Nýr kærasti Noregsprinsessu segir foreldra hennar elska sig Birgir Olgeirsson skrifar 14. maí 2019 08:26 Ein af myndunum sem Marta Noregsprinsessa deildi af sér og nýja kærastanum, Durek Verrett. Instagram Bandaríkjamaðurinn Durek Verrett, sem er nýr kærasti Mörtu Noregsprinsessu, stofnaði til beinnar útsendingar á Instagram í gær þar sem hann fór nánar út í það hversu mikið hann elskar Mörtu Louise og fjölskyldu hennar. Greint var frá þessu á vef norska dagblaðsins Verdens Gang í gær. „Foreldrar Mörtu elska mig og ég elska þau. Þau eru svo góðar sálir. Um það snýst þetta allt sama, góðar sálir,“ sagði Durek meðal annars. Í þessari beinu útsendingu talaði Durek einnig um tíðahvörf kvenna og taldi nauðsynlegt að hlusta betur á konur sem ganga í gegnum slíkt. Sjá einnig: Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta og lætur gagnrýnendur heyra það Sonja drottning og Haraldur Noregskonungur, foreldra Mörtu Noregsprinsessu.Vísir/EPA Durek segist afar hamingjusamur að hafa kynnst Mörtu. „Svo ekki sé minnst á að hún er valdamikil kona og allir vita að mér er umhugað um valdeflingu kvenna. Það er ekkert betra en að vera með ákveðna konu þér við hlið. Og þegar maður gerir mistök, sem ég geri, þá get ég farið til hennar og grátið í örmum hennar eins og lítið barn. Það er stórkostlegt fyrir karlmann.“ Hann bendir á að að hann eigi ættingja úr móðurætt í Fredrikstad og Oslo og að honum og Mörtu finnist eins og forfeður þeirra hafi leitt þau saman. Durek er sjálftitlaður heilari en hann hefur sagt að hann hafi erft töfralækningahæfileika sína frá ömmu sinni. Hann var staddur hér á landi þar sem hann tók þátt í pallborðsumræðu um hæfileika sína þar sem hann vék sér fimlega undan spurningum fulltrúa Vantrúar sem efaðist um lækningamátt hans. Vaknaði aftur til lífs Hann er fjörutíu og fjögurra ára í dag en þegar hann var 28 ára gamall var hann að eigin sögn greindur með ólæknandi nýrnasjúkdóm. „Ég vissi að ég myndi deyja,“ sagði Durek árið 2016. Norska dagblaðið Verdens Gang rifjar þetta upp en þar segir að sjúkdómssaga Dureks hafi verið sögð á hópfjármögnunarsíðunni Indiegogo. Þar var safnað fyrir aðgerð sem Durek átti að gangast undir. Var hann sagður þurfa á nýju nýra að halda. „Fyrir sjö árum var Durek Verrett greindur með ólæknandi nýrnabilun. Hjarta hans hætti að slá. Einn læknir hafði úrskurðað hann látinn, en annar neitaði að gefast upp og reyndi endurlífgun. Hún tókst en Durek var haldið sofandi í nokkra mánuði,“ segir í færslunni. Durek Verrett og Marta prinsessa.Instagram Durek gekkst síðar meir undir aðgerðina og fékk annað nýra frá systur sinni Angelinu. Tengdaforeldrarnir tjá sig ekki Í viðtali við YouTube-rásina Mindbodygreen fór Durek yfir þessa lífsreynslu sína, að deyja en vakna aftur til lífs. Hann sagði þetta hafa verið einskonar andlega endurreisn og þannig hafi hann fengið krafta sína. VG hefur sett sig í samband við fjölmiðlafulltrúa norsku konungsfjölskyldunnar en þaðan fást þau svör að fjölskyldan tjái sig ekki að svo stöddu. Durek og Marta munu ferðast um Noreg í næstu viku til að opinbera ást sína fyrir þjóðinni. Kóngafólk Noregur Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Nýr kærasti Noregsprinsessu vék sér fimlega undan aðgangshörðum spurningum á Íslandi Íslenskur lífefnfræðingur hefur ekki mikið álit á honum. 13. maí 2019 16:14 Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta og lætur gagnrýnendur heyra það Ég vel mér ekki mann til að þóknast ykkur eða þeim veruleika sem þið sjáið fyrir ykkur, skrifar prinsessan. 13. maí 2019 13:49 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Durek Verrett, sem er nýr kærasti Mörtu Noregsprinsessu, stofnaði til beinnar útsendingar á Instagram í gær þar sem hann fór nánar út í það hversu mikið hann elskar Mörtu Louise og fjölskyldu hennar. Greint var frá þessu á vef norska dagblaðsins Verdens Gang í gær. „Foreldrar Mörtu elska mig og ég elska þau. Þau eru svo góðar sálir. Um það snýst þetta allt sama, góðar sálir,“ sagði Durek meðal annars. Í þessari beinu útsendingu talaði Durek einnig um tíðahvörf kvenna og taldi nauðsynlegt að hlusta betur á konur sem ganga í gegnum slíkt. Sjá einnig: Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta og lætur gagnrýnendur heyra það Sonja drottning og Haraldur Noregskonungur, foreldra Mörtu Noregsprinsessu.Vísir/EPA Durek segist afar hamingjusamur að hafa kynnst Mörtu. „Svo ekki sé minnst á að hún er valdamikil kona og allir vita að mér er umhugað um valdeflingu kvenna. Það er ekkert betra en að vera með ákveðna konu þér við hlið. Og þegar maður gerir mistök, sem ég geri, þá get ég farið til hennar og grátið í örmum hennar eins og lítið barn. Það er stórkostlegt fyrir karlmann.“ Hann bendir á að að hann eigi ættingja úr móðurætt í Fredrikstad og Oslo og að honum og Mörtu finnist eins og forfeður þeirra hafi leitt þau saman. Durek er sjálftitlaður heilari en hann hefur sagt að hann hafi erft töfralækningahæfileika sína frá ömmu sinni. Hann var staddur hér á landi þar sem hann tók þátt í pallborðsumræðu um hæfileika sína þar sem hann vék sér fimlega undan spurningum fulltrúa Vantrúar sem efaðist um lækningamátt hans. Vaknaði aftur til lífs Hann er fjörutíu og fjögurra ára í dag en þegar hann var 28 ára gamall var hann að eigin sögn greindur með ólæknandi nýrnasjúkdóm. „Ég vissi að ég myndi deyja,“ sagði Durek árið 2016. Norska dagblaðið Verdens Gang rifjar þetta upp en þar segir að sjúkdómssaga Dureks hafi verið sögð á hópfjármögnunarsíðunni Indiegogo. Þar var safnað fyrir aðgerð sem Durek átti að gangast undir. Var hann sagður þurfa á nýju nýra að halda. „Fyrir sjö árum var Durek Verrett greindur með ólæknandi nýrnabilun. Hjarta hans hætti að slá. Einn læknir hafði úrskurðað hann látinn, en annar neitaði að gefast upp og reyndi endurlífgun. Hún tókst en Durek var haldið sofandi í nokkra mánuði,“ segir í færslunni. Durek Verrett og Marta prinsessa.Instagram Durek gekkst síðar meir undir aðgerðina og fékk annað nýra frá systur sinni Angelinu. Tengdaforeldrarnir tjá sig ekki Í viðtali við YouTube-rásina Mindbodygreen fór Durek yfir þessa lífsreynslu sína, að deyja en vakna aftur til lífs. Hann sagði þetta hafa verið einskonar andlega endurreisn og þannig hafi hann fengið krafta sína. VG hefur sett sig í samband við fjölmiðlafulltrúa norsku konungsfjölskyldunnar en þaðan fást þau svör að fjölskyldan tjái sig ekki að svo stöddu. Durek og Marta munu ferðast um Noreg í næstu viku til að opinbera ást sína fyrir þjóðinni.
Kóngafólk Noregur Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Nýr kærasti Noregsprinsessu vék sér fimlega undan aðgangshörðum spurningum á Íslandi Íslenskur lífefnfræðingur hefur ekki mikið álit á honum. 13. maí 2019 16:14 Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta og lætur gagnrýnendur heyra það Ég vel mér ekki mann til að þóknast ykkur eða þeim veruleika sem þið sjáið fyrir ykkur, skrifar prinsessan. 13. maí 2019 13:49 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Nýr kærasti Noregsprinsessu vék sér fimlega undan aðgangshörðum spurningum á Íslandi Íslenskur lífefnfræðingur hefur ekki mikið álit á honum. 13. maí 2019 16:14
Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta og lætur gagnrýnendur heyra það Ég vel mér ekki mann til að þóknast ykkur eða þeim veruleika sem þið sjáið fyrir ykkur, skrifar prinsessan. 13. maí 2019 13:49