Útiliðið græðir miklu meira á oddaleik í handboltanum en í körfunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2019 15:45 Eyjamenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn eftr sigur í oddaleik í Schenker-höllinni fyrir fimm árum. vísir/stefán Á morgun fer fram oddaleikur á milli Hauka og ÍBV í úrslitakeppni Olís deildar karla í handbolta en hann fer fram einni viku eftir oddaleik KR og ÍR í úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta. Það var troðfullt í DHL-höll þeirra KR-inga á laugardaginn var og það verður örugglega líka mjög vel mætt í Schenkerhöll Haukanna á morgun. Það er aftur á móti eitt sem er mjög ólíkt milli þessara oddaleikja. Á meðan KR-ingar fengu alla innkomuna frá sínum oddaleik um síðustu helgi þá þurfa Haukar að skipta tekjunum með ÍBV eftir leikinn á morgun. KR-ingar þurftu reyndar að borga allan dómarakostnað á leiknum sínum en í handboltanum teljast ferðakostnaður Eyjamanna til Hafnarfjarðar til kostnaðar við leikinn þegar allt er gert upp. Þetta kemur vel fram í reglugerð HSÍ um handknattleiksmót en þar stendur: „Ef kemur til oddaleiks í úrslitakeppni eða umspili skal ágóða eða tapi af hverjum leik skal skipta jafnt milli leikaðila. Ferðakostnaður til og frá leikstað, skal teljast með kostnaði vegna leiks og skiptast jafnt á leikaðila. Gestaliðið skal leggja fram sönnun fyrir útlögðum ferðakostnaði. Ferðakostnaður getur verið kostnaður vegna allt að 19 manns hjá meistaraflokkum, þ.e. 14 leikmenn, starfsmenn A, B, C og D og einum stjórnarmanni. Húsaleiga skal aldrei verða meiri en 10% af aðgangseyri. Heimalið skal hafa til ráðstöfunar 50% af aðgöngumiðafjölda og gestir 50%. Gestir skulu skila óseldum miðum a.m.k. 1. klst. fyrir leik.“ Á þessu sést að útiliðið í oddaleikjum græðir miklu meira á oddaleiknum í handboltanum en það gerir í körfunni. „Félög hirða tekjur af heimaleikjum sínum í Íslandsmóti og þau bera einnig allan kostnað vegna framkvæmdar hans. Lið sem leikur á útivelli í Íslandsmóti ber allan kostnað vegna ferðalaga leikmanna,“ segir í reglugerð KKÍ. ÍR-ingar þurftu því bæði að sætta sig við silfur og að KR-ingarnir tóku allar tekjur af oddaleiknum um síðustu helgi. Eyjamenn munu hins vegar eflaust fá heilmikið í kassann verði vel mætt á Ásvelli á morgun. Dominos-deild karla Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Á morgun fer fram oddaleikur á milli Hauka og ÍBV í úrslitakeppni Olís deildar karla í handbolta en hann fer fram einni viku eftir oddaleik KR og ÍR í úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta. Það var troðfullt í DHL-höll þeirra KR-inga á laugardaginn var og það verður örugglega líka mjög vel mætt í Schenkerhöll Haukanna á morgun. Það er aftur á móti eitt sem er mjög ólíkt milli þessara oddaleikja. Á meðan KR-ingar fengu alla innkomuna frá sínum oddaleik um síðustu helgi þá þurfa Haukar að skipta tekjunum með ÍBV eftir leikinn á morgun. KR-ingar þurftu reyndar að borga allan dómarakostnað á leiknum sínum en í handboltanum teljast ferðakostnaður Eyjamanna til Hafnarfjarðar til kostnaðar við leikinn þegar allt er gert upp. Þetta kemur vel fram í reglugerð HSÍ um handknattleiksmót en þar stendur: „Ef kemur til oddaleiks í úrslitakeppni eða umspili skal ágóða eða tapi af hverjum leik skal skipta jafnt milli leikaðila. Ferðakostnaður til og frá leikstað, skal teljast með kostnaði vegna leiks og skiptast jafnt á leikaðila. Gestaliðið skal leggja fram sönnun fyrir útlögðum ferðakostnaði. Ferðakostnaður getur verið kostnaður vegna allt að 19 manns hjá meistaraflokkum, þ.e. 14 leikmenn, starfsmenn A, B, C og D og einum stjórnarmanni. Húsaleiga skal aldrei verða meiri en 10% af aðgangseyri. Heimalið skal hafa til ráðstöfunar 50% af aðgöngumiðafjölda og gestir 50%. Gestir skulu skila óseldum miðum a.m.k. 1. klst. fyrir leik.“ Á þessu sést að útiliðið í oddaleikjum græðir miklu meira á oddaleiknum í handboltanum en það gerir í körfunni. „Félög hirða tekjur af heimaleikjum sínum í Íslandsmóti og þau bera einnig allan kostnað vegna framkvæmdar hans. Lið sem leikur á útivelli í Íslandsmóti ber allan kostnað vegna ferðalaga leikmanna,“ segir í reglugerð KKÍ. ÍR-ingar þurftu því bæði að sætta sig við silfur og að KR-ingarnir tóku allar tekjur af oddaleiknum um síðustu helgi. Eyjamenn munu hins vegar eflaust fá heilmikið í kassann verði vel mætt á Ásvelli á morgun.
Dominos-deild karla Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira