Krummalaupur á Selfossi með sex ungum í beinni útsendingu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. maí 2019 19:30 Krummapar á Selfossi vekur athygli um allan heim því það er í beinni útsendingu allan sólarhringinn í laup, sem það bjó til við verslun Byko. Nú eru komnir sex ungar í laupinn og braggast þeir vel. Þetta er fimmta vorið í röð sem krummapar kemur uppi laupi ofan við skilti Byko á Selfossi. Misjafn hefur verið eftir árum hvað ungarnir eru margir en nú hafa öll met verið slegin því þeir eru sex talsins. Vefmyndavél er við laupinn þannig að það er hægt að fylgjast með foreldrunum fóðra ungana sína og sjá hvernig þeir braggast allan sólarhringinn. „Okkur sýnist að það séu sex ungar þetta árið, það er með meira móti, þeir hafa verið þrír til fimm, þannig að sex er vel gert“, segir Gunnar Bjarki Rúnarsson verslunarstjóri. Gunnar er ánægður með hvað fuglinn er duglegur að koma sér upp laupi við Bykoskiltið og koma þar upp ungum vor eftir vor. „Já, þeim finnst gott að vera hérna heima hjá sér enda eru þeir alltaf velkomnir hérna, þeim líður greinilega mjög vel hjá okkur.“Sex ungar eru í laupnum þar sem þeir láta fara vel um sig en það gæti orðið þröngt um þá þegar þeir stækka.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Það er meira en nóg að gera hjá foreldrunum að koma með fæði fyrir ungana sína. „Já, það virðist alveg vera full vinna fyrir tvo eins og bara á öllum heimilum að koma þessu til lífs og sex ungar eru ansi mikið, þannig að það er mikið að gera hjá þeim.“ Gunnar segir að fólk alls staðar úr heiminum fylgist með beinu útsendingunni úr laupnum. „Já, það er mikil aðsókn hérna af ferðamönnum og fólk fylgst með okkur út um allan heim, fólk í Þýskalandi hefur t.d. gríðarlegan áhuga á þessu og það er alveg beðið eftir því að við setjum streymið í gang og ansi margir fylgjendur.“ Að sögn Gunnars fylgjast þúsundir manna með beinu útsendingunni úr Laupnum í hverri viku, auk Íslendinga og Þjóðverja, er mikill áhugi frá löndum eins og Bandaríkjunum, Ástralíu, Danmörku, Finnlandi og Kanada.Hægt er að fylgjast með beinu útsendingunni hér. Árborg Dýr Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Sjá meira
Krummapar á Selfossi vekur athygli um allan heim því það er í beinni útsendingu allan sólarhringinn í laup, sem það bjó til við verslun Byko. Nú eru komnir sex ungar í laupinn og braggast þeir vel. Þetta er fimmta vorið í röð sem krummapar kemur uppi laupi ofan við skilti Byko á Selfossi. Misjafn hefur verið eftir árum hvað ungarnir eru margir en nú hafa öll met verið slegin því þeir eru sex talsins. Vefmyndavél er við laupinn þannig að það er hægt að fylgjast með foreldrunum fóðra ungana sína og sjá hvernig þeir braggast allan sólarhringinn. „Okkur sýnist að það séu sex ungar þetta árið, það er með meira móti, þeir hafa verið þrír til fimm, þannig að sex er vel gert“, segir Gunnar Bjarki Rúnarsson verslunarstjóri. Gunnar er ánægður með hvað fuglinn er duglegur að koma sér upp laupi við Bykoskiltið og koma þar upp ungum vor eftir vor. „Já, þeim finnst gott að vera hérna heima hjá sér enda eru þeir alltaf velkomnir hérna, þeim líður greinilega mjög vel hjá okkur.“Sex ungar eru í laupnum þar sem þeir láta fara vel um sig en það gæti orðið þröngt um þá þegar þeir stækka.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Það er meira en nóg að gera hjá foreldrunum að koma með fæði fyrir ungana sína. „Já, það virðist alveg vera full vinna fyrir tvo eins og bara á öllum heimilum að koma þessu til lífs og sex ungar eru ansi mikið, þannig að það er mikið að gera hjá þeim.“ Gunnar segir að fólk alls staðar úr heiminum fylgist með beinu útsendingunni úr laupnum. „Já, það er mikil aðsókn hérna af ferðamönnum og fólk fylgst með okkur út um allan heim, fólk í Þýskalandi hefur t.d. gríðarlegan áhuga á þessu og það er alveg beðið eftir því að við setjum streymið í gang og ansi margir fylgjendur.“ Að sögn Gunnars fylgjast þúsundir manna með beinu útsendingunni úr Laupnum í hverri viku, auk Íslendinga og Þjóðverja, er mikill áhugi frá löndum eins og Bandaríkjunum, Ástralíu, Danmörku, Finnlandi og Kanada.Hægt er að fylgjast með beinu útsendingunni hér.
Árborg Dýr Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Sjá meira