Félag atvinnurekenda sakar kjötframleiðendur um tvískinnung Sighvatur Arnmundsson skrifar 14. maí 2019 06:30 Hópur um örugg matvæli varar við innflutningi á kjöti. Nordicphotos/Getty Félag atvinnurekenda (FA) gagnrýnir málflutning „Hóps um örugg matvæli“ en hópurinn hefur í auglýsingum varað við innflutningi á kjöti til landsins. Í tilkynningu frá FA er bent á þá staðreynd að nokkrir af aðstandendum auglýsingaherferðarinnar séu einnig stórtækir kjötinnflytjendur. Er þar um að ræða Sláturfélag Suðurlands, Reykjagarð, Síld og fisk, Matfugl og Kjarnafæði. Þessi fyrirtæki fengu úthlutað um þriðjungi af tollfrjálsum innflutningskvóta fyrir kjötvörur sem úthlutað var á fyrri hluta ársins, samkvæmt tollasamningi við ESB. Var þessi tollkvóti upp á tæp 470 tonn af kjötvörum. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, segir að samkvæmt málflutningi þessara fyrirtækja sé innflutt kjöt stórhættulegt og beri í sér bakteríur sem ógna lýðheilsu á Íslandi. „Í verki eru þau hins vegar stórtækir kjötinnflytjendur og sýna þannig að þau hafa engar áhyggjur af því að innflutningur ógni heilsu fólks,“ segir Ólafur. Hann segir að þessi fyrirtæki verði að fara að gera upp hug sinn. „Tvískinnungur af þessu tagi er alls ekki trúverðugur.“ Frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á fersku kjöti er nú til meðferðar hjá atvinnuveganefnd Alþingis. Markmið frumvarpsins er að Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar samkvæmt EES-samningnum. Bændasamtök Íslands sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem farið er fram á þriggja ára aðlögunartíma vegna breytinganna. Það sé nauðsynlegt þar sem nú stefni í að málið verði afgreitt. Það sé óraunhæft að boðuð aðgerðaáætlun ráðherra sem efla eigi matvælaöryggi hafi einhver áhrif fyrir gildistöku laganna í haust. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Hagsmunaaðilar kaupa samfélagsmiðlaauglýsingar gegn innflutningi á kjöti Tuttugu og þrjú fyrirtæki og samtök í landbúnaði og búvöruframleiðslu kaupa nú auglýsingar á samfélagsmiðlum eins og Facebook og Youtube. Þeim er beint gegn innflutningi á kjöti til Íslands. 8. maí 2019 20:00 Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Félag atvinnurekenda (FA) gagnrýnir málflutning „Hóps um örugg matvæli“ en hópurinn hefur í auglýsingum varað við innflutningi á kjöti til landsins. Í tilkynningu frá FA er bent á þá staðreynd að nokkrir af aðstandendum auglýsingaherferðarinnar séu einnig stórtækir kjötinnflytjendur. Er þar um að ræða Sláturfélag Suðurlands, Reykjagarð, Síld og fisk, Matfugl og Kjarnafæði. Þessi fyrirtæki fengu úthlutað um þriðjungi af tollfrjálsum innflutningskvóta fyrir kjötvörur sem úthlutað var á fyrri hluta ársins, samkvæmt tollasamningi við ESB. Var þessi tollkvóti upp á tæp 470 tonn af kjötvörum. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, segir að samkvæmt málflutningi þessara fyrirtækja sé innflutt kjöt stórhættulegt og beri í sér bakteríur sem ógna lýðheilsu á Íslandi. „Í verki eru þau hins vegar stórtækir kjötinnflytjendur og sýna þannig að þau hafa engar áhyggjur af því að innflutningur ógni heilsu fólks,“ segir Ólafur. Hann segir að þessi fyrirtæki verði að fara að gera upp hug sinn. „Tvískinnungur af þessu tagi er alls ekki trúverðugur.“ Frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á fersku kjöti er nú til meðferðar hjá atvinnuveganefnd Alþingis. Markmið frumvarpsins er að Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar samkvæmt EES-samningnum. Bændasamtök Íslands sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem farið er fram á þriggja ára aðlögunartíma vegna breytinganna. Það sé nauðsynlegt þar sem nú stefni í að málið verði afgreitt. Það sé óraunhæft að boðuð aðgerðaáætlun ráðherra sem efla eigi matvælaöryggi hafi einhver áhrif fyrir gildistöku laganna í haust.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Hagsmunaaðilar kaupa samfélagsmiðlaauglýsingar gegn innflutningi á kjöti Tuttugu og þrjú fyrirtæki og samtök í landbúnaði og búvöruframleiðslu kaupa nú auglýsingar á samfélagsmiðlum eins og Facebook og Youtube. Þeim er beint gegn innflutningi á kjöti til Íslands. 8. maí 2019 20:00 Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Hagsmunaaðilar kaupa samfélagsmiðlaauglýsingar gegn innflutningi á kjöti Tuttugu og þrjú fyrirtæki og samtök í landbúnaði og búvöruframleiðslu kaupa nú auglýsingar á samfélagsmiðlum eins og Facebook og Youtube. Þeim er beint gegn innflutningi á kjöti til Íslands. 8. maí 2019 20:00
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun