Dæmd í tíu ára fangelsi fyrir njósnir Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 13. maí 2019 21:59 Tehran borg. Myndin tengist fréttinni ekki beint. getty/Rouzbeh Fouladi Írönsk kona hefur verið dæmd í tíu ára fangelsi í Íran fyrir njósnir fyrir Bretland. Þetta kom fram í yfirlýsingu yfirvalda og er greint frá þessu á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Gholamhossein Esmaili, talsmaður dómsmálayfirvalda, sagði konuna hafa verið yfirmaður Íransdeildar British Council, sem er menningarstofnun á vegum Bretlands. Hann heldur því fram að hún hafi viðurkennt að hafa unnið með bresku leyniþjónustunni. Nafn konunnar hefur ekki verið birt en ættingi hennar sagði hana bera nafnið Aras Amiri. Hún vann fyrir British Council í Lundúnum en var tekin höndum í Íran í mars 2018. Mohsen Omrani, frændi Amiri sagði að yfirvöld hafi ásakað hana í maí á síðasta ári fyrir að hafa ógnað öryggi ríkisins. Írönsk yfirvöld hafa ásakað fjölda aðgerðarsinna, blaðamanna, einstaklinga með tvöfaldan ríkisborgararétt og erlenda ríkisborgara fyrir að ógna öryggi ríkisins síðustu ár. Omrani sagði að frænka hans, sem var stúdent í Kingston háskólanum í Lundúnum, hafi reglulega ferðast til Íran áður en hún var handtekin, án nokkurra vandræða. Bresk yfirvöld eru eins og er að reyna að frelsa aðra konu úr fangelsi í Tehran. Nazanin Zaghari-Ratcliffe er með íranskan og breskan ríkisborgararétt og afplánar nú fimm ára fangelsisvist fyrir njósnir, en hún hefur ítrekað neitað sök. Omrani segir Amiri vera haldið í sömu álmu fangelsisins og Zaghari-Ratcliffe. Á blaðamannafundi á mánudag sagði Esmaili að írönsk stúdína sem hafði verið yfir Íransdeildinni í British Council hafi verið dæmd fyrir njósnir. „Einstaklingurinn ferðaðist til landsins og notaði til þess falskt nafn í von um að endurvekja gömlu nýlendustefnuna í menningu íslamsks Íran,“ bætti hann við. British Council er alþjóðleg góðgerðarstofnun á vegum Royal Charter og vinnur með og að list og menningu, enska tungu, menntun og siðmenntuðu samfélagi. British Council fær 15% grunnframfærslu sinnar frá breska ríkinu. Engar skrifstofur eða starfsfólk er á vegum British Council í Íran og það starfar ekki innan Íran. Talskona stofnunarinnar sagði BBC að störf Amiri fælust í því að hafa samband við íranska rithöfunda og koma þeim í samband við þýðendur og að Amiri hafi aldrei ferðast til Íran á vegum stofnunarinnar Hún sagði British Council ekki hafa náð sambandi við Amiri síðan hún var handtekin, sem gerðist þegar hún var að heimsækja fjölskyldu sína í Íran. Bretland Íran Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Sjá meira
Írönsk kona hefur verið dæmd í tíu ára fangelsi í Íran fyrir njósnir fyrir Bretland. Þetta kom fram í yfirlýsingu yfirvalda og er greint frá þessu á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Gholamhossein Esmaili, talsmaður dómsmálayfirvalda, sagði konuna hafa verið yfirmaður Íransdeildar British Council, sem er menningarstofnun á vegum Bretlands. Hann heldur því fram að hún hafi viðurkennt að hafa unnið með bresku leyniþjónustunni. Nafn konunnar hefur ekki verið birt en ættingi hennar sagði hana bera nafnið Aras Amiri. Hún vann fyrir British Council í Lundúnum en var tekin höndum í Íran í mars 2018. Mohsen Omrani, frændi Amiri sagði að yfirvöld hafi ásakað hana í maí á síðasta ári fyrir að hafa ógnað öryggi ríkisins. Írönsk yfirvöld hafa ásakað fjölda aðgerðarsinna, blaðamanna, einstaklinga með tvöfaldan ríkisborgararétt og erlenda ríkisborgara fyrir að ógna öryggi ríkisins síðustu ár. Omrani sagði að frænka hans, sem var stúdent í Kingston háskólanum í Lundúnum, hafi reglulega ferðast til Íran áður en hún var handtekin, án nokkurra vandræða. Bresk yfirvöld eru eins og er að reyna að frelsa aðra konu úr fangelsi í Tehran. Nazanin Zaghari-Ratcliffe er með íranskan og breskan ríkisborgararétt og afplánar nú fimm ára fangelsisvist fyrir njósnir, en hún hefur ítrekað neitað sök. Omrani segir Amiri vera haldið í sömu álmu fangelsisins og Zaghari-Ratcliffe. Á blaðamannafundi á mánudag sagði Esmaili að írönsk stúdína sem hafði verið yfir Íransdeildinni í British Council hafi verið dæmd fyrir njósnir. „Einstaklingurinn ferðaðist til landsins og notaði til þess falskt nafn í von um að endurvekja gömlu nýlendustefnuna í menningu íslamsks Íran,“ bætti hann við. British Council er alþjóðleg góðgerðarstofnun á vegum Royal Charter og vinnur með og að list og menningu, enska tungu, menntun og siðmenntuðu samfélagi. British Council fær 15% grunnframfærslu sinnar frá breska ríkinu. Engar skrifstofur eða starfsfólk er á vegum British Council í Íran og það starfar ekki innan Íran. Talskona stofnunarinnar sagði BBC að störf Amiri fælust í því að hafa samband við íranska rithöfunda og koma þeim í samband við þýðendur og að Amiri hafi aldrei ferðast til Íran á vegum stofnunarinnar Hún sagði British Council ekki hafa náð sambandi við Amiri síðan hún var handtekin, sem gerðist þegar hún var að heimsækja fjölskyldu sína í Íran.
Bretland Íran Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Sjá meira