prestakalla í Fossvogi. Þá á eftir að ákveða hvernig biskup muni bregðast við siðabrotum Ólafs gegn tveimur konum og einnig ákvörðun nefndar um að brottvísun Ólafs úr embætti vegna málsins hafi verið ólögmæt.„Það er, eins og maður segir, agabrot“ Kristján Björnsson settur biskup Íslands segir í samtali við Vísi að biskup hafi óskað eftir því að Ólafur kæmi ekki til starfa út maímánuð, og þá einkum vegna þess að settur hafi verið prestur í embætti sóknarprests Grensáskirkju í hans stað. Séra María Ágústsdóttir hefur gegnt embættinu undanfarna mánuði og mun hún gegna því áfram þangað til það verður lagt niður með sameiningu Grensásprestakalls og Bústaðaprestakalls um mánaðamótin. Lögmaður Ólafs hafi hins vegar sent biskupi bréf um að Ólafur hyggist ekki virða ósk biskups um að snúa ekki aftur. „Það er, eins og maður segir, agabrot,“ segir Kristján. „Hann er þá að ákveða það meðvitað að verða ekki við ósk biskups Íslands um að snúa ekki til baka í þennan hálfa mánuð sem eftir er af tímabili hans sem sóknarprestur.“ Embætti sóknarprests Grensáskirkju verður lagt niður með sameiningu prestakallanna. Eftir 1. júní næstkomandi verður Ólafur því ekki lengur prestur í þjóðkirkjunni og þarf hann því að sækja um stöðu prests í kallinu, vilji hann starfa sem slíkur, að sögn Kristjáns. Þrír prestar munu starfa við nýtt Fossvogsprestakall, sóknarprestur séra Pálmi Matthíasson, og tveir prestar. Stöður þeirra verða auglýstar til umsóknar. Hefur fengið tiltal Þá ítrekar Kristján að siðabrot Ólafs gagnvart tveimur konum séu staðfest, bæði í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og úrskurðar- og áfrýjunarnefndum þjóðkirkjunnar. Biskup eigi þannig bæði eftir að bregðast við siðabrotum Ólafs og því áliti nefndarinnar að tímabundin brottvísun Ólafs hafi verið ólögmæt. Inntur eftir því hvort Ólafur muni koma til greina sem prestur í nýju prestakalli segir Kristján að kjörnefndir velji prestana úr hópi umsækjenda. „Það tengist framtíðarþjónustu hans að hann hefur einu sinni fengið tiltal og það er oft undanfari áminningar og það er óafgreitt hvaða afleiðingar það hefur að hann hefur brotið siðferðilega gegn tveimur konum.“ Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Segja mikilvægast að stöðva prestinn Konurnar fimm, sem kærðu sr. Ólaf Jóhannsson til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar vegna áreitni í sinn garð, segja veturinn hafa verið erfiðan. Því hafi það verið áfall að sögunum öllum hafi ekki verið trúað. 29. mars 2018 09:00 Biskupi var ekki heimilt að víkja séra Ólafi úr embætti Ákvörðun biskups Íslands um að veita séra Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, lausn frá embætti um stundarsakir var ekki réttmæt. Þetta kemur fram í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem skipuð var vegna málsins. 14. maí 2019 13:04 Séra Ólafur nýtur ekki lengur óskerts trausts Sr. Ólafur Jóhannesson braut gegn konum á kirkjulegum vettvangi. Áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar hefur komist að þessari niðurstöðu. Biskup ætlar að kanna stöðu gerandans. Sleikti kinnar kvenna og gaf fótanudd án samþykkis. 24. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Séra Ólafur Jóhannsson sóknarprestur í Grensáskirkju hyggst ekki verða við ósk biskups Íslands um að snúa ekki til starfa út mánuðinn, eða þangað til embætti hans verður lagt niður með sameiningu prestakalla í Fossvogi. Þá á eftir að ákveða hvernig biskup muni bregðast við siðabrotum Ólafs gegn tveimur konum og einnig ákvörðun nefndar um að brottvísun Ólafs úr embætti vegna málsins hafi verið ólögmæt.„Það er, eins og maður segir, agabrot“ Kristján Björnsson settur biskup Íslands segir í samtali við Vísi að biskup hafi óskað eftir því að Ólafur kæmi ekki til starfa út maímánuð, og þá einkum vegna þess að settur hafi verið prestur í embætti sóknarprests Grensáskirkju í hans stað. Séra María Ágústsdóttir hefur gegnt embættinu undanfarna mánuði og mun hún gegna því áfram þangað til það verður lagt niður með sameiningu Grensásprestakalls og Bústaðaprestakalls um mánaðamótin. Lögmaður Ólafs hafi hins vegar sent biskupi bréf um að Ólafur hyggist ekki virða ósk biskups um að snúa ekki aftur. „Það er, eins og maður segir, agabrot,“ segir Kristján. „Hann er þá að ákveða það meðvitað að verða ekki við ósk biskups Íslands um að snúa ekki til baka í þennan hálfa mánuð sem eftir er af tímabili hans sem sóknarprestur.“ Embætti sóknarprests Grensáskirkju verður lagt niður með sameiningu prestakallanna. Eftir 1. júní næstkomandi verður Ólafur því ekki lengur prestur í þjóðkirkjunni og þarf hann því að sækja um stöðu prests í kallinu, vilji hann starfa sem slíkur, að sögn Kristjáns. Þrír prestar munu starfa við nýtt Fossvogsprestakall, sóknarprestur séra Pálmi Matthíasson, og tveir prestar. Stöður þeirra verða auglýstar til umsóknar. Hefur fengið tiltal Þá ítrekar Kristján að siðabrot Ólafs gagnvart tveimur konum séu staðfest, bæði í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og úrskurðar- og áfrýjunarnefndum þjóðkirkjunnar. Biskup eigi þannig bæði eftir að bregðast við siðabrotum Ólafs og því áliti nefndarinnar að tímabundin brottvísun Ólafs hafi verið ólögmæt. Inntur eftir því hvort Ólafur muni koma til greina sem prestur í nýju prestakalli segir Kristján að kjörnefndir velji prestana úr hópi umsækjenda. „Það tengist framtíðarþjónustu hans að hann hefur einu sinni fengið tiltal og það er oft undanfari áminningar og það er óafgreitt hvaða afleiðingar það hefur að hann hefur brotið siðferðilega gegn tveimur konum.“
Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Segja mikilvægast að stöðva prestinn Konurnar fimm, sem kærðu sr. Ólaf Jóhannsson til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar vegna áreitni í sinn garð, segja veturinn hafa verið erfiðan. Því hafi það verið áfall að sögunum öllum hafi ekki verið trúað. 29. mars 2018 09:00 Biskupi var ekki heimilt að víkja séra Ólafi úr embætti Ákvörðun biskups Íslands um að veita séra Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, lausn frá embætti um stundarsakir var ekki réttmæt. Þetta kemur fram í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem skipuð var vegna málsins. 14. maí 2019 13:04 Séra Ólafur nýtur ekki lengur óskerts trausts Sr. Ólafur Jóhannesson braut gegn konum á kirkjulegum vettvangi. Áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar hefur komist að þessari niðurstöðu. Biskup ætlar að kanna stöðu gerandans. Sleikti kinnar kvenna og gaf fótanudd án samþykkis. 24. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Segja mikilvægast að stöðva prestinn Konurnar fimm, sem kærðu sr. Ólaf Jóhannsson til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar vegna áreitni í sinn garð, segja veturinn hafa verið erfiðan. Því hafi það verið áfall að sögunum öllum hafi ekki verið trúað. 29. mars 2018 09:00
Biskupi var ekki heimilt að víkja séra Ólafi úr embætti Ákvörðun biskups Íslands um að veita séra Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, lausn frá embætti um stundarsakir var ekki réttmæt. Þetta kemur fram í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem skipuð var vegna málsins. 14. maí 2019 13:04
Séra Ólafur nýtur ekki lengur óskerts trausts Sr. Ólafur Jóhannesson braut gegn konum á kirkjulegum vettvangi. Áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar hefur komist að þessari niðurstöðu. Biskup ætlar að kanna stöðu gerandans. Sleikti kinnar kvenna og gaf fótanudd án samþykkis. 24. nóvember 2018 08:00