Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2019 11:12 Þingmenn Miðflokksins á fundi í gær. Fundinum lauk ekki fyrr en rétt fyrir ellefu í dag. Frá vinstri: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Ólafur Ísleifsson og Gunnar Bragi Sveinsson. Vísir/Vilhelm Fundi var slitið á Alþingi klukkan 10:47, rúmum sólarhring eftir að hann hófst. Forseti Alþingis sagði senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokksins fyrir þingræðinu en þingmenn flokksins hafa nú haldið uppi málþófi um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir, vel á fimmta sólarhring. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu í gærmorgun en umræðan um þriðja orkupakkann byrjaði skömmu eftir klukkan ellefu. Hlé var gert á fundinum klukkan 12:55 en umræðan hélt áfram klukkan 13:30. Síðan þá hefur umræðan haldið áfram nær linnulaust. Klukkutíma hlé var gert á milli klukkan 19 og 20 og svo aftur í hálftíma á milli klukkan 21:15 og 21:45. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sleit fundi loks klukkan 10:47 í morgun. Að frátöldum hléum sagði hann þá að virkur fundartími hafi verið um tuttugu og tvær klukkustundir. Umræðan um þriðja orkupakkann hefði nú staðið yfir í 132 klukkustundir. Þar af hefðu miðflokksmenn talað í rúmar 110 klukkustundir. Andsvör væru nú orðin 2.675 talsins og hefðu tekið um 85 klukkustundir í flutningi. Steingrímur sagði að ekki hafi þó verið um eiginleg andsvör að ræða nema að litlu leyti í upphafi heldur samsvör skoðanabræðra. Umræðan væri komin í miklar ógöngur og að hún væri á engan hátt í anda þess sem þingsköp gerðu ráð fyrir.Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti, sagði Miðflokkinn hafa stundað linnulaust málþóf.Vísir/VilhelmEkki ætlunin að afhenda minnihluta þingmanna öll völd Miðflokkurinn hefði haldið uppi linnulausu málþófi sem hefði skapað ófremdarástand í þinginu. Tugir annarra þingmála væru tilbúin til umræðu en hefðu hlaðist upp vegna málþófsins. Tilmæli forseta og annarra þingmanna til Miðflokksins um að láta af linnulausum ræðuhöldum hefðu engan árangur borið. „Það eru forseta mikil vonbrigði og fer nú sennilega enn að verða fullreynt að höfða til sanngirni, höfða til ábyrgðarkenndar eða biðja um liðsinni og aðstoð og að virðing sé borin fyrir grundvallarleikreglum lýðræðis og þingræðis í þessu tilviki,“ sagði Steingrímur. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, kom sér og flokksystkinum sínum til varnar. Sagði hann dagskrárvaldið á hendi forseta Alþingis en ekki þeirra. Miðflokkurinn væri tilbúinn að taka önnur mál fram fyrir orkupakkann á dagskrána. Steingrímur sagði rétt hjá Þorsteini að hann hefði dagskrárvaldið og ekki stæði til að afhenda miðflokksmönnum það þrátt fyrir að þeir hefðu ítrekað beðið um það. „Það stendur ekki til að mikill minnihluti þingmanna fái hér öll völd,“ sagði þingforsetinn. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Fundi var slitið á Alþingi klukkan 10:47, rúmum sólarhring eftir að hann hófst. Forseti Alþingis sagði senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokksins fyrir þingræðinu en þingmenn flokksins hafa nú haldið uppi málþófi um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir, vel á fimmta sólarhring. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu í gærmorgun en umræðan um þriðja orkupakkann byrjaði skömmu eftir klukkan ellefu. Hlé var gert á fundinum klukkan 12:55 en umræðan hélt áfram klukkan 13:30. Síðan þá hefur umræðan haldið áfram nær linnulaust. Klukkutíma hlé var gert á milli klukkan 19 og 20 og svo aftur í hálftíma á milli klukkan 21:15 og 21:45. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sleit fundi loks klukkan 10:47 í morgun. Að frátöldum hléum sagði hann þá að virkur fundartími hafi verið um tuttugu og tvær klukkustundir. Umræðan um þriðja orkupakkann hefði nú staðið yfir í 132 klukkustundir. Þar af hefðu miðflokksmenn talað í rúmar 110 klukkustundir. Andsvör væru nú orðin 2.675 talsins og hefðu tekið um 85 klukkustundir í flutningi. Steingrímur sagði að ekki hafi þó verið um eiginleg andsvör að ræða nema að litlu leyti í upphafi heldur samsvör skoðanabræðra. Umræðan væri komin í miklar ógöngur og að hún væri á engan hátt í anda þess sem þingsköp gerðu ráð fyrir.Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti, sagði Miðflokkinn hafa stundað linnulaust málþóf.Vísir/VilhelmEkki ætlunin að afhenda minnihluta þingmanna öll völd Miðflokkurinn hefði haldið uppi linnulausu málþófi sem hefði skapað ófremdarástand í þinginu. Tugir annarra þingmála væru tilbúin til umræðu en hefðu hlaðist upp vegna málþófsins. Tilmæli forseta og annarra þingmanna til Miðflokksins um að láta af linnulausum ræðuhöldum hefðu engan árangur borið. „Það eru forseta mikil vonbrigði og fer nú sennilega enn að verða fullreynt að höfða til sanngirni, höfða til ábyrgðarkenndar eða biðja um liðsinni og aðstoð og að virðing sé borin fyrir grundvallarleikreglum lýðræðis og þingræðis í þessu tilviki,“ sagði Steingrímur. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, kom sér og flokksystkinum sínum til varnar. Sagði hann dagskrárvaldið á hendi forseta Alþingis en ekki þeirra. Miðflokkurinn væri tilbúinn að taka önnur mál fram fyrir orkupakkann á dagskrána. Steingrímur sagði rétt hjá Þorsteini að hann hefði dagskrárvaldið og ekki stæði til að afhenda miðflokksmönnum það þrátt fyrir að þeir hefðu ítrekað beðið um það. „Það stendur ekki til að mikill minnihluti þingmanna fái hér öll völd,“ sagði þingforsetinn.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira