Gífurleg áhætta? Ólöf Skaftadóttir skrifar 29. maí 2019 06:15 Fyrirsjáanleg þróun, að óbreyttu, er á þann veg að umfang skipulagðrar glæpastarfsemi aukist á Íslandi. Aukin samkeppni á milli skipulagðra brotahópa kann að leiða til gengjamyndunar og grófra ofbeldisverka gagnvart einstaklingum sem þeim tengjast. Ástæða er til að óttast aukið og fjölbreyttara framboð fíkniefna. Hið sama á við um tilfelli mansals og misneytingar gagnvart innflytjendum og erlendu vinnuafli.“ Þetta og meira til kemur fram í kolsvartri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra sem hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að áhætta vegna skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi sé „gífurleg“. Að mati ríkislögreglustjóra er skipulögð glæpastarfsemi að náttúruhamförum undanskildum alvarlegasta ógn við samfélag og einstaklinga hér á landi. Lögreglan sé of veikburða til að taka á þessum málum sem svo hafi þær afleiðingar að auka líkur á brotastarfsemi af þessu tagi. Hættan sem greiningardeildin sér í hverju horni kemur að mestu frá útlöndum. Gjarnan er því haldið fram í umræðunni að heimurinn fari versnandi. Alið er á tortryggni, yfirleitt út frá einangruðum tilvikum sem látið er í skína að sýni þróun í átt til hins verra. Staðreyndin er hins vegar sú að hryðjuverkaógn í heiminum fer almennt minnkandi, ofbeldi líka og styrjöldum fækkar. Heimurinn er almennt friðsælli en á nokkru öðru skeiði í mannkynssögunni. Sennilega er það rétt sem kemur fram í skýrslunni svörtu að lögreglumenn eru of fáir og sum embættin of veikburða. Það er engin nýlunda að ríkisstofnanir kvarti undan fjárþurrð og í sumum tilvikum eru kvartanirnar réttmætar. Ljóst er að löggæslan er grunnstoð okkar samfélags og mikilvægt að vel sé haldið á spöðunum. Áherslur í löggæslumálum undanfarin ár hafa þróast í takt við tímann; mál sem áður þóttu einkamál fólks eru tekin föstum tökum, mál á borð við heimilisofbeldi og kynferðisbrot – með stöku undantekningum.Þar má helst nefna skýrslur greiningardeildarinnar sem verða æ svartari með hverju árinu og græjudellu sumra embættismanna sem vilja vopnavæða íslensku lögregluna frekar en nú er. Ísland er ekki hættulaust land, en það er ábyrgðarlaust að hræða fólk með orðræðu líkt og greiningardeildin hefur uppi. Mikilvægt er að skilja á milli ótta og raunverulegrar hættu. Ísland hefur trónað á toppi lista World Economic Forum um friðsælustu lönd í heimi samfleytt í mörg ár og hefur frekar aukið á forskot sitt á listanum en hitt. Upplifun fólks sem landið sækir er almennt sú að það sé öruggt og því líði vel. Í flestum málum er betra að fá óháð álit til að draga upp raunsanna mynd af stöðunni. Enginn er dómari í eigin sök. Sennilega er óheppilegt fyrirkomulag að ríkislögreglustjóri meti fyrst áhættuna og svo fjárþörfina til eigin rekstrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrirsjáanleg þróun, að óbreyttu, er á þann veg að umfang skipulagðrar glæpastarfsemi aukist á Íslandi. Aukin samkeppni á milli skipulagðra brotahópa kann að leiða til gengjamyndunar og grófra ofbeldisverka gagnvart einstaklingum sem þeim tengjast. Ástæða er til að óttast aukið og fjölbreyttara framboð fíkniefna. Hið sama á við um tilfelli mansals og misneytingar gagnvart innflytjendum og erlendu vinnuafli.“ Þetta og meira til kemur fram í kolsvartri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra sem hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að áhætta vegna skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi sé „gífurleg“. Að mati ríkislögreglustjóra er skipulögð glæpastarfsemi að náttúruhamförum undanskildum alvarlegasta ógn við samfélag og einstaklinga hér á landi. Lögreglan sé of veikburða til að taka á þessum málum sem svo hafi þær afleiðingar að auka líkur á brotastarfsemi af þessu tagi. Hættan sem greiningardeildin sér í hverju horni kemur að mestu frá útlöndum. Gjarnan er því haldið fram í umræðunni að heimurinn fari versnandi. Alið er á tortryggni, yfirleitt út frá einangruðum tilvikum sem látið er í skína að sýni þróun í átt til hins verra. Staðreyndin er hins vegar sú að hryðjuverkaógn í heiminum fer almennt minnkandi, ofbeldi líka og styrjöldum fækkar. Heimurinn er almennt friðsælli en á nokkru öðru skeiði í mannkynssögunni. Sennilega er það rétt sem kemur fram í skýrslunni svörtu að lögreglumenn eru of fáir og sum embættin of veikburða. Það er engin nýlunda að ríkisstofnanir kvarti undan fjárþurrð og í sumum tilvikum eru kvartanirnar réttmætar. Ljóst er að löggæslan er grunnstoð okkar samfélags og mikilvægt að vel sé haldið á spöðunum. Áherslur í löggæslumálum undanfarin ár hafa þróast í takt við tímann; mál sem áður þóttu einkamál fólks eru tekin föstum tökum, mál á borð við heimilisofbeldi og kynferðisbrot – með stöku undantekningum.Þar má helst nefna skýrslur greiningardeildarinnar sem verða æ svartari með hverju árinu og græjudellu sumra embættismanna sem vilja vopnavæða íslensku lögregluna frekar en nú er. Ísland er ekki hættulaust land, en það er ábyrgðarlaust að hræða fólk með orðræðu líkt og greiningardeildin hefur uppi. Mikilvægt er að skilja á milli ótta og raunverulegrar hættu. Ísland hefur trónað á toppi lista World Economic Forum um friðsælustu lönd í heimi samfleytt í mörg ár og hefur frekar aukið á forskot sitt á listanum en hitt. Upplifun fólks sem landið sækir er almennt sú að það sé öruggt og því líði vel. Í flestum málum er betra að fá óháð álit til að draga upp raunsanna mynd af stöðunni. Enginn er dómari í eigin sök. Sennilega er óheppilegt fyrirkomulag að ríkislögreglustjóri meti fyrst áhættuna og svo fjárþörfina til eigin rekstrar.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun