Langflestir sem keyra á dýr stinga af Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. maí 2019 14:30 Tilkynnt var um 140 lömb og ær sem drápust í umferðinni í Austur-Skaftafellssýslu í fyrra. Vísir/Stefán Aðeins fimmtán prósent ökumanna, sem keyra á búfé á Suðurlandi tilkynna það til lögreglu eða til eiganda skepnunnar, hinir stinga af. Á hverju ári eru keyrt á um hundrað og þrjátíu kindur eða lömb í Austur Skaftafellssýslu, aðallega á vorin og sumrin. Sauðburði er nú víða að ljúka eða er lokið. Það þýðir að kindurnar og lömbin fara á beit í sumarhaga. Víða gengur fé við þjóðvegi landsins með tilheyrandi hættu, ekki síst þar sem lausaganga er leyfð. Með aukinni umferð ferðamanna hefur færst mjög í vöxt að ekið sé á búfé á Suðurlandi, langoftast sauðfé. Ástandið er langverst í Austur-Skaftafellssýslu þar sem tilkynnt var um hundrað og fjörutíu kindur og lömb sem drápust í umferðinni á síðasta ári. Grétar Már Þorkelsson, lögreglumaður á Höfn, heldur utan um málaflokkinn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Sýslan sé löng, um 220 kílómetrar. Þar af sé aðeins girt á um þrjátíu kílómetra kafla í Nesjunum. Þar sé lausaganga búfjár bönnuð. „Almennt sér er lausagangan ekki bönnuð og ekki einu sinni stórgripa þannig að það er líka eitthvað sem þarf að skoða. Þetta er auðvitað vandamál sem Vegagerð, sveitarfélög og bændur þurfa að leysa í sameiningu og finna einhverja lausn á,“ segir hann. Gríðarlegt tjón verði á bílum og bílar hafa oltið eftir árekstur við dýr. Grétar Már segir að ærin eða lömbin drepist yfirleitt strax. Alltof fáir tilkynni hins vegar að þeir hafi ekið á búfé. „Þetta er nú sjaldnast tilkynnt. Ég myndi halda að þetta væru svona 15% af þessum tilvikum sem eru tilkynnt til lögreglu. Þetta er eitthvað sem við fáum bara frá bændum og sjáum á vegunum,“ segir hann. Þá eru ótalin tilfelli þar sem ekið er á búfé sem sleppur en drepst svo úti í haga. Tilvikin geta því verið enn fleiri. Hornafjörður Landbúnaður Umferðaröryggi Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira
Aðeins fimmtán prósent ökumanna, sem keyra á búfé á Suðurlandi tilkynna það til lögreglu eða til eiganda skepnunnar, hinir stinga af. Á hverju ári eru keyrt á um hundrað og þrjátíu kindur eða lömb í Austur Skaftafellssýslu, aðallega á vorin og sumrin. Sauðburði er nú víða að ljúka eða er lokið. Það þýðir að kindurnar og lömbin fara á beit í sumarhaga. Víða gengur fé við þjóðvegi landsins með tilheyrandi hættu, ekki síst þar sem lausaganga er leyfð. Með aukinni umferð ferðamanna hefur færst mjög í vöxt að ekið sé á búfé á Suðurlandi, langoftast sauðfé. Ástandið er langverst í Austur-Skaftafellssýslu þar sem tilkynnt var um hundrað og fjörutíu kindur og lömb sem drápust í umferðinni á síðasta ári. Grétar Már Þorkelsson, lögreglumaður á Höfn, heldur utan um málaflokkinn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Sýslan sé löng, um 220 kílómetrar. Þar af sé aðeins girt á um þrjátíu kílómetra kafla í Nesjunum. Þar sé lausaganga búfjár bönnuð. „Almennt sér er lausagangan ekki bönnuð og ekki einu sinni stórgripa þannig að það er líka eitthvað sem þarf að skoða. Þetta er auðvitað vandamál sem Vegagerð, sveitarfélög og bændur þurfa að leysa í sameiningu og finna einhverja lausn á,“ segir hann. Gríðarlegt tjón verði á bílum og bílar hafa oltið eftir árekstur við dýr. Grétar Már segir að ærin eða lömbin drepist yfirleitt strax. Alltof fáir tilkynni hins vegar að þeir hafi ekið á búfé. „Þetta er nú sjaldnast tilkynnt. Ég myndi halda að þetta væru svona 15% af þessum tilvikum sem eru tilkynnt til lögreglu. Þetta er eitthvað sem við fáum bara frá bændum og sjáum á vegunum,“ segir hann. Þá eru ótalin tilfelli þar sem ekið er á búfé sem sleppur en drepst svo úti í haga. Tilvikin geta því verið enn fleiri.
Hornafjörður Landbúnaður Umferðaröryggi Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira