Spyr hvort Miðflokksmenn þori ekki að nefna hana á nafn Kjartan Kjartansson skrifar 26. maí 2019 07:53 Ólafur Ísleifsson vísaði aðeins til Silju Daggar sem þingmanns suður með sjó. Fréttablaðið/Ernir Forseti Alþingis skammaði Ólaf Ísleifsson, þingmann Miðflokksins, fyrir að nefna þingkonuna Silju Dögg Gunnarsdóttur ekki á nafn heldur vísa aðeins til hennar sem „þingmanns suður með sjó“ á meðan á málþófi flokksins gegn þriðja orkupakkanum stóð í gærmorgun. Silja Dögg spyr hvort að miðflokksmenn þori ekki að nefna sig á nafn. Klukkan var að verða hálf átta í gærmorgun þegar Ólafur vísaði til Facebook-færslu sem Silja Dögg, þingmaður Framsóknarflokksins, hafði skrifað um að lagalega fyrirvara væri að finna í frumvörpum Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur, iðnaðarráðherra, um innleiðingu þriðja orkupakkans í síðustu viku. Ólafur nefndi Silju Dögg aftur á móti ekki á nafn heldur nefndi hana aðeins „háttvirtan þingmann suður með sjó“. Silja Dögg kemur af Suðurnesum. „Það er þessi skýring háttvirts þingmanns suður með sjó sem í eilítið torræðum og myrkum texta verður að viðurkennast á samskiptamiðli sem margir þekkja lýsir að því er virðist mikilli sannfæringu hverjir þessir lagalegu fyrirvarar eru. Ég geri líka ráð fyrir því að fyrir okkur hina sem erum kannski ekki jafn langt komnir í lögfræðinni og háttvirtur þingmaður suður með sjó að þá sé þetta erfitt fyrir okkur að átta okkur á þessu og skilja til hlýtar hvert háttvirtur þingmaður er að fara,“ sagði Ólafur í pontu. Fyrir þetta skammaði Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, þá rámur eftir málþóf miðflokksmanna sem hafði staðið yfir alla nóttina, Ólaf. „Forseti gerir ráð fyrir að sá þingmaður sem háttvirtur þingmaður vísaði til hafi nafn, hafi nafn. Ef vísað er þannig til þingmanna að ætla má að þekkja megi hverjir þeir eru er lágmarkskurteisi að ávarpa þá með fullu nafni eins og vera ber samkvæmt þingsköpum, þó menn kunni að hafa gaman af þessu,“ sagði Steingrímur.Síðar þegar Ólafur kom aftur í pontu og byrjaði afsakaði sig fyrir að hafa ekki nefnt Silju Dögg á nafn greip þingforsetinn inn í og sagði það ekki gera hlut Ólafs betri að um konu hafi verið að ræða. Vísaði Steingrímur þar að líkindum til þess að Ólafur var einn sex þingmanna sem heyrðust á upptöku sem gerð var á barnum Klaustri í vetur. Þar heyrðust þáverandi þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins hafa uppi óviðeigandi orð um aðra þingmenn, ekki síst þingkonur. Ólafur gekk í Miðflokkinn eftir að hann var rekinn úr þingflokki Flokks fólksins ásamt Karli Gauta Hjaltasyni vegna ummæla sem höfð voru uppi á Klaustri.Silja Dögg svaraði fyrir sig á Facebook í færslu sem hún merkti meðal annars með myllumerkjunum „#kvenfyrirlitning“ og „#klausturbar“ „Þora þessir kjörkuðu karlmenn ekki að nefna nafnið mitt án þess að forseti þingsins segi þeim að gera það?“ spurði hún í færslunni. Málþóf Miðflokksins um þriðja orkupakkann hefur nú staðið yfir í um áttatíu klukkustundir. Þinfundi sem hófst klukkan 15:30 á föstudag var ekki slitið fyrr en rétt fyrir klukkan hálf ellefu fyrir hádegi í gær. Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Veigra sér við að binda enda á málþóf Miðflokksins Þingsköp gera ráð fyrir að hægt sé að binda enda á umræðu í þinginu. Þingmenn eru þó ekki tilbúnir að beita því ákvæði til að stöðva málþóf miðflokksmanna um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 14:27 Bjarni reiknar með að Miðflokksmenn eigi enn eftir að tala í nokkra daga til viðbótar Þótt önnur umræða um þriðja orkupakkann hafi staðið yfir í tæpar hundrað klukkustundir þar sem sömu ræðurnar eru meira og minna endurteknar aftur og aftur, hefur ekki komið til tals að beita ákvæði þingskapa sem getur stöðvað umræðurnar. Fjármálaráðherra reiknar með að þingmenn Miðflokksins eigi enn eftir að tala í nokkra daga til viðbótar 25. maí 2019 20:30 Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34 Nítján klukkustunda löngum þingfundi slitið Alls voru 53 ræður fluttar og 311 andsvör á þingfundinum. Miðflokksmenn fluttu þær nær allar. 25. maí 2019 10:53 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Forseti Alþingis skammaði Ólaf Ísleifsson, þingmann Miðflokksins, fyrir að nefna þingkonuna Silju Dögg Gunnarsdóttur ekki á nafn heldur vísa aðeins til hennar sem „þingmanns suður með sjó“ á meðan á málþófi flokksins gegn þriðja orkupakkanum stóð í gærmorgun. Silja Dögg spyr hvort að miðflokksmenn þori ekki að nefna sig á nafn. Klukkan var að verða hálf átta í gærmorgun þegar Ólafur vísaði til Facebook-færslu sem Silja Dögg, þingmaður Framsóknarflokksins, hafði skrifað um að lagalega fyrirvara væri að finna í frumvörpum Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur, iðnaðarráðherra, um innleiðingu þriðja orkupakkans í síðustu viku. Ólafur nefndi Silju Dögg aftur á móti ekki á nafn heldur nefndi hana aðeins „háttvirtan þingmann suður með sjó“. Silja Dögg kemur af Suðurnesum. „Það er þessi skýring háttvirts þingmanns suður með sjó sem í eilítið torræðum og myrkum texta verður að viðurkennast á samskiptamiðli sem margir þekkja lýsir að því er virðist mikilli sannfæringu hverjir þessir lagalegu fyrirvarar eru. Ég geri líka ráð fyrir því að fyrir okkur hina sem erum kannski ekki jafn langt komnir í lögfræðinni og háttvirtur þingmaður suður með sjó að þá sé þetta erfitt fyrir okkur að átta okkur á þessu og skilja til hlýtar hvert háttvirtur þingmaður er að fara,“ sagði Ólafur í pontu. Fyrir þetta skammaði Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, þá rámur eftir málþóf miðflokksmanna sem hafði staðið yfir alla nóttina, Ólaf. „Forseti gerir ráð fyrir að sá þingmaður sem háttvirtur þingmaður vísaði til hafi nafn, hafi nafn. Ef vísað er þannig til þingmanna að ætla má að þekkja megi hverjir þeir eru er lágmarkskurteisi að ávarpa þá með fullu nafni eins og vera ber samkvæmt þingsköpum, þó menn kunni að hafa gaman af þessu,“ sagði Steingrímur.Síðar þegar Ólafur kom aftur í pontu og byrjaði afsakaði sig fyrir að hafa ekki nefnt Silju Dögg á nafn greip þingforsetinn inn í og sagði það ekki gera hlut Ólafs betri að um konu hafi verið að ræða. Vísaði Steingrímur þar að líkindum til þess að Ólafur var einn sex þingmanna sem heyrðust á upptöku sem gerð var á barnum Klaustri í vetur. Þar heyrðust þáverandi þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins hafa uppi óviðeigandi orð um aðra þingmenn, ekki síst þingkonur. Ólafur gekk í Miðflokkinn eftir að hann var rekinn úr þingflokki Flokks fólksins ásamt Karli Gauta Hjaltasyni vegna ummæla sem höfð voru uppi á Klaustri.Silja Dögg svaraði fyrir sig á Facebook í færslu sem hún merkti meðal annars með myllumerkjunum „#kvenfyrirlitning“ og „#klausturbar“ „Þora þessir kjörkuðu karlmenn ekki að nefna nafnið mitt án þess að forseti þingsins segi þeim að gera það?“ spurði hún í færslunni. Málþóf Miðflokksins um þriðja orkupakkann hefur nú staðið yfir í um áttatíu klukkustundir. Þinfundi sem hófst klukkan 15:30 á föstudag var ekki slitið fyrr en rétt fyrir klukkan hálf ellefu fyrir hádegi í gær.
Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Veigra sér við að binda enda á málþóf Miðflokksins Þingsköp gera ráð fyrir að hægt sé að binda enda á umræðu í þinginu. Þingmenn eru þó ekki tilbúnir að beita því ákvæði til að stöðva málþóf miðflokksmanna um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 14:27 Bjarni reiknar með að Miðflokksmenn eigi enn eftir að tala í nokkra daga til viðbótar Þótt önnur umræða um þriðja orkupakkann hafi staðið yfir í tæpar hundrað klukkustundir þar sem sömu ræðurnar eru meira og minna endurteknar aftur og aftur, hefur ekki komið til tals að beita ákvæði þingskapa sem getur stöðvað umræðurnar. Fjármálaráðherra reiknar með að þingmenn Miðflokksins eigi enn eftir að tala í nokkra daga til viðbótar 25. maí 2019 20:30 Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34 Nítján klukkustunda löngum þingfundi slitið Alls voru 53 ræður fluttar og 311 andsvör á þingfundinum. Miðflokksmenn fluttu þær nær allar. 25. maí 2019 10:53 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Veigra sér við að binda enda á málþóf Miðflokksins Þingsköp gera ráð fyrir að hægt sé að binda enda á umræðu í þinginu. Þingmenn eru þó ekki tilbúnir að beita því ákvæði til að stöðva málþóf miðflokksmanna um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 14:27
Bjarni reiknar með að Miðflokksmenn eigi enn eftir að tala í nokkra daga til viðbótar Þótt önnur umræða um þriðja orkupakkann hafi staðið yfir í tæpar hundrað klukkustundir þar sem sömu ræðurnar eru meira og minna endurteknar aftur og aftur, hefur ekki komið til tals að beita ákvæði þingskapa sem getur stöðvað umræðurnar. Fjármálaráðherra reiknar með að þingmenn Miðflokksins eigi enn eftir að tala í nokkra daga til viðbótar 25. maí 2019 20:30
Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34
Nítján klukkustunda löngum þingfundi slitið Alls voru 53 ræður fluttar og 311 andsvör á þingfundinum. Miðflokksmenn fluttu þær nær allar. 25. maí 2019 10:53