Gunnar Bragi hafði alla helgina til að skrifa minnihlutaálit Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. maí 2019 18:30 Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir ekkert hæft í þeirri staðhæfingu Miðflokksmanna að málsmeðferð utanríkismálanefndar vegna þriðja orkupakkans hafi verið óboðleg. Logi hrósar formanni nefndarinnar fyrir fagleg vinnubrögð. Meirihluti utanríkismálanefndar Alþingis afgreiddi í dag álit vegna þingsályktunartillögu utanríkisráðherra vegna þriðja orkupakkans. Tillagan var samþykkt með öllum atkvæðum nema einu, atkvæði Miðflokksins og verður önnur umræða um tillöguna á Alþingi á morgun. Miðflokkurinn sendi frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem segir að aðeins sé gefinn einn dagur til þess að leggja fram minnihlutaálit. Það sé óeðlilega skammur tími. Svo segir: „Það má ljóst vera að ætlunin er að þröngva málinu í gegnum Alþingi á sem skemmstum tíma þrátt fyrir að málið valdi mörgum áhyggjum og mikil andstaða sé við það meðal þjóðarinnar.“ Á fundi utanríkismálanefndar á föstudag voru þingmenn í nefndinni upplýstir um að unnið yrði álit vegna þingsályktunartillögunnar sem yrði lagt fram í dag. Gunnar Bragi Sveinsson, fulltrúi Miðflokksins í utanríkismálanefnd, hafði því alla helgina til að vinna minnihlutaálit en gerði það ekki. Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð hafa skipst á að sitja fundi nefndarinnar að undanförnu. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í utanríkismálanefnd Alþingis. Vísir/EyþórLogi Einarsson formaður Samfylkinngarinnar og fulltrúi flokksins í utanríkismálanefnd segir ekkert hæft í þeirri staðhæfingu að upplýsingagjöf til þingmanna í nefndinni hafi verið ábótavant. „Mér finnst formaður nefndarinnar, Áslaug Arna, hafa haldið alveg sérstaklega vel á þessu máli. Það voru allir upplýstir um það að þeir gætu sent inn beiðni um gesti og það voru margir fundir og margir gestir. Við höfum tekið langan tíma í þetta. Það var tilkynnt á föstudag að málið yrði tekið út á mánudag, það kæmi nefndarálit þá og síðan yrði málið tekið fljótlega á dagskrá. Þannig að ég get ekki séð að það sé neitt að þessum vinnubrögðum,“ segir Logi Einarsson. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir ekkert hæft í þeirri staðhæfingu Miðflokksmanna að málsmeðferð utanríkismálanefndar vegna þriðja orkupakkans hafi verið óboðleg. Logi hrósar formanni nefndarinnar fyrir fagleg vinnubrögð. Meirihluti utanríkismálanefndar Alþingis afgreiddi í dag álit vegna þingsályktunartillögu utanríkisráðherra vegna þriðja orkupakkans. Tillagan var samþykkt með öllum atkvæðum nema einu, atkvæði Miðflokksins og verður önnur umræða um tillöguna á Alþingi á morgun. Miðflokkurinn sendi frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem segir að aðeins sé gefinn einn dagur til þess að leggja fram minnihlutaálit. Það sé óeðlilega skammur tími. Svo segir: „Það má ljóst vera að ætlunin er að þröngva málinu í gegnum Alþingi á sem skemmstum tíma þrátt fyrir að málið valdi mörgum áhyggjum og mikil andstaða sé við það meðal þjóðarinnar.“ Á fundi utanríkismálanefndar á föstudag voru þingmenn í nefndinni upplýstir um að unnið yrði álit vegna þingsályktunartillögunnar sem yrði lagt fram í dag. Gunnar Bragi Sveinsson, fulltrúi Miðflokksins í utanríkismálanefnd, hafði því alla helgina til að vinna minnihlutaálit en gerði það ekki. Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð hafa skipst á að sitja fundi nefndarinnar að undanförnu. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í utanríkismálanefnd Alþingis. Vísir/EyþórLogi Einarsson formaður Samfylkinngarinnar og fulltrúi flokksins í utanríkismálanefnd segir ekkert hæft í þeirri staðhæfingu að upplýsingagjöf til þingmanna í nefndinni hafi verið ábótavant. „Mér finnst formaður nefndarinnar, Áslaug Arna, hafa haldið alveg sérstaklega vel á þessu máli. Það voru allir upplýstir um það að þeir gætu sent inn beiðni um gesti og það voru margir fundir og margir gestir. Við höfum tekið langan tíma í þetta. Það var tilkynnt á föstudag að málið yrði tekið út á mánudag, það kæmi nefndarálit þá og síðan yrði málið tekið fljótlega á dagskrá. Þannig að ég get ekki séð að það sé neitt að þessum vinnubrögðum,“ segir Logi Einarsson.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira