Æ fleiri örmagnast í biðröðinni og komast aldrei niður Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2019 22:03 Röðin á tindi Everest-fjalls þann 22. maí síðastliðinn. Mynd/Nirmal Purja Samtals hafa nú fimm fjallgöngumenn látist í hlíðum Everest-fjalls á nokkrum dögum. Mikil örtröð hefur myndast við tind fjallsins í vikunni þar sem göngugarpar bíða færis á því að komast á toppinn. Aldrei í sögunni hafa jafnmargir ætlað sér að gera tilraun til að komast á sjálfan tindinn og í ár en yfirvöld í Nepal hafa veitt 378 manns leyfi til að klífa fjallið. Þá hafa góð veðurskilyrði á fjallinu þessar vikurnar valdið því að hinn mikli fólksfjöldi flykkist upp á tindinn á sama tíma. Við biðina myndast afar hættuleg skilyrði, þar sem fjallgöngumennirnir standa nær hreyfingarlausir í nístingskulda í tæplega 9000 metra hæð. Myndir af langri biðröð fjallgöngumanna á toppnum hafa vakið athygli í vikunni en fjölmiðlar ytra tengja dauðsföll meðal fjallgöngufólks undanfarna daga við raðirnar í fjallshlíðunum.Leit stendur yfir að Seamus Lawless, írskum göngugarpi, sem hrapaði á leiðinni niður af tindi Everest-fjalls fyrir viku.Mynd/GofundmeÍ gær var greint frá því að fjórir göngugarpar, Bandaríkjamaður, Austurríkismaður og tveir Indverjar, hefðu látist í fjallinu á niðurleið nú í vikunni. Donald Lynn Cash, 54 ára frá Utah-ríki, hneig niður við ljósmyndun í fjallshlíðinni á miðvikudag og lést þegar leiðsögumenn báru hann í grunnbúðirnar. Indverjarnir tveir, þau Anjali Kulkarni og Kalpana Das, létust við svipaðar aðstæður og Bandaríkjamaðurinn. Sú fyrrnefnda er jafnframt sögð hafa látist á svokölluðu „dauðasvæði“ (e. Death Zone) í fjallinu eftir að hafa örmagnast í biðröðinni upp á tindinn. Nú síðast voru svo fluttar fréttir af andláti 56 ára írsks göngugarps, Kevin Hynes. Hynes lést í tjaldi sínu í 7000 metra hæð í morgun en hann hafði, ólíkt hinum þremur, snúið við áður en hann komst á toppinn. Vika er síðan annar írskur fjallgöngumaður, háskólaprófessorinn Seamus Lawless, hrapaði 500 metra af syllu í hlíðinni aðeins nokkru klukkutímum eftir að hann náði upp á tindinn. Ekkert hefur spurst til hans síðan en björgunarmenn eru á leiðinni til hans. Í frétt breska dagblaðsins The Guardian um ástandið á Everest eru vandræðin í fjallinu einkum sögð af völdum vaxandi áhuga meðal kínverskra og indverskra ferðamanna en samhliða fjölgun þeirra ráðist fleiri óreyndir fjallgöngumenn til atlögu við toppinn en áður. Everest Nepal Tengdar fréttir Bakkavararbróðir á topp Everest með fyrsta Íslendingnum sem toppar tvisvar Lýður Guðmundsson, annar tveggja bræðra sem jafnan er kenndur við fyrirtækið Bakkavör, komst á topp Everest, hæsta tind heims, í morgun með Leifi Erni Svavarssyni sem var að toppa tindinn í annað sinn. 23. maí 2019 08:51 Bjarni Ármannsson áttundi Íslendingurinn sem kemst á topp Everest Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og núverandi forstjóri Iceland Seafood, varð í morgun áttundi Íslendingurinn sem nær því afreki að komast á topp Everest-fjalls í Nepal sem er hæst tindur heims. 23. maí 2019 07:41 Metfjöldi reynir nú að sigra Everest Mikill fjöldi fólks hefst nú við í hlíðum Everest-fjalls þar sem það bíður færis að komast á topp þessa hæsta fjalls heims. 11. maí 2019 09:45 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Fleiri fréttir Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Sjá meira
Samtals hafa nú fimm fjallgöngumenn látist í hlíðum Everest-fjalls á nokkrum dögum. Mikil örtröð hefur myndast við tind fjallsins í vikunni þar sem göngugarpar bíða færis á því að komast á toppinn. Aldrei í sögunni hafa jafnmargir ætlað sér að gera tilraun til að komast á sjálfan tindinn og í ár en yfirvöld í Nepal hafa veitt 378 manns leyfi til að klífa fjallið. Þá hafa góð veðurskilyrði á fjallinu þessar vikurnar valdið því að hinn mikli fólksfjöldi flykkist upp á tindinn á sama tíma. Við biðina myndast afar hættuleg skilyrði, þar sem fjallgöngumennirnir standa nær hreyfingarlausir í nístingskulda í tæplega 9000 metra hæð. Myndir af langri biðröð fjallgöngumanna á toppnum hafa vakið athygli í vikunni en fjölmiðlar ytra tengja dauðsföll meðal fjallgöngufólks undanfarna daga við raðirnar í fjallshlíðunum.Leit stendur yfir að Seamus Lawless, írskum göngugarpi, sem hrapaði á leiðinni niður af tindi Everest-fjalls fyrir viku.Mynd/GofundmeÍ gær var greint frá því að fjórir göngugarpar, Bandaríkjamaður, Austurríkismaður og tveir Indverjar, hefðu látist í fjallinu á niðurleið nú í vikunni. Donald Lynn Cash, 54 ára frá Utah-ríki, hneig niður við ljósmyndun í fjallshlíðinni á miðvikudag og lést þegar leiðsögumenn báru hann í grunnbúðirnar. Indverjarnir tveir, þau Anjali Kulkarni og Kalpana Das, létust við svipaðar aðstæður og Bandaríkjamaðurinn. Sú fyrrnefnda er jafnframt sögð hafa látist á svokölluðu „dauðasvæði“ (e. Death Zone) í fjallinu eftir að hafa örmagnast í biðröðinni upp á tindinn. Nú síðast voru svo fluttar fréttir af andláti 56 ára írsks göngugarps, Kevin Hynes. Hynes lést í tjaldi sínu í 7000 metra hæð í morgun en hann hafði, ólíkt hinum þremur, snúið við áður en hann komst á toppinn. Vika er síðan annar írskur fjallgöngumaður, háskólaprófessorinn Seamus Lawless, hrapaði 500 metra af syllu í hlíðinni aðeins nokkru klukkutímum eftir að hann náði upp á tindinn. Ekkert hefur spurst til hans síðan en björgunarmenn eru á leiðinni til hans. Í frétt breska dagblaðsins The Guardian um ástandið á Everest eru vandræðin í fjallinu einkum sögð af völdum vaxandi áhuga meðal kínverskra og indverskra ferðamanna en samhliða fjölgun þeirra ráðist fleiri óreyndir fjallgöngumenn til atlögu við toppinn en áður.
Everest Nepal Tengdar fréttir Bakkavararbróðir á topp Everest með fyrsta Íslendingnum sem toppar tvisvar Lýður Guðmundsson, annar tveggja bræðra sem jafnan er kenndur við fyrirtækið Bakkavör, komst á topp Everest, hæsta tind heims, í morgun með Leifi Erni Svavarssyni sem var að toppa tindinn í annað sinn. 23. maí 2019 08:51 Bjarni Ármannsson áttundi Íslendingurinn sem kemst á topp Everest Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og núverandi forstjóri Iceland Seafood, varð í morgun áttundi Íslendingurinn sem nær því afreki að komast á topp Everest-fjalls í Nepal sem er hæst tindur heims. 23. maí 2019 07:41 Metfjöldi reynir nú að sigra Everest Mikill fjöldi fólks hefst nú við í hlíðum Everest-fjalls þar sem það bíður færis að komast á topp þessa hæsta fjalls heims. 11. maí 2019 09:45 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Fleiri fréttir Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Sjá meira
Bakkavararbróðir á topp Everest með fyrsta Íslendingnum sem toppar tvisvar Lýður Guðmundsson, annar tveggja bræðra sem jafnan er kenndur við fyrirtækið Bakkavör, komst á topp Everest, hæsta tind heims, í morgun með Leifi Erni Svavarssyni sem var að toppa tindinn í annað sinn. 23. maí 2019 08:51
Bjarni Ármannsson áttundi Íslendingurinn sem kemst á topp Everest Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og núverandi forstjóri Iceland Seafood, varð í morgun áttundi Íslendingurinn sem nær því afreki að komast á topp Everest-fjalls í Nepal sem er hæst tindur heims. 23. maí 2019 07:41
Metfjöldi reynir nú að sigra Everest Mikill fjöldi fólks hefst nú við í hlíðum Everest-fjalls þar sem það bíður færis að komast á topp þessa hæsta fjalls heims. 11. maí 2019 09:45
Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag Innlent
Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag Innlent