Wenger: Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar örlítil martröð fyrir Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2019 12:30 Arsene Wenger með enska bikarinn sem hann vann sjö sinnum. Wenger vann aftur á móti aldrei titil í Evrópu. Getty/Catherine Ivill Arsene Wenger var knattspyrnustjóri Arsenal í 22 ár en honum tókst aldrei að vinna Evróputitil með félaginu. Nú getur eftirmaður hans Unai Emery afrekað það á sínu fyrsta ári. Arsenal mætir Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í næstu viku og í boði er sæti í Meistaradeildinni fyrir Arsenal liðið. Chelsea er þegar búið að tryggja sig inn í Meistaradeildina með því að ná þriðja sætinu í ensku úrvalsdeildinni. Arsene Wenger lítur á sig sem stuðningsmann Arsenal í dag en Frakkinn hefur haldið sig bak við tjöldin og leyft Unai Emery að starfa í friði á þessu tímabili. Wenger gaf aftur á móti færi á sér í gær og veitt enskum fjölmiðlum viðtal. Þar tjáði hann sig um bæði um þá staðreynd að Henrikh Mkhitaryan geti ekki tekið þátt í leiknum og að hversu erfitt það er fyrir stuðningsmenn Arsenal að fara á leikinn sem verður spilaðir í Bakú í Aserbaísjan. Wenger er ósáttur með þessa þróun mála. „Þetta er örlítil martröð fyrir Arsenal,“ sagði Arsene Wenger í viðtali við Guardian. Þessi tvö mál hafa vissulega sett leiðinlegan svip á fyrsta úrslitaleik Arsenal í Evrópukeppni í þrettán ár.Arsène Wenger: Europa League final ‘little bit of a nightmare’ for Arsenal. By @amylawrence71https://t.co/QPnEc0WHkJ — Guardian sport (@guardian_sport) May 24, 2019Armeninn Henrikh Mkhitaryan gaf það út í vikunni að hanni muni ekki fara til Aserbaísjan af öryggisástæðum en nágrannaríkin Armenía og Aserbaísjan standa í miklum deilum sín á milli og hafa gert lengi. „Þetta er eitthvað sem á ekki að gerast í fótbolta eða í nútímanum að þú getir ekki spilað fótboltaleik vegna pólitískra ástæðna,“ sagði Arsene. Wenger finnur líka til með stuðningsmönnum Arsenal sem sjá sér ekki fært að ferðast alla leið til Aserbaísjan því það eru svo kostnaðarsamt. Arsenal náði að selja þrjú þúsund miða en Chelsea aðeins tvö þúsund. Bæði lið fengu sex þúsund miða og í fyrstu þótti það allt of lítið. Nú verður leikvangurinn kannski hálftómur á úrslitaleiknum eða í það minnsta fullur af litlausum áhorfendum. „Liðin kvarta ekki enda ferðast þau þangað á einkaþotum og hafa allt til alls. Þetta er leiðinlegt fyrir stuðningsmennina,“ segir Wenger, Umræddir stuðningsmenn hefðu örugglega fjölmennt á úrslitaleik sem væri spilaður nær eða í landi sem kostaði minna að ferðast til. Arsenal hefur ekki unnið Evróputitil síðan árið 1994 og stuðningsmennirnir því búnir að bíða lengi eftir slíkum bikar. „Ég held með Arsenal og þannig verður það alltaf. Þetta er mitt félag. Ég gaf félaginu lífið mitt en það hefur samt gengið nokkuð vel hjá mér að einbeita mér að öðrum hlutum. Ég horfi á þá eins og stuðningsmaður og dæmi ekki. Ég er ánægður þegar þeir vinna og ekki sáttur þegar þeir spila ekki vel,“ sagði Wenger. Wenger ætlar sér líka að snúa aftur í fótboltann. „Það er pottþétt að ég kem aftur inn í fótboltann. Hvar og hvernig veit ég ekki eða hvort að það verður sem knattspyrnustjóri eða eitthvað annað. Hungrið og ástríðan er enn til staðar hjá mér,“ sagði Wenger. