Kröfu ALC vegna Wow-vélarinnar vísað frá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. maí 2019 14:41 Flugvélin sem um ræðir hefur beðið á Keflavíkurflugvelli um nokkurt skeið. Vísir/Vilhelm Kröfu bandaríska flugvélaleigasalans ALC um að kyrrsetningu Isavia á Airbus-flugvél leigusalans verði aflétt hefur verið vísað frá af Héraðsdómi Reykjaness. Í byrjun mánaðarins komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að Isavia hefði heimild samkvæmt loftferðarlögum til þess að kyrrsetja Airbus vélar ALC við gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins við Isavia, um tvo milljarða króna. Var það niðurstaða dómsins að Isavia væri heimilt að hamla för flugvélarinnar TF-GPA frá Keflavíkurflugvelli á meðan gjöld tengd þeirri flugvél væru ógreidd en ekki vegna ógreiddra annarra gjalda WOW air við Isavia vegna flugvéla í eigu þriðja aðila. Isavia kærði úrskurðinn til Landsréttar.Reiddu fram milljónirnar og lögðu fram aðra aðfararbeiðni Eftir að úrskurður héraðsdóms lá fyrir greiddi reiddi ALC Isavia um 87 milljónir króna sem flugvélaleigan taldi að væri sá hluti skuldar Wow air sem væri tilkominn vegna þotunnar. Þá lagði það fram aðra aðfararbeiðni um að fá þotuna afhenta en þeirri aðfararbeiðni var vísað frá í dag.Það var snjór úti þegar vélin var kyrrsett í mars.Vísir/VilhelmÍ síðastu viku tók Landsréttur fyrir kæru Isavia og komst að þeirri niðurstöðu að Isavia væri heimilt að hamla för flugvélar WOW air frá Keflavíkurflugvelli, sem er í eigu flugvélaleigusalans ALC, og nota hana sem tryggingu fyrir greiðslu þeirra gjalda sem flugfélagið skuldaði Isavia, um tvo milljarða króna.Sjá einnig: „Við viljum mjög gjarnan að þessi flugvél fari að fljúga sem allra fyrst“ Í úrskurði héraðsdóms frá því í dag, sem Vísir hefur undir höndum, segir að þar sem niðurstaða í fyrra máli ALC gegn Isavia hafi verið staðfest í Landsrétti verði að vísa seinni aðfararbeiðninni frá dómi með vísan til 2. mgr. 116. greinar laga um meðferð einkamála þar sem segir að krafa sem hafi verið dæmd að efni til verði ekki borin aftur undir sama eða hliðsettan dómstól framar en segir í lögum þessum. Nýju máli um slíka kröfu skuli vísað frá dómi. Eftir að niðurstaða Landsréttar lá fyrir sagði Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, í samtali við Vísi að fyrirtækið liti svo á Isavia megi þannig halda flugvélinni, TF-GPA, fyrir allri skuld WOW air við Isavia, sem nemur sem fyrr segir tveimur milljörðum króna. ALC þurfi því að reiða fram milljarðana til að losa þotuna. Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir ALC segist hafa tapað 67 milljónum vegna kyrrsetningar Isavia Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið ALC segist hafa tapað sem nemur 67 milljónum króna vegna kyrrsetningar Isavia á farþegaþotu sem WOW air var með á leigu. Eftir tíu daga nemi tapið sömu upphæð og WOW air skuldaði vegna vélarinnar. 17. maí 2019 18:45 „Við viljum mjög gjarnan að þessi flugvél fari að fljúga sem allra fyrst“ Framkvæmdastjóri Isavia segir að fyrirtækið vilji koma flugvél WOW air, sem er í eigu flugvélaleigufyrirtækisins ALC, og hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðan í mars, í loftið sem allra fyrst. Hann fagnar úrskurði Landsréttar, sem féll Isavia í vil í dag. 24. maí 2019 20:44 Isavia mátti halda WOW-vélinni fyrir tveggja milljarða skuld Landsréttur komst að þessari niðurstöðu í dag og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun mánaðar. 24. maí 2019 17:52 Kyrrsetta Wow þotan leigð til Englands Airbus A321 farþegaþotunni, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli vegna tveggja milljarða króna skuldar hins gjaldþrota WOW air, hefur verið stefnt til Englands. 29. maí 2019 06:00 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Sjá meira
Kröfu bandaríska flugvélaleigasalans ALC um að kyrrsetningu Isavia á Airbus-flugvél leigusalans verði aflétt hefur verið vísað frá af Héraðsdómi Reykjaness. Í byrjun mánaðarins komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að Isavia hefði heimild samkvæmt loftferðarlögum til þess að kyrrsetja Airbus vélar ALC við gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins við Isavia, um tvo milljarða króna. Var það niðurstaða dómsins að Isavia væri heimilt að hamla för flugvélarinnar TF-GPA frá Keflavíkurflugvelli á meðan gjöld tengd þeirri flugvél væru ógreidd en ekki vegna ógreiddra annarra gjalda WOW air við Isavia vegna flugvéla í eigu þriðja aðila. Isavia kærði úrskurðinn til Landsréttar.Reiddu fram milljónirnar og lögðu fram aðra aðfararbeiðni Eftir að úrskurður héraðsdóms lá fyrir greiddi reiddi ALC Isavia um 87 milljónir króna sem flugvélaleigan taldi að væri sá hluti skuldar Wow air sem væri tilkominn vegna þotunnar. Þá lagði það fram aðra aðfararbeiðni um að fá þotuna afhenta en þeirri aðfararbeiðni var vísað frá í dag.Það var snjór úti þegar vélin var kyrrsett í mars.Vísir/VilhelmÍ síðastu viku tók Landsréttur fyrir kæru Isavia og komst að þeirri niðurstöðu að Isavia væri heimilt að hamla för flugvélar WOW air frá Keflavíkurflugvelli, sem er í eigu flugvélaleigusalans ALC, og nota hana sem tryggingu fyrir greiðslu þeirra gjalda sem flugfélagið skuldaði Isavia, um tvo milljarða króna.Sjá einnig: „Við viljum mjög gjarnan að þessi flugvél fari að fljúga sem allra fyrst“ Í úrskurði héraðsdóms frá því í dag, sem Vísir hefur undir höndum, segir að þar sem niðurstaða í fyrra máli ALC gegn Isavia hafi verið staðfest í Landsrétti verði að vísa seinni aðfararbeiðninni frá dómi með vísan til 2. mgr. 116. greinar laga um meðferð einkamála þar sem segir að krafa sem hafi verið dæmd að efni til verði ekki borin aftur undir sama eða hliðsettan dómstól framar en segir í lögum þessum. Nýju máli um slíka kröfu skuli vísað frá dómi. Eftir að niðurstaða Landsréttar lá fyrir sagði Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, í samtali við Vísi að fyrirtækið liti svo á Isavia megi þannig halda flugvélinni, TF-GPA, fyrir allri skuld WOW air við Isavia, sem nemur sem fyrr segir tveimur milljörðum króna. ALC þurfi því að reiða fram milljarðana til að losa þotuna.
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir ALC segist hafa tapað 67 milljónum vegna kyrrsetningar Isavia Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið ALC segist hafa tapað sem nemur 67 milljónum króna vegna kyrrsetningar Isavia á farþegaþotu sem WOW air var með á leigu. Eftir tíu daga nemi tapið sömu upphæð og WOW air skuldaði vegna vélarinnar. 17. maí 2019 18:45 „Við viljum mjög gjarnan að þessi flugvél fari að fljúga sem allra fyrst“ Framkvæmdastjóri Isavia segir að fyrirtækið vilji koma flugvél WOW air, sem er í eigu flugvélaleigufyrirtækisins ALC, og hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðan í mars, í loftið sem allra fyrst. Hann fagnar úrskurði Landsréttar, sem féll Isavia í vil í dag. 24. maí 2019 20:44 Isavia mátti halda WOW-vélinni fyrir tveggja milljarða skuld Landsréttur komst að þessari niðurstöðu í dag og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun mánaðar. 24. maí 2019 17:52 Kyrrsetta Wow þotan leigð til Englands Airbus A321 farþegaþotunni, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli vegna tveggja milljarða króna skuldar hins gjaldþrota WOW air, hefur verið stefnt til Englands. 29. maí 2019 06:00 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Sjá meira
ALC segist hafa tapað 67 milljónum vegna kyrrsetningar Isavia Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið ALC segist hafa tapað sem nemur 67 milljónum króna vegna kyrrsetningar Isavia á farþegaþotu sem WOW air var með á leigu. Eftir tíu daga nemi tapið sömu upphæð og WOW air skuldaði vegna vélarinnar. 17. maí 2019 18:45
„Við viljum mjög gjarnan að þessi flugvél fari að fljúga sem allra fyrst“ Framkvæmdastjóri Isavia segir að fyrirtækið vilji koma flugvél WOW air, sem er í eigu flugvélaleigufyrirtækisins ALC, og hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðan í mars, í loftið sem allra fyrst. Hann fagnar úrskurði Landsréttar, sem féll Isavia í vil í dag. 24. maí 2019 20:44
Isavia mátti halda WOW-vélinni fyrir tveggja milljarða skuld Landsréttur komst að þessari niðurstöðu í dag og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun mánaðar. 24. maí 2019 17:52
Kyrrsetta Wow þotan leigð til Englands Airbus A321 farþegaþotunni, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli vegna tveggja milljarða króna skuldar hins gjaldþrota WOW air, hefur verið stefnt til Englands. 29. maí 2019 06:00