Verri byrjun en hjá öllum öðrum Íslandsmeisturum síðan farið var að gefa þrjú stig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2019 13:00 Andri Rafn Yeoman skorar sigurmark Blika á móti Val. Vísir/Vilhelm Valsmenn eru búnir að tryggja sér óvinsælt met með þessari skelfilegu byrjun sinni í Pepsi Max deild karla. Engin titilvörn hefur byrjað jafnilla síðan farið var að gefa þrjú stig fyrir sigur sumarið 1984. Valsmenn slógu met Skagamanna frá árinu 2002. Skagamenn fengu aðeins fimm stig í fyrstu sex umferðunum sumarið 2002 en Valsmenn eru aðeins með fjögur stig eftir sex fyrstu leiki sína í sumar. Lærisveinar Ólafs Jóhannessonar hafa tapað fjórum af fyrstu sex leikjum sínum og þegar lent níu sinnum undir í leikjum sínum. Skagamenn höfðu fyrir sautján árum síðan slegið met Víkinga frá 1992 og KA-manna frá 1990. Öll þessu þrjú lið sem áttu áður metið höfðu unnið frekar óvænta sigra sumarið á undan. KA var spáð fimmta sæti þegar liðið vann titilinn 1989, Víkingi var spáð fjórða sæti þegar liðið vann titilinn 1991 og ÍA var spáð fimmta sæti þegar liðið vann titilinn 2002. Valsmenn unnu Íslandsmeistaratitilinn hins vegar annað árið í röð síðasta haust og var spáð Íslandsmeistaratitlinum bæði í ár og í fyrra. Skagamenn enduðu í fimmta sæti sumarið 2002 eftir að hafa tekið aðeins við sér en bæði Víkingsliðið frá 1992 og KA-liðið frá 1990 rétt sluppu við fall í sinni titilvörn. KA endaði í áttunda sæti haustið 1990 og Víkingar í sjöunda sæti en Víkingsliðið bjargaði sér þó ekki frá falli fyrr en í lokaumferðinni. Það er líka mjög fróðlegt að bera saman þessa byrjun og þegar Ólafur Jóhannesson hefur áður verið í titilvörn með lið sitt. Þetta er hans fimmta titilvörn og í hinum fjórum hafði hann aðeins samanlagt tapað einum leik í fyrstu sex umferðunum. Það tap kom einmitt í Grindavík í fyrra. Þegar hann var í titilvörnunum með FH-liðinu frá 2005 til 2007 þá tapaði liðið ekki einum leik í sex fyrstu umferðunum og náði í 50 stig af 54 mögulegum eða 93 prósent stiga í boði.Fæst stig Íslandsmeistara í fyrstu sex leikjunum í titilvörn(Frá því að 3ja stiga reglan var tekin upp 1984) 4 - Valur 2019 5 - ÍA 2002 6 - Víkingur R. 1992 6 - KA 1990 7 - Breiðablik 2011 7 - KR 2001 8 - FH 2010 8 - KR 2003 8 - Valur 1988 8 - Fram 1987Tapleikir í fyrstu sex leikjunum í titilvörnum Ólafs Jóhannessonar: 2019 með Val - 4 tapleikir í 6 leikjum (4 stig og -3 í markatölu) 2018 með Val - 1 tapleikur í 6 leikjum (9 stig og +1 í markatölu) 2007 með FH - 0 tapleikir í 6 leikjum (16 stig og +10 í markatölu) 2006 með FH - 0 tapleikir í 6 leikjum (16 stig og +8 í markatölu) 2005 með FH - 0 tapleikir í 6 leikjum (18 stig og +14 í markatölu) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Valsmenn eru búnir að tryggja sér óvinsælt met með þessari skelfilegu byrjun sinni í Pepsi Max deild karla. Engin titilvörn hefur byrjað jafnilla síðan farið var að gefa þrjú stig fyrir sigur sumarið 1984. Valsmenn slógu met Skagamanna frá árinu 2002. Skagamenn fengu aðeins fimm stig í fyrstu sex umferðunum sumarið 2002 en Valsmenn eru aðeins með fjögur stig eftir sex fyrstu leiki sína í sumar. Lærisveinar Ólafs Jóhannessonar hafa tapað fjórum af fyrstu sex leikjum sínum og þegar lent níu sinnum undir í leikjum sínum. Skagamenn höfðu fyrir sautján árum síðan slegið met Víkinga frá 1992 og KA-manna frá 1990. Öll þessu þrjú lið sem áttu áður metið höfðu unnið frekar óvænta sigra sumarið á undan. KA var spáð fimmta sæti þegar liðið vann titilinn 1989, Víkingi var spáð fjórða sæti þegar liðið vann titilinn 1991 og ÍA var spáð fimmta sæti þegar liðið vann titilinn 2002. Valsmenn unnu Íslandsmeistaratitilinn hins vegar annað árið í röð síðasta haust og var spáð Íslandsmeistaratitlinum bæði í ár og í fyrra. Skagamenn enduðu í fimmta sæti sumarið 2002 eftir að hafa tekið aðeins við sér en bæði Víkingsliðið frá 1992 og KA-liðið frá 1990 rétt sluppu við fall í sinni titilvörn. KA endaði í áttunda sæti haustið 1990 og Víkingar í sjöunda sæti en Víkingsliðið bjargaði sér þó ekki frá falli fyrr en í lokaumferðinni. Það er líka mjög fróðlegt að bera saman þessa byrjun og þegar Ólafur Jóhannesson hefur áður verið í titilvörn með lið sitt. Þetta er hans fimmta titilvörn og í hinum fjórum hafði hann aðeins samanlagt tapað einum leik í fyrstu sex umferðunum. Það tap kom einmitt í Grindavík í fyrra. Þegar hann var í titilvörnunum með FH-liðinu frá 2005 til 2007 þá tapaði liðið ekki einum leik í sex fyrstu umferðunum og náði í 50 stig af 54 mögulegum eða 93 prósent stiga í boði.Fæst stig Íslandsmeistara í fyrstu sex leikjunum í titilvörn(Frá því að 3ja stiga reglan var tekin upp 1984) 4 - Valur 2019 5 - ÍA 2002 6 - Víkingur R. 1992 6 - KA 1990 7 - Breiðablik 2011 7 - KR 2001 8 - FH 2010 8 - KR 2003 8 - Valur 1988 8 - Fram 1987Tapleikir í fyrstu sex leikjunum í titilvörnum Ólafs Jóhannessonar: 2019 með Val - 4 tapleikir í 6 leikjum (4 stig og -3 í markatölu) 2018 með Val - 1 tapleikur í 6 leikjum (9 stig og +1 í markatölu) 2007 með FH - 0 tapleikir í 6 leikjum (16 stig og +10 í markatölu) 2006 með FH - 0 tapleikir í 6 leikjum (16 stig og +8 í markatölu) 2005 með FH - 0 tapleikir í 6 leikjum (18 stig og +14 í markatölu)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira