Fjögur ráðuneyti vinna tillögur vegna vaxandi ógnar af skipulagðri glæpastarfsemi Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 29. maí 2019 12:15 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra. vísir/vilhelm Heildarhættustig varðandi skipulagaða glæpastarfsemi er merkt sem gífurleg áhætta í nýrri skýrslu greiningardeilda ríkislögreglustjóra sem birt var í gær. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa þegar brugðist við niðurstöðum skýrslunnar og fyrirsjánlegri þróun þessara mála með því að skipa sérstakan samráðshóp sem skilgreina á nauðsynlegar aðgerðir. Í hópnum sitja fulltrúar dómsmálaráðuneytis, forsætisráðuneytis, félagsmálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis og eiga niðurstöður að liggja fyrir innan nokkurra mánaða. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, segir að samráðshópurinn muni vinna tillögur varðandi það hvernig bregðast megi við stöðunni. „Það skiptir líka máli að halda því til haga að Ísland er eitt öruggasta ríki í heimi til að búa í þannig að þrátt fyrir að skýrslan sé svört og það kallar auðvitað á viðbrögð þá þarf samt að horfa á þetta í því samhengi og til viðbótar þarf líka að horfa til þess að við höfum auðvitað verið í miklum aðgerðum innan dómsmálaráðuneytisins undanfarin misseri,“ segir Þórdís. Þórdís segir að þegar hafi verið gripið til ýmissa aðgerða til að mæta skipulagðri brotastarfsemi en umfangsmiklar breytingar hafa verið gerðar á löggjöf, stjórnsýslueftirliti, greiningum og sakamálarannsóknum vegna gruns um peningaþvætti. Þá hefur landamæraeftirlit þegar verið eflt með fjölgun landamæravarða og upplýsingatækni til að auka öryggi landamæra. Auk þess var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu veittar 80 milljónir króna til að efla löggæslu vegna skipulagðrar brotastarfsemi. „Ég lít svo á að þessi greiningardeild skipti verulegu máli til þess að fylgjast með þessari stöðu. En við þurfum þá líka að vera tilbúin til þess að bregðast við til þess að geta lagað það sem þarna er kallað eftir sem er aðallega það að það sé meiri mannafli til að fara í þessa frumkvæðisathuganir af því að mannaflinn er mikið í því að rannsaka mál sem koma upp,“ segir ráðherra. Dómsmálaráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi á Alþingi til laga um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi sem mun auðvelda mjög upplýsingaskipti milli stofnana í löggæslutilgangi. Ráðherra kynnti á dögunum áherslur stjórnvalda gegn mansali sem nú er verið að hrinda í framkvæmd ásamt nýrri löggæsluáætlun sem miðar að því að byggja upp og efla alla löggæslu í landinu á faglegan og gagnsæjan hátt. „Það var auðvitað skorið niður verulega eftir hrun og við höfum, líka til að halda því til haga, lagt verulega fjármuni í löggæslumál undanfarin ár. En það er alveg rétt að það er skoðun allra sem að málum koma að það þurfi frekari fjármuni. Af því að við erum sammála um að það er frumskylda ríkisins að tryggja öryggi borgara og löggæsla nægilega fjármögnuð að þá er kannski kominn tími til að hugsa um í hvað eru peningarnir að fara og þurfum við kannski sem samfélag sem setur þúsund milljarða í fjárlög að forgangsraða enn frekar í þau verkefni sem eru raunverulega grunnhlutverk ríkisins að sinna,“ segir Þórdís. Viðtalið við hana má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, dómsmálaráðherra, vegna skýrslu ríkislögreglustjóra um skipulagða brotastarfsemi Lögreglan Lögreglumál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Glæpastarfsemi ein alvarlegasta ógn sem steðjar að Íslendingum Áhættan fer enn vaxandi en þrátt fyrir það telst Íslands enn sem fyrr afar öruggt samfélag í alþjóðlegum samanburði. 28. maí 2019 15:19 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Sjá meira
Heildarhættustig varðandi skipulagaða glæpastarfsemi er merkt sem gífurleg áhætta í nýrri skýrslu greiningardeilda ríkislögreglustjóra sem birt var í gær. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa þegar brugðist við niðurstöðum skýrslunnar og fyrirsjánlegri þróun þessara mála með því að skipa sérstakan samráðshóp sem skilgreina á nauðsynlegar aðgerðir. Í hópnum sitja fulltrúar dómsmálaráðuneytis, forsætisráðuneytis, félagsmálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis og eiga niðurstöður að liggja fyrir innan nokkurra mánaða. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, segir að samráðshópurinn muni vinna tillögur varðandi það hvernig bregðast megi við stöðunni. „Það skiptir líka máli að halda því til haga að Ísland er eitt öruggasta ríki í heimi til að búa í þannig að þrátt fyrir að skýrslan sé svört og það kallar auðvitað á viðbrögð þá þarf samt að horfa á þetta í því samhengi og til viðbótar þarf líka að horfa til þess að við höfum auðvitað verið í miklum aðgerðum innan dómsmálaráðuneytisins undanfarin misseri,“ segir Þórdís. Þórdís segir að þegar hafi verið gripið til ýmissa aðgerða til að mæta skipulagðri brotastarfsemi en umfangsmiklar breytingar hafa verið gerðar á löggjöf, stjórnsýslueftirliti, greiningum og sakamálarannsóknum vegna gruns um peningaþvætti. Þá hefur landamæraeftirlit þegar verið eflt með fjölgun landamæravarða og upplýsingatækni til að auka öryggi landamæra. Auk þess var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu veittar 80 milljónir króna til að efla löggæslu vegna skipulagðrar brotastarfsemi. „Ég lít svo á að þessi greiningardeild skipti verulegu máli til þess að fylgjast með þessari stöðu. En við þurfum þá líka að vera tilbúin til þess að bregðast við til þess að geta lagað það sem þarna er kallað eftir sem er aðallega það að það sé meiri mannafli til að fara í þessa frumkvæðisathuganir af því að mannaflinn er mikið í því að rannsaka mál sem koma upp,“ segir ráðherra. Dómsmálaráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi á Alþingi til laga um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi sem mun auðvelda mjög upplýsingaskipti milli stofnana í löggæslutilgangi. Ráðherra kynnti á dögunum áherslur stjórnvalda gegn mansali sem nú er verið að hrinda í framkvæmd ásamt nýrri löggæsluáætlun sem miðar að því að byggja upp og efla alla löggæslu í landinu á faglegan og gagnsæjan hátt. „Það var auðvitað skorið niður verulega eftir hrun og við höfum, líka til að halda því til haga, lagt verulega fjármuni í löggæslumál undanfarin ár. En það er alveg rétt að það er skoðun allra sem að málum koma að það þurfi frekari fjármuni. Af því að við erum sammála um að það er frumskylda ríkisins að tryggja öryggi borgara og löggæsla nægilega fjármögnuð að þá er kannski kominn tími til að hugsa um í hvað eru peningarnir að fara og þurfum við kannski sem samfélag sem setur þúsund milljarða í fjárlög að forgangsraða enn frekar í þau verkefni sem eru raunverulega grunnhlutverk ríkisins að sinna,“ segir Þórdís. Viðtalið við hana má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, dómsmálaráðherra, vegna skýrslu ríkislögreglustjóra um skipulagða brotastarfsemi
Lögreglan Lögreglumál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Glæpastarfsemi ein alvarlegasta ógn sem steðjar að Íslendingum Áhættan fer enn vaxandi en þrátt fyrir það telst Íslands enn sem fyrr afar öruggt samfélag í alþjóðlegum samanburði. 28. maí 2019 15:19 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Sjá meira
Glæpastarfsemi ein alvarlegasta ógn sem steðjar að Íslendingum Áhættan fer enn vaxandi en þrátt fyrir það telst Íslands enn sem fyrr afar öruggt samfélag í alþjóðlegum samanburði. 28. maí 2019 15:19