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Arsene Wenger var knattspyrnustjóri Arsenal í 22 ár en honum tókst aldrei að vinna Evróputitil með félaginu. Nú getur eftirmaður hans Unai Emery afrekað það á sínu fyrsta ári. Arsenal mætir Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í næstu viku og í boði er sæti í Meistaradeildinni fyrir Arsenal liðið. Chelsea er þegar búið að tryggja sig inn í Meistaradeildina með því að ná þriðja sætinu í ensku úrvalsdeildinni. Arsene Wenger lítur á sig sem stuðningsmann Arsenal í dag en Frakkinn hefur haldið sig bak við tjöldin og leyft Unai Emery að starfa í friði á þessu tímabili. Wenger gaf aftur á móti færi á sér í gær og veitt enskum fjölmiðlum viðtal. Þar tjáði hann sig um bæði um þá staðreynd að Henrikh Mkhitaryan geti ekki tekið þátt í leiknum og að hversu erfitt það er fyrir stuðningsmenn Arsenal að fara á leikinn sem verður spilaðir í Bakú í Aserbaísjan. Wenger er ósáttur með þessa þróun mála. „Þetta er örlítil martröð fyrir Arsenal,“ sagði Arsene Wenger í viðtali við Guardian. Þessi tvö mál hafa vissulega sett leiðinlegan svip á fyrsta úrslitaleik Arsenal í Evrópukeppni í þrettán ár.Arsène Wenger: Europa League final ‘little bit of a nightmare’ for Arsenal. By @amylawrence71https://t.co/QPnEc0WHkJ — Guardian sport (@guardian_sport) May 24, 2019Armeninn Henrikh Mkhitaryan gaf það út í vikunni að hanni muni ekki fara til Aserbaísjan af öryggisástæðum en nágrannaríkin Armenía og Aserbaísjan standa í miklum deilum sín á milli og hafa gert lengi. „Þetta er eitthvað sem á ekki að gerast í fótbolta eða í nútímanum að þú getir ekki spilað fótboltaleik vegna pólitískra ástæðna,“ sagði Arsene. Wenger finnur líka til með stuðningsmönnum Arsenal sem sjá sér ekki fært að ferðast alla leið til Aserbaísjan því það eru svo kostnaðarsamt. Arsenal náði að selja þrjú þúsund miða en Chelsea aðeins tvö þúsund. Bæði lið fengu sex þúsund miða og í fyrstu þótti það allt of lítið. Nú verður leikvangurinn kannski hálftómur á úrslitaleiknum eða í það minnsta fullur af litlausum áhorfendum. „Liðin kvarta ekki enda ferðast þau þangað á einkaþotum og hafa allt til alls. Þetta er leiðinlegt fyrir stuðningsmennina,“ segir Wenger, Umræddir stuðningsmenn hefðu örugglega fjölmennt á úrslitaleik sem væri spilaður nær eða í landi sem kostaði minna að ferðast til. Arsenal hefur ekki unnið Evróputitil síðan árið 1994 og stuðningsmennirnir því búnir að bíða lengi eftir slíkum bikar. „Ég held með Arsenal og þannig verður það alltaf. Þetta er mitt félag. Ég gaf félaginu lífið mitt en það hefur samt gengið nokkuð vel hjá mér að einbeita mér að öðrum hlutum. Ég horfi á þá eins og stuðningsmaður og dæmi ekki. Ég er ánægður þegar þeir vinna og ekki sáttur þegar þeir spila ekki vel,“ sagði Wenger. Wenger ætlar sér líka að snúa aftur í fótboltann. „Það er pottþétt að ég kem aftur inn í fótboltann. Hvar og hvernig veit ég ekki eða hvort að það verður sem knattspyrnustjóri eða eitthvað annað. Hungrið og ástríðan er enn til staðar hjá mér,“ sagði Wenger.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira