Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2019 11:12 Þingmenn Miðflokksins á fundi í gær. Fundinum lauk ekki fyrr en rétt fyrir ellefu í dag. Frá vinstri: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Ólafur Ísleifsson og Gunnar Bragi Sveinsson. Vísir/Vilhelm Fundi var slitið á Alþingi klukkan 10:47, rúmum sólarhring eftir að hann hófst. Forseti Alþingis sagði senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokksins fyrir þingræðinu en þingmenn flokksins hafa nú haldið uppi málþófi um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir, vel á fimmta sólarhring. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu í gærmorgun en umræðan um þriðja orkupakkann byrjaði skömmu eftir klukkan ellefu. Hlé var gert á fundinum klukkan 12:55 en umræðan hélt áfram klukkan 13:30. Síðan þá hefur umræðan haldið áfram nær linnulaust. Klukkutíma hlé var gert á milli klukkan 19 og 20 og svo aftur í hálftíma á milli klukkan 21:15 og 21:45. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sleit fundi loks klukkan 10:47 í morgun. Að frátöldum hléum sagði hann þá að virkur fundartími hafi verið um tuttugu og tvær klukkustundir. Umræðan um þriðja orkupakkann hefði nú staðið yfir í 132 klukkustundir. Þar af hefðu miðflokksmenn talað í rúmar 110 klukkustundir. Andsvör væru nú orðin 2.675 talsins og hefðu tekið um 85 klukkustundir í flutningi. Steingrímur sagði að ekki hafi þó verið um eiginleg andsvör að ræða nema að litlu leyti í upphafi heldur samsvör skoðanabræðra. Umræðan væri komin í miklar ógöngur og að hún væri á engan hátt í anda þess sem þingsköp gerðu ráð fyrir.Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti, sagði Miðflokkinn hafa stundað linnulaust málþóf.Vísir/VilhelmEkki ætlunin að afhenda minnihluta þingmanna öll völd Miðflokkurinn hefði haldið uppi linnulausu málþófi sem hefði skapað ófremdarástand í þinginu. Tugir annarra þingmála væru tilbúin til umræðu en hefðu hlaðist upp vegna málþófsins. Tilmæli forseta og annarra þingmanna til Miðflokksins um að láta af linnulausum ræðuhöldum hefðu engan árangur borið. „Það eru forseta mikil vonbrigði og fer nú sennilega enn að verða fullreynt að höfða til sanngirni, höfða til ábyrgðarkenndar eða biðja um liðsinni og aðstoð og að virðing sé borin fyrir grundvallarleikreglum lýðræðis og þingræðis í þessu tilviki,“ sagði Steingrímur. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, kom sér og flokksystkinum sínum til varnar. Sagði hann dagskrárvaldið á hendi forseta Alþingis en ekki þeirra. Miðflokkurinn væri tilbúinn að taka önnur mál fram fyrir orkupakkann á dagskrána. Steingrímur sagði rétt hjá Þorsteini að hann hefði dagskrárvaldið og ekki stæði til að afhenda miðflokksmönnum það þrátt fyrir að þeir hefðu ítrekað beðið um það. „Það stendur ekki til að mikill minnihluti þingmanna fái hér öll völd,“ sagði þingforsetinn. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Fundi var slitið á Alþingi klukkan 10:47, rúmum sólarhring eftir að hann hófst. Forseti Alþingis sagði senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokksins fyrir þingræðinu en þingmenn flokksins hafa nú haldið uppi málþófi um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir, vel á fimmta sólarhring. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu í gærmorgun en umræðan um þriðja orkupakkann byrjaði skömmu eftir klukkan ellefu. Hlé var gert á fundinum klukkan 12:55 en umræðan hélt áfram klukkan 13:30. Síðan þá hefur umræðan haldið áfram nær linnulaust. Klukkutíma hlé var gert á milli klukkan 19 og 20 og svo aftur í hálftíma á milli klukkan 21:15 og 21:45. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sleit fundi loks klukkan 10:47 í morgun. Að frátöldum hléum sagði hann þá að virkur fundartími hafi verið um tuttugu og tvær klukkustundir. Umræðan um þriðja orkupakkann hefði nú staðið yfir í 132 klukkustundir. Þar af hefðu miðflokksmenn talað í rúmar 110 klukkustundir. Andsvör væru nú orðin 2.675 talsins og hefðu tekið um 85 klukkustundir í flutningi. Steingrímur sagði að ekki hafi þó verið um eiginleg andsvör að ræða nema að litlu leyti í upphafi heldur samsvör skoðanabræðra. Umræðan væri komin í miklar ógöngur og að hún væri á engan hátt í anda þess sem þingsköp gerðu ráð fyrir.Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti, sagði Miðflokkinn hafa stundað linnulaust málþóf.Vísir/VilhelmEkki ætlunin að afhenda minnihluta þingmanna öll völd Miðflokkurinn hefði haldið uppi linnulausu málþófi sem hefði skapað ófremdarástand í þinginu. Tugir annarra þingmála væru tilbúin til umræðu en hefðu hlaðist upp vegna málþófsins. Tilmæli forseta og annarra þingmanna til Miðflokksins um að láta af linnulausum ræðuhöldum hefðu engan árangur borið. „Það eru forseta mikil vonbrigði og fer nú sennilega enn að verða fullreynt að höfða til sanngirni, höfða til ábyrgðarkenndar eða biðja um liðsinni og aðstoð og að virðing sé borin fyrir grundvallarleikreglum lýðræðis og þingræðis í þessu tilviki,“ sagði Steingrímur. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, kom sér og flokksystkinum sínum til varnar. Sagði hann dagskrárvaldið á hendi forseta Alþingis en ekki þeirra. Miðflokkurinn væri tilbúinn að taka önnur mál fram fyrir orkupakkann á dagskrána. Steingrímur sagði rétt hjá Þorsteini að hann hefði dagskrárvaldið og ekki stæði til að afhenda miðflokksmönnum það þrátt fyrir að þeir hefðu ítrekað beðið um það. „Það stendur ekki til að mikill minnihluti þingmanna fái hér öll völd,“ sagði þingforsetinn.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira