Erlent

Minnst 130 slasaðir vegna hvirfilbyljanna í Indiana og Ohio

Andri Eysteinsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Eyðileggingin hefur verið mikil.
Eyðileggingin hefur verið mikil. Getty/Matthew Hatcher
Að minnsta kosti einn er látinn og 130 slasaðir eftir að fjöldi hvirfilbylja hefur skollið á Indiana og Ohio í Bandaríkjunum síðustu daga.

Að minnsta kosti fimmtíu og fimm slíkir mynduðust á mánudaginn og ekkert lát var á í gær. Síðustu tvær vikur hefur verið óvenjulega mikið um slík veðurfyrirbrigði og segja veðurfræðingar að líklegt sé að ástandið vari eitthvað í viðbót.

Sjá einnig: Hvirfilbyljir valda gífurlegum skaða í Ohio og Indiana

Á mánudag var met jafnað sem staðið hefur frá árinu 1980 en þá urðu menn varir við að minnsta kosti átta hvirfilbylji einhvers staðar í Bandaríkjunum í ellefu daga í röð.

Sá sem lést í veðurhamnum var áttatíu og eins árs gamall maður sem varð fyrir bíl sem fauk á hús hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×