Farþegum fækkaði um fjórðung fyrsta mánuðinn án WOW air Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2019 17:00 Skiptifarþegum fækkað sérstaklega mikið í Keflavík eftir fall Wow air. Fréttablaðið/Anton Brink Rúmlega fjórðungsfækkun var á farþegum sem fóru um Keflavíkurflugvöll í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Það var fyrsti mánuðurinn eftir gjaldþrot WOW air í lok mars. Skiptifarþegum sem fóru um flugvöllinn fækkaði um helming á milli ára, samkvæmt tölum Isavia. Alls fóru 474.519 farþegar um Keflavíkurflugvöll í apríl. Það var 27% fækkun frá því í apríl í fyrra þegar 649.973 fóru um völlinn. Rúm 2,1 milljón farþega hefur farið um flugvöllinn á fyrstu fjórum mánuðum ársins, rúmlega 300.000 færri en á sama tímabili í fyrra. Stærsti hluti fækkunarinnar er vegna samdráttar í skiptifarþegum á milli ára. Þannig voru skiptifarþegar sem fóru um Keflavíkurflugvöll rúmlega 253 þúsund í apríl í fyrra en rúmlega 119 þúsund í ár. Það er fækkun um 52% á milli ára. Á sama tíma fækkaði komu- og brottfararfarþegum um 10,4%. Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia, skýrist fækkunin helst af þeirri staðreynd að stór hluti af farþegum Wow air hafi verið skiptifarþegar. Í farþegaspá Isavia fyrir þetta ár sem var gefin út fyrir fall WOW air hafi þegar verið gert ráð fyrir fækkun skiptifarþega miðað við árið 2018. Það hafi verið vegna fækkunar áfangastaða og flugvéla WOW air. Í talningu Ferðamálastofu og Isavia fyrir apríl, sem nær ekki til flestra skiptifarþega, sem birt var í síðustu viku kom fram að brottförum erlendra farþega frá landinu fækkaði um 18,5% á milli ára. Erlendum farþegum hafi fækkað um 7,9% á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Ferðum Íslendinga um völlinn fjölgaði engu að síður um 15,4% í apríl samkvæmt þeim tölum. Frá áramótum hefur brottförum Íslendinga þó fækkað um 1,8%. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Rúmlega fjórðungsfækkun var á farþegum sem fóru um Keflavíkurflugvöll í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Það var fyrsti mánuðurinn eftir gjaldþrot WOW air í lok mars. Skiptifarþegum sem fóru um flugvöllinn fækkaði um helming á milli ára, samkvæmt tölum Isavia. Alls fóru 474.519 farþegar um Keflavíkurflugvöll í apríl. Það var 27% fækkun frá því í apríl í fyrra þegar 649.973 fóru um völlinn. Rúm 2,1 milljón farþega hefur farið um flugvöllinn á fyrstu fjórum mánuðum ársins, rúmlega 300.000 færri en á sama tímabili í fyrra. Stærsti hluti fækkunarinnar er vegna samdráttar í skiptifarþegum á milli ára. Þannig voru skiptifarþegar sem fóru um Keflavíkurflugvöll rúmlega 253 þúsund í apríl í fyrra en rúmlega 119 þúsund í ár. Það er fækkun um 52% á milli ára. Á sama tíma fækkaði komu- og brottfararfarþegum um 10,4%. Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia, skýrist fækkunin helst af þeirri staðreynd að stór hluti af farþegum Wow air hafi verið skiptifarþegar. Í farþegaspá Isavia fyrir þetta ár sem var gefin út fyrir fall WOW air hafi þegar verið gert ráð fyrir fækkun skiptifarþega miðað við árið 2018. Það hafi verið vegna fækkunar áfangastaða og flugvéla WOW air. Í talningu Ferðamálastofu og Isavia fyrir apríl, sem nær ekki til flestra skiptifarþega, sem birt var í síðustu viku kom fram að brottförum erlendra farþega frá landinu fækkaði um 18,5% á milli ára. Erlendum farþegum hafi fækkað um 7,9% á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Ferðum Íslendinga um völlinn fjölgaði engu að síður um 15,4% í apríl samkvæmt þeim tölum. Frá áramótum hefur brottförum Íslendinga þó fækkað um 1,8%.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira