Ópíóðaframleiðandi greiðir 10,5 milljarða í sáttagreiðslur til að sleppa við dómssalinn Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 26. maí 2019 23:05 Teva Pharmaceuticals borgaði sáttagjald til að mæta ekki fyrir dóm á þriðjudag. Getty/Adam Reynolds Lyfjafyrirtækið Teva Pharmaceuticals átti að mæta fyrir dóm á þriðjudag samhliða lyfjarisanum Johnson & Johnson, en þau eru sökuð um að hafa vísvitandi gefið ópíóða faraldrinum svokallaða byr undir báða vængi. Teva hefur hins vegar samþykkt að borga 10,5 milljarða íslenskra króna til sáttargerðar í dómsmáli sem Oklahoma ríki höfðaði gegn því vegna hlutdeildar þess í ópíóða faraldrinum sem herjar nú á Bandaríkin. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky News. Fyrirtæki sem tengd voru lyfjafyrirtækinu Teva, sem hefur aðsetur í Ísrael, voru sögð ábyrg fyrir faraldri dauðsfalla sem tengd voru lyfjaávísunum ópíóða af ríkinu. Neyðarástandið sem ópíóðar hafa valdið olli 48 þúsund dauðsföllum vegna inntöku of hárra skammta í Bandaríkjunum árið 2017. Saksóknarar í Oklahoma hafa ásakað lyfjarisana um að hafa notað rangar upplýsingar í markaðssetningu lyfsins sem olli þúsunda ofskammta og dauðsfalla. Með því að greiða sáttagjaldið sem Oklahoma fylki krafði amerísku fyrirtækin sex, sem eru öll í eigu Teva, um kemur fyrirtækið í veg fyrir að þurfa að mæta fyrir dóm á þriðjudag, þegar einkadómsmálið (e. Civil suit) átti að byrja. Margir einstaklingar sem hafa misst nákomna vegna faraldsins höfðu beðið í ofvæni eftir því að málið yrði tekið fyrir. Í tilkynningu sagði fyrirtækið: „Sáttagreiðslan sannar ekki að fyrirtækið hafi gert nokkuð rangt; Teva hefur ekki ýtt undir misnotkun ópíóða í Oklahoma á neinn hátt.“ OxyContin, sem er með þekktari ópíóðalyfjum.getty/Darren McCollesterAllir í Oklahoma hafa fundið fyrir neikvæðum áhrifum ópíóða Teva er aðeins annað stórfyrirtækið til að borga sáttagjöld í málinu. Hið fyrsta, Purdue Pharma, sem framleiðir verkjalyfið OxyContin, greiddi Oklahoma tæpa 33,5 milljarða íslenskra króna í mars síðastliðnum. Samkvæmt Mike Hunter, ríkissaksóknara, gæti tekið allt að tvær vikur að semja skilyrðin sem fylgja munu sáttagerð Teva, en fjármagninu mun vera varið í verkefni til að reyna að takast á við ópíóðafaraldurinn í Oklahoma. Johnson & Johnson er eina fyrirtækið sem hefur ekki tilkynnt sáttagerð í málinu og mun því mæta fyrir dómstól á þriðjudag. Hunter sagði að tilkynningin um sáttagerðina sé „vitnisburður um hinar óteljanlegu klukkustundir sem lögmannateymi ríkisins hefur varið í að undirbúa réttarhöldin.“ Hann hrósaði lögmannateyminu fyrir „staðfestu sína til að gera sakborningana ábyrga fyrir skaðanum sem ofskammtar ópíóða og fíkn á þeim hafa leitt af sér.“ „Nánast allir íbúar Oklahoma hafa orðið fyrir neikvæðum áhrifum þessa dauðafaralds og við hlökkum til þriðjudagsins, þar sem við munum sanna fyrir rétti að Johnson & Johnson ber ábyrgð á honum,“ bætti Hunter við. Oklahoma heldur því fram að lyfjarisarnir hafi valdið skaða sem gæti kostað allt að 2.170 milljarða íslenskra króna að laga. Bandaríkin Fíkn Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Lyfjafyrirtækið Teva Pharmaceuticals átti að mæta fyrir dóm á þriðjudag samhliða lyfjarisanum Johnson & Johnson, en þau eru sökuð um að hafa vísvitandi gefið ópíóða faraldrinum svokallaða byr undir báða vængi. Teva hefur hins vegar samþykkt að borga 10,5 milljarða íslenskra króna til sáttargerðar í dómsmáli sem Oklahoma ríki höfðaði gegn því vegna hlutdeildar þess í ópíóða faraldrinum sem herjar nú á Bandaríkin. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky News. Fyrirtæki sem tengd voru lyfjafyrirtækinu Teva, sem hefur aðsetur í Ísrael, voru sögð ábyrg fyrir faraldri dauðsfalla sem tengd voru lyfjaávísunum ópíóða af ríkinu. Neyðarástandið sem ópíóðar hafa valdið olli 48 þúsund dauðsföllum vegna inntöku of hárra skammta í Bandaríkjunum árið 2017. Saksóknarar í Oklahoma hafa ásakað lyfjarisana um að hafa notað rangar upplýsingar í markaðssetningu lyfsins sem olli þúsunda ofskammta og dauðsfalla. Með því að greiða sáttagjaldið sem Oklahoma fylki krafði amerísku fyrirtækin sex, sem eru öll í eigu Teva, um kemur fyrirtækið í veg fyrir að þurfa að mæta fyrir dóm á þriðjudag, þegar einkadómsmálið (e. Civil suit) átti að byrja. Margir einstaklingar sem hafa misst nákomna vegna faraldsins höfðu beðið í ofvæni eftir því að málið yrði tekið fyrir. Í tilkynningu sagði fyrirtækið: „Sáttagreiðslan sannar ekki að fyrirtækið hafi gert nokkuð rangt; Teva hefur ekki ýtt undir misnotkun ópíóða í Oklahoma á neinn hátt.“ OxyContin, sem er með þekktari ópíóðalyfjum.getty/Darren McCollesterAllir í Oklahoma hafa fundið fyrir neikvæðum áhrifum ópíóða Teva er aðeins annað stórfyrirtækið til að borga sáttagjöld í málinu. Hið fyrsta, Purdue Pharma, sem framleiðir verkjalyfið OxyContin, greiddi Oklahoma tæpa 33,5 milljarða íslenskra króna í mars síðastliðnum. Samkvæmt Mike Hunter, ríkissaksóknara, gæti tekið allt að tvær vikur að semja skilyrðin sem fylgja munu sáttagerð Teva, en fjármagninu mun vera varið í verkefni til að reyna að takast á við ópíóðafaraldurinn í Oklahoma. Johnson & Johnson er eina fyrirtækið sem hefur ekki tilkynnt sáttagerð í málinu og mun því mæta fyrir dómstól á þriðjudag. Hunter sagði að tilkynningin um sáttagerðina sé „vitnisburður um hinar óteljanlegu klukkustundir sem lögmannateymi ríkisins hefur varið í að undirbúa réttarhöldin.“ Hann hrósaði lögmannateyminu fyrir „staðfestu sína til að gera sakborningana ábyrga fyrir skaðanum sem ofskammtar ópíóða og fíkn á þeim hafa leitt af sér.“ „Nánast allir íbúar Oklahoma hafa orðið fyrir neikvæðum áhrifum þessa dauðafaralds og við hlökkum til þriðjudagsins, þar sem við munum sanna fyrir rétti að Johnson & Johnson ber ábyrgð á honum,“ bætti Hunter við. Oklahoma heldur því fram að lyfjarisarnir hafi valdið skaða sem gæti kostað allt að 2.170 milljarða íslenskra króna að laga.
Bandaríkin Fíkn Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira