Forseti Alþingis höfðar til samvisku Miðflokksmanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. maí 2019 09:18 Þingmenn Miðflokksins hafa verið fastagestir í ræðusól Alþingis undanfarna viku, hvort sem er dag eða nótt. Vísir/Vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sleit þingfundi klukkan níu í morgun að lokinni sautján klukkustunda umræðu um þriðja orkupakkann. Steingrímur nýtti tækifærið og flutti tölu til Miðflokksmanna sem staðið hafa fyrir málþófi í málinu sem hefur verið til umræðu í 70 klukkustundir í heildina. Þingmenn Miðflokksins skiptust á að svara hver öðrum í alla nótt. Enn voru þingmenn á mælendaskrá þegar Steingrímur flutti erindi rétt fyrir klukkan níu. Benti hann á að hálftími væri í að fyrstu fundir hæfust í þingnefndum og því þyrfti að slíta fundi.Þrátt fyrir enn einn langan fund um málið væri ekki útlit fyrir niðurstöðu, að sögn Steingríms. Umræðunni mætti ljúka bæðu þingmenn Miðflokksins ekki endurtekið um orðið. Í ljósi reynslunnar væri það ekki eitthvað sem stefndi í. „Þingmenn Miðflokksins hafa nýtt ræðumöguleika sína hressilega í þessu máli og líka notið góðvildar forseta.“Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.vísir/ernirSteingrímur minnti á að átján mál biðu umfjöllunar á Alþingi. Umræðurnar væru orðnar langar en Miðflokksmenn hefðu rætt það í sextíu klukkustundir af þeim sjötíu sem málið hefur fengið. „Þetta eru orðnar langar umræður. Ekkert annað hefur komist á dagskrá Alþingis í rúma viku,“ sagði Steingrímur. Það sé skylda forseta Alþingis að gæta réttinda þingmanna. Að á þeim sé ekki brotið á nokkurn hátt. „Frelsið er mikilvægt eins og réttur þingmanna en frelsi eins má ekki vera á kostnað frelsis annarra,“ sagði Steingrímur. Reikna mætti með að fjölmargir þingmenn vildu tjá sig eðlilega um önnur mál sem bíða afgreiðslu á þingi nú þegar sumarið er handan við hornið. Í það stefni að mikil vinna sem farið hafi verið í í þingnefndum í vetur fari forgörðum.Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þar sem hann veitti einnig viðbrögð vegna úrskurðar Persónuverndar í Klaustursmálinu.„Forseti vill hvetja forystumenn Miðflokksins og þingmenn alla að hugleiða framhaldið vel,“ sagði Steingrímur. „Forseti ítrekar þessa hvatningu hvort þeir séu ekki tiilbúnir að hugleiða nú milli funda hvort þeir geti ekki takmarkað eða dregið úr ræðuhöldum svo ljúka megi umræðu.“ Sleit Steingrímur í framhaldinu þingfundi. Verður fróðlegt að sjá viðbrögð Miðflokksmanna við skilaboðum forseta Alþingis til þeirra. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sleit þingfundi klukkan níu í morgun að lokinni sautján klukkustunda umræðu um þriðja orkupakkann. Steingrímur nýtti tækifærið og flutti tölu til Miðflokksmanna sem staðið hafa fyrir málþófi í málinu sem hefur verið til umræðu í 70 klukkustundir í heildina. Þingmenn Miðflokksins skiptust á að svara hver öðrum í alla nótt. Enn voru þingmenn á mælendaskrá þegar Steingrímur flutti erindi rétt fyrir klukkan níu. Benti hann á að hálftími væri í að fyrstu fundir hæfust í þingnefndum og því þyrfti að slíta fundi.Þrátt fyrir enn einn langan fund um málið væri ekki útlit fyrir niðurstöðu, að sögn Steingríms. Umræðunni mætti ljúka bæðu þingmenn Miðflokksins ekki endurtekið um orðið. Í ljósi reynslunnar væri það ekki eitthvað sem stefndi í. „Þingmenn Miðflokksins hafa nýtt ræðumöguleika sína hressilega í þessu máli og líka notið góðvildar forseta.“Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.vísir/ernirSteingrímur minnti á að átján mál biðu umfjöllunar á Alþingi. Umræðurnar væru orðnar langar en Miðflokksmenn hefðu rætt það í sextíu klukkustundir af þeim sjötíu sem málið hefur fengið. „Þetta eru orðnar langar umræður. Ekkert annað hefur komist á dagskrá Alþingis í rúma viku,“ sagði Steingrímur. Það sé skylda forseta Alþingis að gæta réttinda þingmanna. Að á þeim sé ekki brotið á nokkurn hátt. „Frelsið er mikilvægt eins og réttur þingmanna en frelsi eins má ekki vera á kostnað frelsis annarra,“ sagði Steingrímur. Reikna mætti með að fjölmargir þingmenn vildu tjá sig eðlilega um önnur mál sem bíða afgreiðslu á þingi nú þegar sumarið er handan við hornið. Í það stefni að mikil vinna sem farið hafi verið í í þingnefndum í vetur fari forgörðum.Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þar sem hann veitti einnig viðbrögð vegna úrskurðar Persónuverndar í Klaustursmálinu.„Forseti vill hvetja forystumenn Miðflokksins og þingmenn alla að hugleiða framhaldið vel,“ sagði Steingrímur. „Forseti ítrekar þessa hvatningu hvort þeir séu ekki tiilbúnir að hugleiða nú milli funda hvort þeir geti ekki takmarkað eða dregið úr ræðuhöldum svo ljúka megi umræðu.“ Sleit Steingrímur í framhaldinu þingfundi. Verður fróðlegt að sjá viðbrögð Miðflokksmanna við skilaboðum forseta Alþingis til þeirra.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira