Sigurður Arnar og Hulda Clara leiða eftir 36 holur í Þorlákshöfn Anton Ingi Leifsson skrifar 25. maí 2019 19:25 Hulda Clara í eldlínunni í dag. mynd/gsí/seth Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, og Hulda Clara Gestsdóttir, einnig úr GKG, eru í forystunni eftir tvo hringi á Egils Gull-mótinu sem fer fram í Þorlákshöfn um helgina. 36 holur voru leiknar í dag en síðustu átján holurnar verða spilaðar á morgun og þá ráðast úrslitin í þessu fyrsta stórmóti sumarsins. Sigurður Arnar Garðarsson, úr GKG, leiðir í karlaflokki eftir fyrstu tvo hringina en hann er samtals á átta höggum undir pari eftir fyrstu 36 holurnar. Hann spilaði á tveimur höggum undir pari á fyrsta hringnum en gerði enn betur á hring númer tvö og lék frábært golf. Hann fékk átta fugla og lék hringinn á sex höggum undir pari. Hann er með eins höggs forskot á Dagbjart Sigurbrandsson úr GR og VIktor Ingi Einarsson, einnig úr GR, er í þriðja sætinu á fimm höggum undir pari fyrir lokahringinn.Það verður gríðarleg spenna á lokahringnum á EgilsGull-mótinu á „Mótaröð þeirra bestu“ á sunnudaginn á Þorlákshafnarvelli. https://t.co/cMV2uWU1rZpic.twitter.com/XUlfViUbKC— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) May 25, 2019 Hulda Clara Gestsdóttir er með þriggja högga forystu í kvennaflokki en hún spilaði á tveimur undir pari á öðrum hringnum eftir að hafa spilað á parinu fyrri hring dagsins. Heiðrún Anna Hlynsdóttir er í öðru sætinu en í þriðja sætinu er Keiliskylfingurinn, Helga Kristín Einarsdóttir. Hún er á einu höggi yfir pari, höggi á eftir Heiðrúnu og þremur höggum á eftir Huldu.Myndasyrpa frá EgilsGull-mótinu á Þorlákshafnarvelli - 1. keppnisdagur. Kemur meira á morgun, sunnudag. Myndir @sigelvar seth@golf.is https://t.co/ufQUv9Zlus#egilsgullmotpic.twitter.com/5Q9nBbVqef— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) May 25, 2019 Golf Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, og Hulda Clara Gestsdóttir, einnig úr GKG, eru í forystunni eftir tvo hringi á Egils Gull-mótinu sem fer fram í Þorlákshöfn um helgina. 36 holur voru leiknar í dag en síðustu átján holurnar verða spilaðar á morgun og þá ráðast úrslitin í þessu fyrsta stórmóti sumarsins. Sigurður Arnar Garðarsson, úr GKG, leiðir í karlaflokki eftir fyrstu tvo hringina en hann er samtals á átta höggum undir pari eftir fyrstu 36 holurnar. Hann spilaði á tveimur höggum undir pari á fyrsta hringnum en gerði enn betur á hring númer tvö og lék frábært golf. Hann fékk átta fugla og lék hringinn á sex höggum undir pari. Hann er með eins höggs forskot á Dagbjart Sigurbrandsson úr GR og VIktor Ingi Einarsson, einnig úr GR, er í þriðja sætinu á fimm höggum undir pari fyrir lokahringinn.Það verður gríðarleg spenna á lokahringnum á EgilsGull-mótinu á „Mótaröð þeirra bestu“ á sunnudaginn á Þorlákshafnarvelli. https://t.co/cMV2uWU1rZpic.twitter.com/XUlfViUbKC— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) May 25, 2019 Hulda Clara Gestsdóttir er með þriggja högga forystu í kvennaflokki en hún spilaði á tveimur undir pari á öðrum hringnum eftir að hafa spilað á parinu fyrri hring dagsins. Heiðrún Anna Hlynsdóttir er í öðru sætinu en í þriðja sætinu er Keiliskylfingurinn, Helga Kristín Einarsdóttir. Hún er á einu höggi yfir pari, höggi á eftir Heiðrúnu og þremur höggum á eftir Huldu.Myndasyrpa frá EgilsGull-mótinu á Þorlákshafnarvelli - 1. keppnisdagur. Kemur meira á morgun, sunnudag. Myndir @sigelvar seth@golf.is https://t.co/ufQUv9Zlus#egilsgullmotpic.twitter.com/5Q9nBbVqef— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) May 25, 2019
Golf Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira