Vinnuskúrar eru enn til trafala á Reyðarfirði Sveinn Arnarsson skrifar 25. maí 2019 07:15 Samkomuhús er meðal bygginga sem nú eru auglýstar á vinnubudir.com Alcoa Fjarðaál vinnur nú að því að reyna að selja vinnuskúra sem enn eru á framkvæmdasvæði fyrirtækisins á Reyðarfirði, tólf árum eftir að álverið hóf framleiðslu. Upplýsingafulltrúi Fjarðaáls segir þetta hafa tekið of langan tíma en að nú sé unnið að því að selja eignirnar og skila svæðinu til sveitarfélagsins samkvæmt samningum. Það er INNI fasteignasala sem sér um að selja þau 20 hús sem eftir eru á svæðinu. Vinnubúðirnar voru reistar í tengslum við byggingu álversins á Reyðarfirði. Gerður var samningur við sveitarfélagið og hefur álverið stöðuleyfi fyrir byggingunum enn þann dag í dag. Ástand eininganna er misgott samkvæmt fasteignasölunni. Er hægt að kaupa bæði heilar lengjur sem og hluta úr hverri lengju fyrir sig. Kaupendur þurfa að koma húsunum í burtu þar sem þetta er liður álversins í að gera lóðina hæfa til afhendingar aftur til sveitarfélagsins. „Þetta hefur tekið lengri tíma en við áætluðum í upphafi. Nú vinnum við hins vegar eftir því skipulagi að hreinsa lóðina og skila henni til sveitarfélagsins,“ segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa. „Sala þessara eigna er liður í þessu ferli okkar. Það er keppikefli okkar hjá Alcoa Fjarðaáli að virða þá samninga sem við eigum við bæinn og munum kappkosta að skila lóðinni í góðu ásigkomulagi.“ Þegar Fréttablaðið náði tali af fasteignasölunni fengust þau svör að nokkrir verktakar hefðu haft samband og lýst áhuga á að kaupa hluta af þeim byggingum sem stæðu til boða á Reyðarfirði. Eignirnar hafa staðið óupphitaðar í langan tíma og því ekki vitað um ástand þeirra. Kauptilboðum skal skila á næstu dögum og ef tilboð verða samþykkt verða eignirnar að vera farnar fyrir 1. ágúst. Dagmar Ýr segir tilgang Alcoa ekki vera að hagnast á sölunni heldur aðeins að koma húsum í burt af svæðinu til að gera það klárt til afhendingar. Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Umhverfismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Alcoa Fjarðaál vinnur nú að því að reyna að selja vinnuskúra sem enn eru á framkvæmdasvæði fyrirtækisins á Reyðarfirði, tólf árum eftir að álverið hóf framleiðslu. Upplýsingafulltrúi Fjarðaáls segir þetta hafa tekið of langan tíma en að nú sé unnið að því að selja eignirnar og skila svæðinu til sveitarfélagsins samkvæmt samningum. Það er INNI fasteignasala sem sér um að selja þau 20 hús sem eftir eru á svæðinu. Vinnubúðirnar voru reistar í tengslum við byggingu álversins á Reyðarfirði. Gerður var samningur við sveitarfélagið og hefur álverið stöðuleyfi fyrir byggingunum enn þann dag í dag. Ástand eininganna er misgott samkvæmt fasteignasölunni. Er hægt að kaupa bæði heilar lengjur sem og hluta úr hverri lengju fyrir sig. Kaupendur þurfa að koma húsunum í burtu þar sem þetta er liður álversins í að gera lóðina hæfa til afhendingar aftur til sveitarfélagsins. „Þetta hefur tekið lengri tíma en við áætluðum í upphafi. Nú vinnum við hins vegar eftir því skipulagi að hreinsa lóðina og skila henni til sveitarfélagsins,“ segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa. „Sala þessara eigna er liður í þessu ferli okkar. Það er keppikefli okkar hjá Alcoa Fjarðaáli að virða þá samninga sem við eigum við bæinn og munum kappkosta að skila lóðinni í góðu ásigkomulagi.“ Þegar Fréttablaðið náði tali af fasteignasölunni fengust þau svör að nokkrir verktakar hefðu haft samband og lýst áhuga á að kaupa hluta af þeim byggingum sem stæðu til boða á Reyðarfirði. Eignirnar hafa staðið óupphitaðar í langan tíma og því ekki vitað um ástand þeirra. Kauptilboðum skal skila á næstu dögum og ef tilboð verða samþykkt verða eignirnar að vera farnar fyrir 1. ágúst. Dagmar Ýr segir tilgang Alcoa ekki vera að hagnast á sölunni heldur aðeins að koma húsum í burt af svæðinu til að gera það klárt til afhendingar.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Umhverfismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira