Þrátt fyrir ungan aldur voru þær að gefa út sína aðra breiðskífu fyrir rúmum mánuði síðan, og ber hún titilinn Í glimmerheimi. Fyrri platan er samnefnd sveitinni og kom út fyrir rétt rúmu ári.
Tónlistin er gáskafull og kraftmikil, og nýtur sín einkar vel á tryllingslegum tónleikum sveitarinnar.
GRÓA er hluti listakollektívsins post-dreifingar, sem hefur staðið að baki útgáfna fjölda ungra listamanna undanfarin ár og vekur sífellt meiri eftirtekt.
Á laugardaginn spila þær á fjáröflunartónleikum fyrir flóttafólk á Íslandi á Kex Hostel, ásamt JóaPé og Króla, Korteri í flog og sideproject.
Fögur bjögun og taktfastur tryllingur einkenna lagalistann, sem inniheldur allt frá PC Music-tengdu rafmaníustjörnunni SOPHIE yfir í óhljóðarokk Sonic Youth.