Hagstofan spáir samdrætti í fyrsta sinn síðan 2010 Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. maí 2019 10:14 Útflutningshorfur hafa versnað eftir fall WOW air. Vísir/Vilhelm Minnkandi útflutningur mun verða þess valdandi að í fyrsta skipti frá árinu 2010 mun verg landsframleiðsla dragast saman í ár. Í nýrri þjóðhagspá Hagstofunnar fyrir árin 2019 til 2024, sem birtist í morgun, er reiknað með 0,2 prósent samdrætti í ár en að hagkerfið vaxi um 2,6 prósent á næsta ári, sem skýrist af bata í útflutningi og fjárfestingu. Síðasta spá Hagstofunnar, sem birtist í febrúar, gerði ráð fyrir hagvexti í ár sem næmi 1,7 prósentum. Ljóst er að vaxtarviðsnúningurinn er töluverður en hagvöxtur síðasta árs var 4,6 prósent. Einkaneysla jókst um 4,8 prósent, samneysla um 3,3 prósent og fjármunamyndun jókst um 2,1 prósent. Útflutningur jókst um 1,6 prósent en innflutningur um 0,1 prósent. Útflutningshorfurnar hafa hins vegar versnað talsvert með gjaldþroti WOW air og staðfestingu á að enginn loðnukvóti verði fyrir fiskveiðiárið, að sögn Hagstofunnar. Spáð er 2,5 prósent samdrætti útflutnings í ár sem má að mestu rekja til samdráttar þjónustuútflutnings en einnig eru horfur á nokkrum samdrætti í útflutningi sjávarafurða. Ísland sé hins vegar ennþá vinsæll áfangastaður ferðamanna og reiknar Hagstofan því með hóflegum bata útflutnings á næstu árum, vöxturinn verði t.d. 2,5 prósent á næsta ári. Einkaneysla mun að sama skapi dragast saman um næstum helming í ár ef marka má hagspána. Gert er ráð fyrir að hann verði 2,4 prósent árið 2019. „Mögulegt er að fyrstu mánuðir ársins hafi einkennst af varúðarsparnaði vegna óvissu um niðurstöðu kjarasamninga, sem hefur nú að mestu verið eytt. Meiri raunhækkun launa ásamt fyrirhuguðum breytingum á hlutfalli tekjuskatts styðja við vöxt einkaneyslunnar seinna á spátímabilinu,“ segir í útskýringu Hafstofunnar.Atvinnuleysi og verðbólga eykst Stofnunin gerir að sama skapi ráð fyrir því að verðbólga aukist, þrátt fyrir að talið sé að nýundirritaðir kjarasamningar muni ekki hafa mikil áhrif á verðlag. Útlit er fyrir að verðbólga verði að meðaltali 3,4 prósent í ár og 3,2 prósent árið 2020 en eftir það er reiknað með að verðbólga nálgist verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Þá er spáð að spenna minnki á vinnumarkaði og atvinnuleysi aukist á þessu ári, þá helst vegna gjaldþrots WOW air og áhrifa þess á þjónustuútflutning. Hagstofan áætlar að hægja muni á innflutningi erlends vinnuafls næstu árin vegna minni efnahagsumsvifa. Atvinnuleysi var 3 prósent að meðaltali á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar, en áætlað er að yfir 1.600 manns hafi orðið atvinnulausir í lok mars. Búist er við því að atvinnuleysi verði um 3,7 prósent að meðaltali í ár og 3,8 prósent árið 2020.Hagspána má nálgast í heild sinni hér. Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Sjá meira
Minnkandi útflutningur mun verða þess valdandi að í fyrsta skipti frá árinu 2010 mun verg landsframleiðsla dragast saman í ár. Í nýrri þjóðhagspá Hagstofunnar fyrir árin 2019 til 2024, sem birtist í morgun, er reiknað með 0,2 prósent samdrætti í ár en að hagkerfið vaxi um 2,6 prósent á næsta ári, sem skýrist af bata í útflutningi og fjárfestingu. Síðasta spá Hagstofunnar, sem birtist í febrúar, gerði ráð fyrir hagvexti í ár sem næmi 1,7 prósentum. Ljóst er að vaxtarviðsnúningurinn er töluverður en hagvöxtur síðasta árs var 4,6 prósent. Einkaneysla jókst um 4,8 prósent, samneysla um 3,3 prósent og fjármunamyndun jókst um 2,1 prósent. Útflutningur jókst um 1,6 prósent en innflutningur um 0,1 prósent. Útflutningshorfurnar hafa hins vegar versnað talsvert með gjaldþroti WOW air og staðfestingu á að enginn loðnukvóti verði fyrir fiskveiðiárið, að sögn Hagstofunnar. Spáð er 2,5 prósent samdrætti útflutnings í ár sem má að mestu rekja til samdráttar þjónustuútflutnings en einnig eru horfur á nokkrum samdrætti í útflutningi sjávarafurða. Ísland sé hins vegar ennþá vinsæll áfangastaður ferðamanna og reiknar Hagstofan því með hóflegum bata útflutnings á næstu árum, vöxturinn verði t.d. 2,5 prósent á næsta ári. Einkaneysla mun að sama skapi dragast saman um næstum helming í ár ef marka má hagspána. Gert er ráð fyrir að hann verði 2,4 prósent árið 2019. „Mögulegt er að fyrstu mánuðir ársins hafi einkennst af varúðarsparnaði vegna óvissu um niðurstöðu kjarasamninga, sem hefur nú að mestu verið eytt. Meiri raunhækkun launa ásamt fyrirhuguðum breytingum á hlutfalli tekjuskatts styðja við vöxt einkaneyslunnar seinna á spátímabilinu,“ segir í útskýringu Hafstofunnar.Atvinnuleysi og verðbólga eykst Stofnunin gerir að sama skapi ráð fyrir því að verðbólga aukist, þrátt fyrir að talið sé að nýundirritaðir kjarasamningar muni ekki hafa mikil áhrif á verðlag. Útlit er fyrir að verðbólga verði að meðaltali 3,4 prósent í ár og 3,2 prósent árið 2020 en eftir það er reiknað með að verðbólga nálgist verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Þá er spáð að spenna minnki á vinnumarkaði og atvinnuleysi aukist á þessu ári, þá helst vegna gjaldþrots WOW air og áhrifa þess á þjónustuútflutning. Hagstofan áætlar að hægja muni á innflutningi erlends vinnuafls næstu árin vegna minni efnahagsumsvifa. Atvinnuleysi var 3 prósent að meðaltali á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar, en áætlað er að yfir 1.600 manns hafi orðið atvinnulausir í lok mars. Búist er við því að atvinnuleysi verði um 3,7 prósent að meðaltali í ár og 3,8 prósent árið 2020.Hagspána má nálgast í heild sinni hér.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Sjá meira